Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 3

Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 3
Kostir fasteignalífeyris eru ótvíræðir Möguleiki á auknum ráðstöfunartekjum sem skerða ekki lífeyrisgreiðslur frá Trygginga- stofnun Enginn tekjuskattur er af greiðslum fasteigna- lífeyris, auk þess sem hann lækkar eignaskatta Sveigjanlegar útborganirt.d. mánaðarlega eða ársfjórðungslega en einnig er hægt að fá greiðsluna út í einu lagi Hagkvæm vaxtakjör og ekki þarf að greiða afborganir né vexti fyrr en við sölu eða eigendaskipti á fasteign Ekki er hætta á að fasteignin verði nýtt um of því lánið verður ekki hærra en svo að helmingur eignarinnar stendur alltaf eftir þegar eigandi verður 85 ára. Hefur þú lagt fyrir alla ævi án þess að vita af því? Eignalífeyrir er fyrir þá sem vilja eiga kost á að fá viðbótargreiðslu við eftirlauna- eða lífeyris- greiðslur sínar með því að nýta sér þann sparnað sem safnast hefur gegnum árin og liggur í eigin húsnæði. Með fasteignalífeyri er hægt að nýta sér hluta eignarinnar á hagkvæman hátt án þess að selja hana. Hvers vegna fasteignalífeyri? Lífeyristekjur eldri borgara eru almennt lágar m.a. vegna þess að almennir lífeyrissjóðir tóku ekki til starfa fyrr en 1970 og voru ekki verð- tryggðir fyrr en 1980. Auk þess skerða allar launa- og lífeyrissjóðstekjur almennar bætur frá tryggingakerfinu. Hinsvegar er eignastaða fólks almennt góð og fasteignir að mestu skuldlausar. Fasteignin er því í raun lífeyrissjóður fjölda fólks sem komið er á efri ár. Kynntu þér Eignalífeyrisþjónustu Búnaðarbankans en í henni felst einnig: Fjármálaráðgjöf í Silfursjóðnum, en með honum geta þjónustufulltrúar bankans fundið leiðir til að hámarka ráðstöfunartekjur eldri borgara á hagkvæman hátt. Eignalífeyrisbók sem er sparireikningur sérstaklega sniðinn fyrir sparifé eldri borgara. Hún ber mun hærri vexti en sambærilegir reikningar og innstæðan er alltaf laus til útborgunar. Búnaðarbankinn í fararbroddi Búnaðarbankinn hlaut sérstaka viðurkenningu Framkvæmdanefndar árs aldraðra fyrir fram- tak sitt og þjónustu við eldri borgara. ® BÚNAÐARBANKINN Traustur banki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.