Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 B 19 Reuters sig lausan og ganga til liðs við erkifjendurna hjá Real Madrid, og þeir kunnu að koma því til skila callaður aurapúki, var dreift til áhorfenda í tugþúsundataii við innganginn að vellinuni. Morgunblaðið/Pröstur Helgason Gott útsýni fæst yfir Nývang úr blaðamannastúkunni. er sérstakt fagnaðarefni vegna þess að Enrique er fyrrum leikmaður Real Madrid. Þetta er eins og blaut tuska framan í Figo sem myndavélar sjónvarpsins beindust að um leið og markið var skorað. Hann reynir augljóslega að sýna ekki vonbrigði sín en viprumar í kringum munninn segja allt sem segja þarf. Figo á érfitt uppdráttar eftir þetta og það er eins og hann verði hoknari í herðum en vanalega. Hinn hárprúði vamarmaður, Pujol, fylgir honum eins og skugginn og lætur hann finna til te- vatnsins þegar við á. Hann fær gult spjald fyrir fljúgandi tæklingu og áhorfendur fagna tryllings- lega. Figo sýnir augljósa taugaveiklun þegar hann klúðrar aukaspymu sem er í upplögðu færi fyrir yfirnáttúrulegan vinstrifót Robei-tos Carlos. Það var hins vegar spuming um stolt að Figo tæki spymuna með baulandi áhorfendurna allt í kring. Hann er greinilega ekki í jafnvægi þegar hann gengur út af vellinum í hálfleik. Síðari hálfleikur Síðaii hálfleikur þróast með svipuðum hætti og sá fyrri. Rivaldo á skot yfir á fyrstu mínútunni og stuttu síðar glæsilegan skalla sem Casillas ver með ótrúlegum hætti neðst í vinstra horninu og ómerkir allar líkingai' við liðuga ketti. Figo verð- ur piiTaðri með hverri mínútunni enda er hann ekkert inni í leiknum og virðist einbeitingarlaus. Þá sjaldan hann fær boltann heldur hann honum til þess að ögra áhorfendum, um leið og hann sýn- ir að hann getur snúið Pujol í hringi þegai' þannig liggur á honum. A þrettándu mínútu á hann hættulegt skot en nokkmm sekúndum síðai' miss- ir hann þolinmæðina og brýtur gróflega á Riv- aldo, skærastu stjömu gestgjafanna, _sem liggur eftir eins og helsærður í grasinu. Ahorfendur signa sig og baula. Fáeinum augnablikum síðar er Rivaldo kominn á hai'ðasprett - eins og knatt- spymumenn era svo oft eftir að hafa lagst stór- slasaðir í grasið - og á bylmingsskot að marki. Figo heldur hins vegar áfram að brjóta af sér og fær á endanum gult spjald. Áhorfendur sleppa sér algerlega og ég sé gæsahúðina spretta fram á handleggjum katalónsku blaðamannanna fyi'ir framan mig. Barselónaliðið veður í færum sem sumir íþróttafréttamenn myndu kannski kalla hálffæri og ráða lögum og lofum á vellinum sem er orðinn rennblautur og háll eftfr ausandi hita- skúrir. Áhorfendur halda áfram að grýta leik- menn og syngja gleðisöngva þegar Madrídar- menn mótmæla ósómanum. Bláeygði Hol- lendingurinn Cocu hjá Barselónaliðinu þtykkir í slá þannig að leikvangurinn skelfm- á eftir. Figo kemst stuttu síðar í dauðafæri og vallarstarfs- maðurinn, sem á sennilega aldrei eftfr að fyrir- gefa mér að hafa tekið sætið af mömmu hans, frassar í örvæntingu yfir blöð okkar Þjóðverjans þegjandalega, signir sig síðan og fer með Maríu- bæn þegar boltinn þýtur naumlega framhjá. Sjónvarpsmyndavélin einblínir enn og aftur á andlit Figos þegar hinn smái en knái Simao renn- Morgunblaðið/Þröstur Helgason Hinn franski markvörður Barcelona, Richard Dutruei, spurður spjörunum úr. Reuters Gamlir vopnabræður og núverandi and- stæðingar, Figo og Rivaldo, fallast í faðma að leik loknum. Morgunblaðið/Þröstur Helgason Það kom í ljós að það getur hitnað í kolun- um uppi í blaðamannastúkunni. Morgunblaðið/Þröstur Helgason Gamla kempan Luis Enrique hefur marga fjöruna sopið og verður því heimspekileg- ur á svip við spurningar blaðamanna. Reuters Það er jafnan hart tekist á í leikjum erki- fjendanna Barcelona og Real Madrid eins og sjá má á þessum átökum hollenska miðju- mannsins Phillip Cocu og spænska framheij- anum hjá Real Madrid, Raul Gonzalcz. fr boltanum í opið markið eftir þramuskot Rivald- os sem Casillas ver og skalla Álfonsos í slá. Þetta mark er eins og blý í skó Madrídarmanna. Þær tíu mínútur sem eftir lifa af leiknum snúast þeir aðallega í kringum sjálfa sig og það er einungis fyiir eigin klaufaskap sem Alfonso bætir ekld þriðja markinu við. Stríðið er unnið og fagnaðar- lætin era í samræmi við það. Enn er Figo í nær-^ mynd þegar leikmenn ganga af velli. Hann er nið- urlútur. Áhorfendur nota tækifærið til þess að núa salti í sárin og senda honum tóninn í síðasta sinn. Að þeirra mati er sigurinn óvenju sætur vegna þess að Figo fer tómhentur til sinna nýju heimkynna. Aðalatriðið er þó að enn einu sinni sýndu Katalónarnir hvað í þeim býr og höfuð- borgarbúarnir þurftu að snúa sneyptir heim. Knattspyrnulið Barselóna telja Katalónar til vitn- is um yfirburði sína. Katalónska leikmenn í Bars- elónaliðinu má að vísu telja á fingram annairar handar (og það er eins og að stinga grís að hafa orð á því við nokkurn mann hér og ekki ráðlegt). En Barselónaliðið er ekki aðeins stolt Katalóna vegna þess að það sýnir fram á hvað þeir eigaf»- góða knattspyi-numenn (sem þeir eiga) heldur er það líka og kannski umfram allt sönnun eða af- leiðing þess að Katalónía er ííkasta hérað Spánar; hér era mestu peningamir og því besta knatt- spymuliðið. (Og einmitt þess vegna svíður Katal- ónunum það svo mjög að Madríd skyldi geta keypt Figo og borgað hærri fjárhæð fyrir en áður hefur þekkst. Reyndar stendur Real Madrid ekki undir þessum kaupum því liðið er rekið með gríð- arlegum halla og hefur rambað á barmi gjald- þrots um nokkum tíma.) „Eftirleikurinn“ Fyrir fjölmiðlamenn er „eftirleikurinn“ ekki síður skemmtilegur en leikurinn sjálfur, að minnsta kosti mátti sjá þá marga í essinu sínu hlýða leikmönnum yfir ótrúlegustu smáatriði í pressuherbergjunum niðri í kjallara eftir leikinn. < Viðtölin fara fram í tveimur herbergjum en ber- ast langt fram á gang þegai' fjölmiðlamenn elta stjömumar í örvæntingarfullum tilraunum til þess að fá þær til þess að segja eitthvað birtingar- hæft. Tvítugi heimamaðm-inn Xaví nýtur sér- stakra vinsælda; dæmigerð suðm’-evrópsk knatt- spyrnustjarna, smávaxinn, brosmildur, fljótur til svars og með sjálfstraust sem nægði þrjúhundrað Svíum. I honum og hinum ungu heimamönnunum í liðinu, Pujol, Gerard, Gabri og Amau, sjá Katal- ónar fram á góða daga þar sem þeir verða sjálfir burðarásamir í stórveldinu Barselóna. I viðtölum sýnir Xaví hóflega hógværð og segist ánægður með leik sinn en einnig með leik annaixa leik-4i manna liðsins, liðsheildin stóðst prófið. Frammi á gangi stökkva svo á hann nokkrir ofurfróðleiks- fúsir sjónvarps- og útvarpsmenn til að fá einka- viðtöl sem verða óhemjulega löng. Ég stend hjá og get ómögulega ímyndað mér um hvað menn- irnir hafa að spyija allan þennan tíma en Xaví baðar sig í sviðsljósinu svo íengi sem menn óska. Pujol gengur hreint til verks. Hann svarar spum- ingum um það hvernig hann tók Figo í nefið af lít- illæti. Það virðast fjölmiðlamenn ekki alveg kunna að meta og hvetja hann til þess að taka stærra upp í sig. En pilturinn heldur ró sinni: „Ég er mjög þreyttur eftir þennan leik, bæði líkam- lega og andlega. Figo er stórkostlegur leikmaður og hefur sýnt að hann leikur alltaf til sigurs.“ Hann er svo rokinn burt og segir við hákarlana á ganginum að hann svari ekki fleiri spumingum. Svona gengur þetta í tæpai- tvær klukkustund-v ir en auk Xavís og Pujol sitja þjálfararnir báðir, Simao, Luis Enrique og Dutrael einnig fyrir svör- um. Auðvitað vonaðist maður til þess að Figo léti sjá sig en úr því varð ekki. Hann á sennilega ekki eftir að vera í nánu sambandi við katalónska blaðamenn á næstunni sem enn nudduðu salti í sárin í umsögnum um leikinn og reyndu að gera eins lítið úr þætti hans og hægt var. Staðreyndin er hins vegar sú að Figo stóð sig alls ekki verst í liði gestanna, þar bragðust þeir sem áttu að taka upp merkið þegar hetjan varð sár. La Vanguard- ia, sem er eitt af fjórum stærstu blöðum Spánar og hefur aðalritstjórn sína í Barselóna, sagði í fyr- ii'sögn á forsíðu sunnudagsblaðsins: Figo féll fyr- ir Börsungum. f EI Periodico, sem er næst- stærsta blaðið í Katalóníu og hafði skrifað blóðheitan leiðara um/gegn Figo á leikdag, sagði í fyrirsögn að Börsungar hefðu gert upp reikning-^. ana við Figo og gaf þannig í skyn að þeir hefðu átt ‘ ýmislegt inni hjá honum. Madrídarpressan var öllu hógværari í skrifum sínum. E1 País gagn- rýndi fyrst og fremst lélega liðsheild Real Madrid og E1 Mundo kvað Figo hafa orðið fómarlamb út- pældrar sviðsetningar og gaf þannig í skyn að stjórnendur Barselónaliðsins hefðu átt nokkra sök á skrílslátum áhorfenda. Leiknum var svo fylgt rækilega eftir í sjónvarpi þar sem hann var sundurgreindur á vísindalegan hátt, jafnvel bún- ingsklefar leikmanna vora rannsakaðir nákvæm- lega eftir að þeir höfðu verið yfirgefnir, þar naut sín næmt auga myndavélarinnar og áhugasamur fjölmiðlungurinn. Þegar ég kom loks út úr leikvanginum, útr~ keyrður eftir að hafa fylgst með starfsbræðrum mínum sinna vinnu sinni af algeru hömluleysi vora flestir áhorfendur á bak og burt. Þó stóðu enn nokkrir langt leiddir stuðningsmenn liðsins við hlið leikvangsins og biðu eftir því að sjá stjöm- urnar halda heim á leið í bílum sínum. Skammt frá vellinum stóðu svo enn fáeinar vændiskonur sem ekki höfðu haft erindi sem erfiði á völlinn að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.