Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR29.OKTÓBER2000 MORGUNBLAÐIÐ Andlegí meistarinn Sri Chinmoy heldur tónleika í Háskólabíói á morgun. Húsfyllir var þegar hann hélt tónleika á sama stað árið 1988. Hann hefur látið mikið að sér kveða á alþjóðavettvangi sem boðberi friðar, m.a. staðið fyrir friðarhlaupum um allan heim. Þá er hann kunnur fyrir listsköpun sína og íþróttaafrek. Eymundur Matthíasson fjallar um lífshlaup hans, boðskap og baráttu hans fyrir friði og ræktun andans. Fjölhœfur meistari andans HANN er 69 ára gamall og hefur verið að lyfta gríðarstórum lóðum, heljarþunga sem for- kólfa í lyftingageiranum rekur í rogastans yfir. Að auki hefur hann lyft þjóðarleiðtogum og afreks- mönnum, á borð við Nelson Mand- ela, Carl Lewis og Steingrími Her- mannssyni. Maðurinn er Sri Chinmoy en eins og margir vita er hann væntanlegur til landsins á morgun og verður með friðartón- leika í Háskólabíói annað kvöld. Sri Chinmoy er íslendingum að góðu kunnur, bæði vegna heim- sókna hans áður - hann er mikill íslandsvinur og hefur sótt landið heim fjórum sinnum - og ekki síð- ur vegna alþjóðlega friðarhlaups- ins sem við hann er kennt og hefur verið haldið hér á landi síðan 1987. Stjórnar friðarhugieiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum Sri Chinmoy er fæddur á Ind- landi 1931 og fluttist ungur að ár- um í andlegt samfélag sem stofnað var af Sri Aurobindo. Sri Aurob- indo var merkilegur fyrir margra hluta sakir. Faðir hans sendi hann í skóla á Englandi ungan að árum þar sem hann dúxaði frá Cam- bridge undir lok 19. aldar. Hann gerðist síðan einn af frumkvöðlum indverskrar sjálfstæðisbaráttu þar til hann sneri sér alfarið að and- legum iðkunum og kom á fót sam- félagi í þeim anda á Suður-Indl- andi nálægt Pondieherry, áður franskri nýlendu. Þar lagði Sri Chinmoy stund á hugleiðslu og andlegar iðkanir í tvo áratugi. Hann á skemmtilegar minningar frá þessum árum, enda á andleg menning sér djúpar rætur á Indl- andi og margir andlegir meistarar hafa orðið þekktir þar um slóðir. Styrkur f rá FITUR FITUR er sjóður sem veitir styrki vegna samstarfs Færeyja og íslands til þess að bæta ferðaþjónustuna. Styrkur verður veittur tdl: • náms í tengslum við ferðaþjónustu • samstarfs innan ferðaþjónustu - "kombinationsturisme" • samstarfs milli landanna, sem veitir vitneskju um menningu, lifnaðarhætti, atvinnuvegi o.s.frv. • samvinnu flutningsfélaga • markaðssetningar í ferðaþjónustu Umsóknir á ensku eða densku sendist til: 111 dæmis er veittur styrkur til: • íþróttafélaga • skóla og námsstomanna (kynningarferðir) • samtaka atvinnulífsins • sveitarfélaga • vinabæja • hátíðarhalda FTTUR c/o Ferðaráð Foroya Fostsmoga 118 FO-llOTórshavn eða FITUR c/o Ferðamálaráð fslands Lækjargata 3 IS-101 Reykjavík, ísland Frestur útrunninn, 15. nóvember 2000 í nefhdinni eru Petur Olivar í Hoyvík, nefndarfortnaður Ferðaráðs Færeyfa, Marita Danielsen, Flogfelag Feroya, Magni Arge, Atlantic Airways, Arnbjerg Sveinsáöttir, Steinn Lárusson, Icelandair og Gunnar Sigurdsson. Sri Chinmoy notar ýmis áhöld við list- sköpun sína. Hér er hann með náttúru- svamp. Sri Chinmoy að hlaupa með Carl Lewis. Hann hefur sagt frá þegar hann sem táningur svindlaði sér með lest til að heimsækja bústað and- lega meistarans Ramana Maharshi er bjó við fjallið Aranchula á fyrri hluta 20. aldar. Á bakaleiðinni var hann svo óheppinn að lestarvörður athugaði með lestarmiða. Án um- hugsunar stökk hinn ungi Chin- moy út um gluggann á lestinni sem var á góðri ferð og var svo heppinn að lenda í djúpum forarpytti þann- ig að hann hlaut engin meiðsl af. Hann var einnig liðtækur íþrótta- maður á þessum tíma og var fyrir- liði knattspyrnuliðsins og blakliðs- ins í héraðinu í mörg ár. Þegar hann var 32 ára gamall eða árið 1964 fylgdi hann innri rödd, ef svo má að orði komast, og fluttist til Vesturlanda. Hann vann fyrst um sinn í indverska konsúlatinu í New York en fljótlega fór hann að gefa út tímarit um jóga og andleg mál- efni ásamt því að taka að sér nem- endur í jóga og hugleiðslu. I New York hefur hann búið allar götur síðan og þar hefur hann jafnframt stjórnað friðarhugleiðslu hjá Sam- einuðu þjóðunum tvisvar í viku síð- an árið 1970. Fríður sem byggir á samkennd og væntumþykju Sri Chinmoy hefur verið óþreyt- andi við að kynna jóga og gildi andlegs lífs fyrir Vesturlandabúum og reynt að sýna fram á þá miklu möguleika sem andleg iðkun opnar í okkar daglega lífi. Þar má segja að hann gangi á undan með góðu fordæmi því afköst hans þykja með ólíkindum. Á þeim 35 árum eða svo síðan hann kom til Vestur- landa hafa verið gefin út hundruð bóka eftir hann en þar á meðal eru ljóð, leikrit, ýmsar ritgerðir og fyrirlestrar sem hann hefur haldið við háskóla víða um heim. Þá hefur hann einnig málað tugþúsundir mynda sem hann kallar „list frá uppsprettunni" og fuglateikningar hans skipta milljónum. Helst hefur þessum myndum verið líkt við Zen-málaralist og kalligrafíu en í þeim er augnablikið gripið með ör- fáum penslastrokum. Að lokum má nefna að hann hef- ur samið þúsundir laga og munu áheyrendur heyra sum hver á frið- artónleikunum á morgun. Afköstin eru gríðarmikil sama hvert litið er og ljóst að sköpunargáfan er mikil, en Sri Chinmoy vill meina að allir geti þroskað sköpunargáfuna og náð jafnmiklum ef ekki meiri ár- angri en hann með andlegri ástundun. Það sem Sri Chinmoy leggur áherslu á er andlegur veruleiki mannsins sem hann segir þann þátt í okkar tilveru sem mestu máli skipti. Allir æðstu draumar okkar og hugsjónir eiga upptök sín þar. Leynt og ljóst erum við alltaf að leita þessa innsta sannleika því hann einn veitir þá hamingju og lífsfyllingu sem getur fullnægt okkur. Sömuleiðis er þar að finna raunverulegan frið sem byggist á samkennd og væntumþykju og kemur á friði í mannlegu samfé- lagi. Þessi friður er gríðarlega áhrifamikill og máttugur veruleiki sem ekkert fær sigrast á. Fyrir Sri Chinmoy er jóga samsafn leiða til að verða eitt með þessum andlega veruleika og aðferðirnar sem not- aðar eru til þess eru bænir, ein- beiting og hugleiðsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.