Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
„Litla stúlkan við hliðið" er nú orðin 67 ára og er stödd hér
á landi. Erla Þorsteinsdóttir söng sig inn í hug og hjörtu
íslendinga með fyrrgreindu lagi Freymóðs Jóhannssonar
snemma á sjötta áratugnum. Guðrún Guðlaugsdóttir
hitti Erlu, sem hér er stödd í tilefni safndisks sem út er
kominn út hjá Skífunni með 38 lögum sem hún söng. Hún
sagði Guðrúnu eitt og annað frá uppvexti sínum og tæp-
lega fimm ára söngferli sínum, svo og frá fyrirtæki sem .
hún stofnaði fyrir áratugum með manni sínum og rekur
nú ásamt sonum sínum tveimur og ýmsu öðru.
FLEST fólk lifir svo og
deyr að það markar ekki
annálsverð spor í sam-
tíma sinn, þeir hafa þó
alltaf verið til sem vart
eru svo nefhdir að ekki
komi uppi huga manna ákveðið tímabil
í sögu þjóðarinnar. Og eftir að fjöl-
miðlar komu eru djúp fótspor manna í
samtímann vissulega auðmarkaðri.
Erla Þorsteinsdóttir - nafnið eitt
minnir á sól og sumar, óskaíagaþætti
sjúklinga og sjómanna, lakkgljáandi
drossíur, hringskorin pils og perm-
anett - sæta rödd sem endurómaði
sakleysi nýlega sjálfstæðrar þjóðar.
Með öðrum orðum - nafn Erlu Þor-
steinsdóttur er samofið æskuárum
íslenska lýðveldisins. Mynd hennar
er skír: Hún stóð við hliðið eftir ein,
söng um draum fangans, vaggaði sér
og velti í árdaga rokksins í íslenska
útvarpinu og landslýður fylgdi henni
eftir með eyrunum. Að sjá hana var
lítill vegur - fyrir kaldhæðni örlag-
anna hafði þessi holdgervingur hins
mjúka og hreina í íslenskri þjóðarvit-
und gengið að eiga danskan mann,
einmitt þegar íslenska þjóðin fagn-
aði því enn í hjarta sínu að hafa feng-
ið langþráð frelsi frá hinu danska
helsi í upphafi sjötta áratugarins.
Ekki veit ég við hverju ég bjóst
þegar ég gekk á fund Erlu Þor-
steinsdóttur. Varla þó hinu vel
ígrundaða fasi og jafnvægi sem
framkoma hennar bar vott um þar
sem við hittumst í anddyri Hótels
Loftleiða, né heldur athugulu augna-
ráði og festu þess sem þekkir heim-
inn og vélabrögð hans og kann að
verja sig og sína. Líklega bjóst ég við
að sjá hana standa litla og eina við
hliðið, varnarlausa og saklausa. En
auðvitað hefur lífið og tilveran kennt
henni það sama og íslensku þjóðinni
á þeim áratugum sem liðnir eru síð-
an hún söng sig inn í hug og hjarta
hennar, einkum með lögum
Freymóðs Jóhannssonar - Tólfta
september.
Þöglar verðum við samferða í lyft-
unni upp í herbergið hennar á þriðju
hæð. Hún er hingað komin til þess
að fylgja úr hlaði safndiski sem á eru
38 lög sem hún söng á rösklega
fjögra ára söngferli sínum. Við setj-
umst saman við hliðina á hinu ópers-
ónulega rúmi og öðrum innanstökks-
munum hótelherbergisins, tvær
konur sem ekkert þekkjast. En
smám saman taka þræðirnir að greið-
ast, kynni að takast, hið athugula í
augnaráðinu víkur fyrir brosi og þeg-
ar frá líður kemur hún í ijós, stúlkan
með „gítarinn og silkimjúku röddina"
sem söng á miðnæturskemmtun í
Austurbæjarbíói klukkan 11.15 þann
25. ágúst 1954, eins og sagði í auglýs-
ingu í Morgunblaðinu eða „íslenski
lævirkinn" eins og hún var kölluð í
Danmörku, en þar kom hún fyrst
fram. Upphefð hennar kom sem sé að
utan, og það 'er ekki ónýtt á íslandi,
var ekki þá og er ekki nú.
Fæddist ocj ólst upp
á Sauðarkróki
Erla Þorsteinsdóttir fæddist 22.
janúar 1933 á Sauðárki-óki. Foreldar
hennar voru hjónin Ingibjörg Kon-
ráðsdóttir og Þorsteinn Sigurðsson.
„Pabbi var lengi sjómaður en síðar
varð hann rafveitustjóri. Þau eru nú
bæði dáin,“ segir Erla. „Ég var
fjórða í röðinni af níu bömum þeirra,
fimm okkar komumst til fullorðins-
ára. Nú erum við fjögur á lífi.
Mamma mín var léttlynd kona og
ekki síður pabbi. Hann var söngmað-
ur og í móðurætt minni var söngfólk,
mamma var systkinabarn við Stefán
Islandi sem haslaði sér völl sem ten-
órsöngvari í Danmörku sem þekkt
er. Ætt mömmu var stundum kölluð
harmonikuættin af því að það voru
svo margir sem spiluðu á harmoniku
af því fólki. Sjálf hafði ég frá upphafi
gaman af tónlist.
Ég er veik og viðkvæm
Ég var í ballett í fleiri ár sem
krakki hjá apótekarafrúnni sem var
dönsk. Hún var dugleg að kenna
okkur og dansaði mjög vel sjálf. I
ballettskólanum voru alltaf loka-
skemmtanir þar sem dansaðir voru
einskonar leikdansar. Einn hét:
„Sumar - vetur og blóm“. Blómin
áttu að dansa og syngja. Ég var blóm
- lilja. Liljan söng: „Ég er veik og
viðkvæm, vorsólin skín“ við lagið:
Geng ég fram á gnípu, söng Ástu í
Skugga-Sveini.
Mikið var um leikrit og skemmt-
anir á Sauðárkróki, allir kannast við
Sæluvikuna og ég var með í Pilti og
stúlku, árið eftir að ég kom frá Dan-
mörku, skömmu áður en ég flutti
alfarin út. Pabbi lék í leikritum og
söng í kórum, karlakómum og
kirkjukómum. Mamma sætti sig vel
við það starf hans, hún sat á kvöldin
meðan hann söng og prjónaði lopa-
peysur svo hratt að maður festi vart
augu á prjónunum, hún saumaði líka
mikið út. Þetta gat hún gert með-
fram heimilisstörfunum.
Fékk gítar í fermingargjöf
Ég gekk auðvitað í skóla, lauk
gagnfræðaprófi og fékk gítar í ferm-
ingargjöf, það var vinsæl fermingar-
gjöf á þeim árum. Á sumrin vann ég
sitthvað sem til féO eins og aðrir
krakkar fyrir norðan. Einn vetur
vann ég á sjúkrahúsinu á Akureyri
sem gangastúlka og fannst það mjög
lærdómsríkt. Ef ég hefði ekki hitt
manninn minn svo fljótt sem raun
bar vitni held ég að ég hefði orðið
hjúkmnarkona. Dóttir mín er hjúkr-
unarkona og býr og starfar í Hol-
landi. Sennilega sækjum við þetta til
mömmu, hún var mjög notaleg kona,
til hennar komu eldri konur og menn
sem voru einstæðingar og sátu hjá
henni í eldhúsinu og spjölluðu og hún
tók þátt í kjörum þeirra.
Þegar ég var barn og unglingur
vann ungviðið við það sama og full-
orðna fólkið. Við lo-akkarnir gátum
haft það sama upp og þeir fullorðnu,
t.d. í síldinni. Ég var í síld á Siglufirði
í eitt sumar með eldri systur minni;
upplifði sfldarböllin og allt það
skemmtilega sem var í kringum þá
starfsemi alla.
Fór til að vinna
á barnaheimili í Danmörku
Til Danmerkur fór ég fyrir tilstilli
manns sem veitti forstöðu hótelinu í
Varmahlíð. Hann var þýskur og
hafði flúið hingað undan Hitler. Ég
vann hjá honum og hann vildi endi-
lega að ég og frænka mín, sem spil-
aði á gítar eins og ég, færum til syst-
ur hans sem var forstjórafrú á
barnaheimili á Fjóni í Danmörku.
Frænka mín fór ekki, hún kynntist
manni sem hún vildi ekki fara frá en
ég ákvað að láta slag standa og fór
ein með Gullfossi til Danmerkur til
þess að vinna á barnaheimilinu.
Líklega hafa foreldrar mínir haft
sínar áhyggjur þegar ég fór til út-
landa aðeins sautján ára gömul, en
þau létu mig skilja að þau treystu því
að ég gæti þetta. Þau þekktu auð-
vitað hótelstjórann á Varmahlíð sem
hafði milligöngu um þetta ferðalag
mitt og vissu að systir hans var vönd-
uð manneskja. Ég fór því út með
góðri samvisku, ekkert skyggði á til-
hlökkun mína þegar ég sigldi yfir
Atlantshafið með gítarinn í fartesk-
inu; öllum óbundin.
Ég fór til að vinna á barnaheimili í
Klintebjerg, sem var skammt frá Óð-
insvéum. Svolítið þorp var í kringum
barnaheimilið, sem tók á móti börn-
unum frá þriggja ára og upp allan
skólaaldur. Þau gátu verið þama alla
sína skólatíð ef aðstæður kröfðust
þess. Mörg þeirra bjuggu við erfiðar
heimilisástæður, höfðu misst for-
eldra sína, þau skilið eða annað gerst
sem gerði þeim ókleift að alast upp
hjá sínum. Þetta var gott heimili þar
sem vel fór um börnin en ég vor-
kenndi sumum þeirra, þau voru
gleymd börn, fengu aldrei heimsókn-
ir eða pakka frá neinum, það fannst
mér hræðilega sorglegt. Ég reyndi
að vera hlýleg við þau og söng fyrir
þau. Smám saman vandist ég þess-
um aðstæðum barnanna og gladdist
yfir því að þau ættu þó skjól á þessu
ágæta heimili.