Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTONLIST SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 B 35 ---------------------------* una að sögn Haraldar. „Svo leist okkur svo vel á lagið þegar við vor- um að velja á plötuna að við skipt- um um skoðun. Textinn er um kynlífstæki, algjör viðbjóður. Ragga fannst það alltaf skemmti- legt.“ Þeir tóku lagið upp með Paul Tipler, sem var annar upptöku- stjóranna sem þeir voru að spá í á sínum tíma, en fannst hann ekki Morgunblaðið/Ásdís rétti maðurinn. „Lagið breyttist þó ekki mikið frá því sem við vorum að pæla með honum, nema það bættist við viðlag.“ Morgunkorn er lag sem varð til í hljóðverinu í Cornwall. „Við vorum búnir að taka allt upp og Paul spurði okkur hvort við værum með eitthvað meira. Við vorum með eina hugmynd og gerðum hana að lagi á staðnum sem virkaði mjög vel. Það var hálfgert grís. Svo var hent í texta og hann var tilbúinn korteri áður en söngurinn var tek- inn upp.“ 4*T „Vatnið er lag sem við vorum ' búnir að ganga með í maganum og glamra á kassagítara. Svo tókum við Raggi það upp um nóttina á MiniDisc og leyfðum Paul að heyra um morguninn. Hann vildi ólmur taka það upp og setja á plötuna og við gerðum það,“ segir Heiðar, en Haraldur segir að það hafi verið rifíst um það enda fékk hann ekki að spila nema á maracas í laginu, það voru engar trommur. „Það var ekki bara það, ég vildi hafa meiri keyrslu.“ Lokalag skífunnar er Gangan.^p lag sem Botnleðja hefur verið að spila á tónleikum síðasta árið. „Það er eitt af þeim lögum sem við erum hvað ánægðastir með,“ segir Heið- ar en Ragnar segir ákveðinn: „Besta lagið á plötunni.“ Haraldur er ekki eins afgerandi: „Eitt af þremur bestu lögunum," en út- skýrir ekki frekar hver hin tvö séu. Þetta lag var tilbúið þegar þeir félagar fóru út að taka upp og breyttist ekkert í hljóðvei'inu. Þeir segja reyndar að þeir hafi verið búnir að búa sig vel undir upp- tökurnar, búnir að liggja hæfilega lengi yfir lögunum, svo lengi að þeir voru búnir að gera upp við sig hvernig þau ættu að verða, en ekki-%^ svo lengi að það mætti engu breyta. „Það var mjög gagnlegt að vinna með Paul og hann var naskur að benda okkur á það ef honum fannst ekkert vera að gerast í lög- unum.“ (Hér átti að vera ellefta lagið, grínlag sem tekið var upp i sumar- bústaðaferðinni góðu, en Ragnar kom í veg fyrir að það færi inn, segir að það sé eitt af þessum lög- um sem sé fyndið við fyrstu hlust- un en síðan ekki meir.) f - Þar sem gæði og gott verð fara saman... 0* íiktílfl frábærar BOTNLEÐJA hefur haft hljótt um sig undanarna mánuði, meðal annars vegna starfa liðs- manna erlendis undir heitinu Silt. Þeir félagar hafa þó ekki gleymt löndum sínum og brugðu sér í hljóðver að taka upp breiðskífu sem kemur út á miðvkikudaginn. Platan, sem hetir Douglas Dakota, verður kynnt í Gauknum á mið- vikudagskvöldið. Botnleðju skipa sem forðum þeir Heiðar Örn Kristjánsson, gítar- leikari og söngvari, Haraldur Freyr Gíslason trymbill og Ragnar Páll Steinsson bassaleikari, en að- stoðarmaður þeirra félaga á tón- leikum hefur verið Andri Freyr Viðarsson gítarleikari. Hann kem- ur þó ekki við sögu á skífunni. Fyrir ári tóku þeir Botnleðju- menn að undirbúa útgáfuna og tóku þá meðal annars upp nokkur lög með ólíkum upptökustjórum, þeim Paul Tipler, sem hefur meðal annars unnið með Stereolab, og Paul Reeve, sem hefur unnið með Muse. Eftir vangaveltur um fram- haldið ákváðu þeir að vinna frekar með Reeve og og tóku síðan skíf- una upp úti í Cornwall, langt frá heimsins glaumi, með Reeve við stjórnvölinn. Þeir lýsa plötunni svo: „Fyrsta lagið heitir Farðu í röð, fyrsta smáskífa af plötunni og með síðustu lögum sem við sömdum fyrir hana. Fórum í sumarbústað yfir eina helgi skammt frá Hvols- velli og sömdum þá þrjú lög, þar á meðal þetta lag. Textinn er bara „taktu númer og farðu í röð“, það er ekkert meira að segja um hann,“ segir Heiðar og verst fim- lega þegar á hann er gengið um inntakið. „Hann er um röðina á Kentucky,“ segir Haraldur til út- skýringar, en Heiðar heldur áram: „Fólk verður bara að komast að því sjálft hvað liggur á bak við textana." Næst kemur lagið Biðstöð, elsta lagið á plötunni og eitt af þeim sem voru á prufupptöku sem sveit- in gerði fyrir ári. „I þeim upp- tökum vorum við að prófa upp- tökustjóra meðal annars og fundum þann sem við unnum plöt- una með. Það hefur breyst svolítið síðan þá, enda var í því Farfisha- orgel, enda var Kristinn Gunnar Blöndal enn að spila með okkur þá,“ segir Heiðar og Haraldur bætir við að það hafi breyst tals- vert þegar þeir tóku það upp fyrst fyrir ári, síðan breyttist það aftur í meðförum þeirra þegar þeir fóru að spila það á tónleikum og svo loks færðist það nær fyrra horf þegar það var endanlega unnið fyr- ir plötuna nýju. „Textinn skýrir sig sjálfur," segir Heiðar. „Þetta er saga ungs manns sem er á leið í strætó, hann er á leið í strætó, tek- ur miða og er í biðröð á biðstöð- inni. Þetta er sami gæinn og í fyrsta laginu. Þetta lag varð fyrst til á ensku og flest lögin reyndar." „Upptöku- stjórinn náði því ekki bara hvers vegna við værum að rembast við að syngja lögin á íslensku fyrir 250.000 manna markað," segir Ragnar. „Þetta var bara eina leiðin til að gera þetta, íslenska fyrir Is- lendinga,“ segir Heiðar og bætir svo við þeim fleygu orðum: „ís- lenska er kúl.“ „Þriðja lagið, Fallhlífin, er popp- lagið okkar. Raggi var alltaf hræddastur við þetta lag, fannst það of létt,“ segri Heiðar. „Viðlag- ið í því er gamalt,“ segir Haraldur, „en lagið sjálft ekki svo gamalt, það komst ekki í þessa mynd fyrr en stuttu áður en við tókum upp.“ „I textanum er gæinn sem fór í strætó lentur í vandræðum, fall- hlífin hans klikkar og hann iamast fyiir neðan mitti, brotnar niður og þá þarf hann að grípa til plans b, sem er eimitt næsta lag. Plan B er næstelsta lag plötunn- ar, samið í Bretlandi þegar við bjuggum þar,“ segir Heiðar og Ragnar bætir við að það hafi breyst lítillega frá upprunalegri gerð. í Teldu mín mistök á Birgir Örn Steinarsson Mausverji gítarlínuna, að sögn þeirra Botnleðjumanna, en hann fór með sveitinni í stutta tón- leikaför til Hollands. „Þetta er fyrsta lagið sem var samið eftir að Heiðar kom heim frá Bretlandi," segir Ragnar og Haraldur hermir eftir félaga sínum: ,,„Ég er farinn að hlusta svo mikið á rólega tón- list,“ sagði hann og svo komu nokkur þunglyndislög í röð.“ „Þetta er gott lag og breikkar plöt- una,“ segir Heiðar til að halda uppi vörnum fyrir lagið sitt. „Textinn er mjög þunglyndislegur og segir frá mjög leiðum manni sem reikar einn um götur Lundúna og telur mistök sín,“ segir Ragnar. „Text- inn hæfir laginu," segir Heiðar. „Lag númer sex, Niðurstreymi, er kalt lag, frostlag. Frekar nýtt lag sem við týndum. Við erum van- ir að taka lög sem við erum að semja upp á MiniDisc og spá í þau síðar, en týndum þessu lagi og fundum aftur óvart sem betur fer,“ segir Haraldur. Þeir segja að þó lögin á plötuninni séu svo mis- gömul þá sé gott samhengi á henni. „Þetta er í fyrsta sinn sem við tökum plötu upp og vinnum sem heild," segir Heiðar og bætir við að yfirleitt hafi þeir verið að taka upp stök lög sem síðan var raðað á plötu. „Núna spáðum við í samhengi laganna, heildarsvip og mikið í niðurröðun til að tryggja að hún sé sem sterkust heild.“ Har- aldur segir að þeir hafi verið búnir að ákveða að hafa plötuna tíu laga áður en upptökur hófust en tóku upp þrettán lög sem síðan slógust um að komast á plötuna. „Tvö af- gangslaganna eru góð en eitt þeirra er hálfgert grín sem Raggi syngur." Zetor er sjöunda lagið, lag sem var á kynningarupptökunum áður- nefndu og átti ekki að fara á plöt- opið frá 12.00- 18.30 Nú einnig glæsilegur markaður með geisladiska, tölvuleiki, DVD myndir, myndbönd og margt fleira. Full verslun af nýjum vörum á lágmarksverði. 'ONýja markaðstorgið í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 Nýr opnunartími: Alla daga vikunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.