Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ é ► Hilmar hefur mikið dálæti á Diddú enda var hún leyni- gesturinn í sjötugs afmæli hans fyrir skömmu og hér sjást þau í léttum valsi. Hilmar Bjarnason sigraði í Skjaldarglímu Ármanns 1963 og var í 20 ár einn liprasti og snjallasti glímu- maður landsins. Hilmar Bjarnason, bifreiðastjóri á Sendibíla- stöðinni hf., var einn af stofnendum stööv- arinnar og hefur í mörg ár verið eini stofn- andinn sem enn keyrir á stöðinni. Hann er nýlega orðinn sjötugur. Hilmar Bjarnason hefur síðustu áratugi verið þekktur maöur í reykvísku borgarlífi. Hann var einn besti glímumaöur landsins um langt árabil. Hilm- ar hefur lifaö viðburöaríka ævi og kann frá mörgu að segja og hefur kynnst fjölmörgum samferðarmönnum. Ólafur Ormsson ræddi við Hilmar á tímamótum í lífi hans. HILMAR Bjamason er með- almaður á hæð, rauðbirk- tnn. Hann varð sjötugur 23. ágúst síðastliðinn. Ekki er grátt hár að fínna á höfði hans. Hann er kvikur í hreyfingum, stæltur og ber aldurinn vel. Hilmar gæti þess vegna lagt sér yngri í gólfíð með hæl- krók, í þeirri fornu íþróttagrein landsmanna, glímunni sem Hilmar stundaði um árabil með góðum ár- angri. Hilmar hefur alla sína starfsævi stundað akstur á Sendibflastöðinni hf., var meðal stofnenda stöðvarinn- ar og hefur í mörg ár verið eini stofn- andinn sem enn keyrir á stöðinni. Hilmar hefur ef til vill betur en margur annar á ferðum sínum um borgina séð Reykjavík vaxa og dafna úr litlu bæjarfélagi í nútímaborg. Hilmar Bjarnason hefur kynnst fjölda nafnkunnra samborgara og t. hefur síðustu áratugi verið þekktur maður í reykvísku borgarlífí. Það er ljóst að maður sem hefur í rúm fímmtíu ár þjónað fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum í Reykjavík og víðar hefur kynnst ógrynni af fólki af öllum stigum þjóð- félagsins. Hörður sonur hans, sem einnig er kunnur Reykvíkingur, er oft stoppaður á götum borgarinnar og víðar og spurður af bláókunnugu fólki „hvort hann sé ekki sonur hans Hilmars" og þá gjaman bætt við „ á sendibflastöðinni" eða „glímu- manns“. Hilmar var góður íþróttamaður og er mikill íþróttaáhugamaður. Hann hefur fylgst náið með öllum helstu íþróttaviðburðum síðustu áratuga. Margir helstu íþróttamenn þjóðar- innar hafa verið persónulegir vinir hans og kunningjar og margar af bestu stundum í lífí Hilmars hafa einmitt verið á knattspymukapp- leikjum á Melavellinum hér fyrrr á árum, á frjálsíþróttamótum og hand- boltaleikjum heima og erlendis. Það var haldið upp á sjötugs- afmæli Hilmars í félagsheimili Vals á Hh'ðarenda 26. ágúst síðastliðinn að viðstöddu miklu fjölmenni sem þang- að kom að samfagna afmælisbam- inu. Það var stór stund í afmælishóf- inu þegar leynigesturinn, einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar, Diddú „ rúllaði salnum upp“, eins og venjulega og dansaði vals við afmæl- isbamið, sem er annálaður dansari og góður söngmaður. A heimili Harðar Hilmarssonar í Akraseli í Seljahverfi rifjaði Hilmar Bjarnason upp viðburðaríka ævi. Hann brosir gjarnan og gerir að gamni sínu, húmorinn er áberandi í fari Hilmars Bjamasonar. Æskuár að Sumarliðabæ í Holtum „Ég er fæddur í Reykjavík 23. ágúst árið 1930, en var alinn upp að Sumarliðabæ í Holtum frá fjögurra ára aldri, hjá fósturforeldram mín- um, Jóni Jónssyni, bónda frá Hár- laugsstöðum og konu hans, Jónínu Þorsteinsdóttur, frá Berastöðum. A heimilinu vora sex uppeldissystkini mín, en þrjú þau elstu voru að mestu farin að heiman þegar ég kom að Sumarliðabæ. Ég vann sem ungling- ur við öll almenn sveitastörf. Ég náði því að kynnast fyrri tíma vinnu- brögðum til sveita, lærði að sæta og binda og láta til klakks og vann á snúningsvél. Það var áður en að tæknin kom til sögunnar og vélvæð- ing sveitanna hófst fyrir alvöra. Ég fór fyrst í bamaskóla í Efri- Rauðalæk. Þá var ég í skóla í Meiri- tungu einn vetur og síðan í Kálfholti, ellefu, tólf og þréttán ára og lauk þaðan fullnaðarprófi 1944, lýðveldis- árið með ágætum árangri og ágætis- einkunn 9,36 sem þótti gott í þá daga. Ég á góðar minningar um kennara sem kenndu mér í bama- skóla, t.d. Sigurbjörgu kennara í Meiritungu, sem var frábær kennari. Þá minnist ég Herselíu sem er ný- lega látin og Helga Ólafssonar sem bæði kenndu í Kálfholti. Ég var fermdur vorið 1944. Séra Sveinn Ög- mundsson sem þjónaði í Kálfholti, Þykkvabænum og í Arbæjarkirkju, að mig minnir, fermdi okkur. Við voram fjögur fermingarsystkinin.“ Áttu alsystkyni ? „Ég á ekkert alsystkini, en sex hálfsystkini, sammæðra og sex upp- eldissystkini. Faðir minn var Bjami Svavarsson, bróðir séra Garðars Svavarssonar, sem var lengi prestur í Laugameskirkju í Reykjavík. Móð- ir mín var Alda Valdimarsdóttir, sem fluttist til Danmerkur og bjó þar í mörg ár.“ Varstu í námi í íþróttaskóla Sig- urðar Greipssonar í Haukadal? „Jú, um tíma á vetrarmánuðum 1946 og veturinn 1946-47. Ég fékk snemma mikinn áhuga á íþróttum t.d. glímu. Sigurður Greipsson kenndi frjálsar íþróttir og hann kenndi einnig bókleg fög, íslensku, reikning, heilsufræði, þjóðfélags- fræði og bókmenntasögu. Það var mikill agi í skólanum sem var góðm- undirbúningur undir lífið. Ég hef alltaf talið það mér til góðs að hafa alist upp í sveit og að hafa verið í íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar." Varstu farinn að glíma eitthvað áður en þú fórst í íþróttaskólann? „Nei, ég var ekki farinn að glíma neitt að ráði. Ég vai- eitthvað að glíma við bóndann á næsta bæ, en ég lærði glímu í íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar." Sendiferðabflstjóri í Reykjavík Hvenær fluttir þú til Reykjavík- ur? „Þegar ég kom fyrst til Reykja- víkur var ég að leita mér að vinnu og fór að vinna við byggingu Þjóðleik- hússins. Þá vann ég einp vetur hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Ég fór aust- ur á sumrin í sláttinn." Þú varst einn af stofnendum Sendibflastöðvarinnar hf. Byrjaðir þú að keyra á stöðinni fljótlega eftir þú komst suður? „Ég byrjaði að keyra á stöðinni ár- ið 1948. Sendibílastöðin byrjaði starfsemi sama ár og var fyrsta sendibflastöðin í Reykjavík. Stöðin var rekin af einum manni í upphafi. Hann seldi svo nafnið og við keypt- um nokkrir af honum og stofnuðum hlutafélag um rekstur stöðvarinnar 29 . júní 1949. Við voram nítján sem sóttum stofnfundinn. Stöðin var fyrst með aðsetur við Ingólfsstræti 11 og síðan hef ég haft stöðvamúmer 11 og það er mín happatala." Hvenær eignaðist þú fyrsta bíl- inn? „Haustið 1948. Það var Bradford sendiferðabifreið. Hrafn Jónsson boxari flutti bifreiðina til landsins. Hann var þá með bifreiðaumboð. Byggðin í Reykjavík var þá að mestu vestan Hringbrautar. Byggðin í Norðurmýrinni var að rísa og fyrstu húsin við Barmahlíð, Mávahlíð og Eskihlíð. Það hefur margt breyst síðan.“ Varstu kominn með fjölskyldu á þessum áram? „Já. Ég kynntist Aðalheiði Berg- steinsdóttur skömmu eftir að ég kom til Reykjavíkur. Hún vann í verslun KRON á Skólavörðustígnum og ég keyrði um tíma fyrir KRON. Við eignuðumst átta börn sem öll eru á lífi. Hjördís er elst, þá Hörður, Berg- rós, Heiða, Jónína Hanna, Sólbjört, Jón Hilmar og Anna.Við Aðalheiður skildum árið 1974, eftir hafa verið í hjónabandi í rúm tuttugu ár. Barna- börnin era tuttugu og sex og langafabörnin 11 þannig að afkom- endur era alls 45. Það þurfti auðvitað að hafa góðar tekjur þegár við vorum þetta mörg í heimili. Ég vann mikið, alla daga meira eða minna átján til tuttugu tíma í sólahring og kom víða við. Það er í góðu lagi að geta þess áð- ur en lengra er haldið í viðtalinu að ég hafði ákaflega gaman af því að dansa og sótti mikið gömlu dansana í Alþýðuhúsinu og í Lindarbæ. Ég hef lengi haft mikla ánægju af tónlist og söng. Ýmsum tónlistarmönnum og söngvurum kynntist ég vel og sumir þeirra urðu góðir vinir mínir. Sumir af bestu harmonikkuleikuranum komu á heimili mitt og spiluðu t.d á stórafmælum, í fermingarveislum og við fleiri tækifæri. Uppáhaldssöngv- ari minn í dag er Diddú, en ég hef líka mikið haldið upp á Guðrúnu Á Símonar og Sigríði Éllu. Af dægur- lagasöngkonum standa þær uppúr Ellý Vilhjálms, Helena Eyjólfsdóttir og Sigrún Jónsdóttir, en mér þótti Þuríður Sigurðardóttir einnig góð. Ég hafði gaman af söng Alfreðs Clausen, Hauks Morthens og Sig- urðar Ólafssonar og nú era þeir í miklu uppáhaldi stórsöngvarar dagsins í dag, þeir Kristján Jóhanns- son og Kristinn Sigmundsson. Ég er þó ekki alæta á tónlist, cjjassinn hef- ur aldrei höfðað til mín. Þó era ein- hverjir eftirminnilegustu tónleikar sem ég hef sótt með Louis Amstrong í Háskólabíói árið 1964.“ í þungaflutningum Byrjaðir þú ekki snemma í sér- verkefnum varðandi þungaflutninga fyrir fyrirtæki og einstaklinga? „Jú, ég byrjaði í þungaflutningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.