Morgunblaðið - 14.11.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 14.11.2000, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Guðmundur Öm Keldusvininu var sleppt eftir skamma viðdvöl á heimili skólastjörans. Keldusvíninu sleppt á Kópaskeri Forstjóri Símans Ekki til- efni til lækkunar gjaldskrár FORSTJÓRI Landssímans tel- ur ekki tilefni til þess fyrir Sím- ann að lækka gjaldskrá í kjölfar þess að Íslandssími er farinn að bjóða almenna símþjónustu. Telur Þórarinn V. Þórarinsson að Síminn sé vel samkeppnis- fær, þegar litið er á bæði verð og gæði. Íslandssími hyggst bjóða heimilum síma- og netþjónustu og segja forsvarsmenn fyrir- tækisins að fyrir þjónustuna greiði fólk lægra gjald en Landssíminn innheimtir. Nefna þeir 7-11% lækkun almennra heimilissímtala. Gjaldskráin stöðugt í endurskoðun Þórarinn V. Þórarinsson, for- stjóri Landssímans, segir að ekki sé að vænta sérstakra við- bragða þjá Símanum vegna samkeppninnar frá Íslandssíma. Til þess séu engin efni vegna þess að Síminn bjóði betur en aðrir í almennri símþjónustu þegar tekið sé tillit til verðs og þjónustu. Getur hann þess að í afnotagjaldi símans sé ákveðin notkun innifalin auk þess sem afsláttarleiðir séu í boði. Þórarinn segir hins vegar að gjaldskrá Símans sé stöðugt í endurskoðun og hugsanlegt að fljótlega verði sagt frá breyting- um á henni. KRISTINN Haukur Skarphéðinsson líffræðingur segir að ekkert bendi til þessað keldusvín verpi hér á landi. Ástæðan sé ekki síst sú að það séu svo fáir fuglar sem þvælist til Is- lands. Þau sjáist hins vegar hér á landi á hveiju ári. Keldusvín, sem sjáist hér á landi, séu skráð og á síð- ustu árum hafi þau verið innan við 10 flest árin. Þess sé því tæplega að vænta að fleiri en örfáir tugir keldu- svína komi hingað árlega. Eins og kom fram í Morgunblað- inu fyrir helgi fann Pétur Þorsteins- son, skólastjóri á Kópaskeri, keldu- svm undir rúmi Iijá sér fyrir skömmu en kötturinn hans hafði borið það inn. Pétur náði fuglinum áður en hann skaðaðist og sleppti honum daginn eftir. Keldusvfn er meðal fágætustu fugla á Islandi og svo skemmtilega vildi til að Pétur hafði lengi haft áhuga á að sjá slíkan fugl og hafði raunar lagt talsvert á sig til að sjá hann. Kristinn Haukur sagði að þess væru nokkur dæmi að kettir hefðu drepið keldusvín. Sem betur fer hefði það ekki orðið niður- staðan í þessu tilviki. Hann sagði að besti túninn til að sjá keldusvín væri á haustin þegar fuglar væru á ferð- inni og lentu þá stundum í vind- strengjum sem bæru þá af leið. Hann taldi ágætar líkur á að keldu- svfnið á Kópaskeri lifði veturinn af þrátt fyrir að hafa lent á Islandi fyr- ir slysni. Kristinn Haukur sagði að það væri ekki óalgengt að sjá keldusvín í nágrenni Reykjavíkur, t.d. í Vatns- mýrinni. Hann sagði að það væri hins vegar ekki rétt að til væri fslenskt afbrigði af keldusvúú en kenning um það hef- ur ratað í fúglabækur. Sá litamunur sem þar væri lýst ætti við um unga fugla og að öllum likindum væri keldusvínið á Kópaskeri ungur fugl. Sjómennirnir sem slösuðust á föstudagskvöld Sjúkraflugið tafðist um þrjár klukkustundir TAFIR í sjúkraflugi frá Egilsstöð- um urðu til þess að sjómennimir tveir sem slösuðust um borð í togar- anum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255 á föstudaginn þurftu að bíða sjúkraflugs í rúmlega þrjár klukku- stundir. Tilboð í ríkisstyrkt sjúkra- flug voru opnuð í október en enn hef- ur ekki verið gengið til samninga við flugfélögin. Að Vestfjörðum frátöld- um eru því engir samningar í gildi um sjúkraflug í landinu. Jón Grétar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri flugfélagsins Jórvik- ur, segir að beiðni um sjúkraflug hafí komið frá Neyðarlínunni rúmlega 2 aðfaranótt laugardags. Jón segir að flugfélagið hafí ekki haft hentuga vél til flugsins þar sem Piper Navaho- vél félagsins getur aðeins tekið einar sjúkrabörur. Þegar Neyðarlínan tjáði honum nokkru síðar að engir aðrir gætu flogið til Egilsstaða hafi hann fallist á að flugfélagið tæki að sér sjúkraflugið. . Flugvél félagsins lenti á flugvellinum á Egilsstöðun* um kl. 5 um morguninn. Um þremur klukkustundum síðar var komið með sjómennina tvo að vélinni. Varð að koma öðrum sjúklingnum fyrir í einu sæta vélarinnar. Þegar ræsa átti flugvélina tókst flugmönnunum hins vegar ekki að koma öðrum hreyfli hennar í gang. Sjómönnunum tveim- ur var því ekið á sjúkrahúsið á Egils- stöðum. Þegar ljóst var að flugvélin gæti ekki tekið á loft var Twin-Otter flug- vél Flugfélags íslands fengin í stað- inn. Vélin er staðsett á Akureyri en var stödd í Reykjavík, að loknu öðru sjúkraflugi. Hún kom með sjúkling- ana til Reykjavíkur upp úr hádegi. Þá voru liðnir um 13 klukkutímar frá því mennirnir slösuðust. Elna Katrín Jónsdóttir um verkfallið Snýst um hvort kennar- ar snúi aftur SAMNINGANEFNDIR framhalds- skólakennara og ríkisins áttu um þriggja klukkustunda langan samn- ingafund hjá ríkissáttasemjara í gær. Elna Katrín Jónsdóttir, for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, sagði fundinn hafa verið tíðinda- lausan og ekkert þokaðist í samningsátt. „Sífellt fleirum er að verða ljóst að framhaldsskólakennarar ætla ekki að una þessum kjörum lengur og gildir það ekki einungis um þessa kjaradeilu heldur hvort fólk snýr aft- ur til starfa,“ sagði Elna Katrín sem sagði mikla hreyfingu og óróa hafa verið í röðum kennara allt frá því í vor og því væri ekki að neita að í kjölfar verkfallsins bærust fréttir af kennurum sem væru að leita fyrir sér á öðrum starfsvettvangi. „Með hverjum deginum sem líður eykst hættan á því að það fólk sem skólam- ir þurfa helst á að halda að sé kyrrt - fari að hugsa sér til hreyfings út úr starfinu. Þetta er bylgjuhreyfing sem verður til af þessum neikvæðu aðstæðum sem kennarar búa við.“ Nýr fundur er boðaður í kjara- deilu ríkisins og framhaldsskóla- kennara í dag kl. 14:00. Skorað á samninganefndir að hraða samningavinnu Skólameistarfélag íslands sendi frá sér ályktun í gær þar sem skorað er á samninganefnd ríkisins og Kennarasambands íslands að „hraða allri samningavinnu nú eins mikið og kostur er.“ Félagið telur langvarandi verkfall valda óbætan- legu tjóni í starfi framhaldsskólanna og það sé „algjörlega óviðunnandi að starf framhaldsskólanna skuli sífellt markað löngum og harðvítugum verkföllum." Á kennarafundi í Austurbæjar- skóla var lýst yfir „fullum og óskor- uðum stuðningi við kjarakröfur framhaldsskólakennara og þær að- gerðir sem þeir hafa gripið til.“ Fundurinn skorar á ríkisvaldið að ganga til „raunverulegra samninga- viðræðna við framhaldsskólakenn- ara um að leiðrétta laun þeirra." Jafnframt eru aðrir grunnskóla- kennarar hvattir til að styðja kjara- baráttu framhaldsskólakennara. Morgunblaðið/Elín Una Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á íþrúttavellinum í Ólafsvík rétt fyrir hádegið í gær og flutti hinn slasaða til Reykjavíkur. Þyrla sótti slasaðan sjómann til Ólafsvík. Morgunblaöið. RÚMLEGA þrítugur maður fékk fiskiker í höfuðið þegar verið var að landa upp úr lest á báti í Ólafsvíkur- höfn um klukkan 10.30 í gærmorgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir hinum slasaða til Ólafsvíkur. Olafsvíkur Þyrlan flutti manninn á slysadeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss í Fossvogi í Reykjavík til frekari að- hlynningar. Kom í Ijós að hann hafði hlotið minniháttar höfuðáverka en var talsvert illa brotinn á handlegg. Þjónusta númereitt! Nvryi&r &iH~ f noív?u/Yi hflum! Til sölu MMC Pajero 2800 turbo diesel, nýskráður 4. 2.1997, ekinn 104.000 km, 5 gíra. Ásettverð 2.090.000. Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu, sími 569 5500 Opnunartímar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 laugardagar kl. 10-14 BÍLAÞINGÉEKLU Laugavegi 174, 105 Reykjavfk, sfmi 569 5500 www.bilathinq.is * www.bilathing.is • www.bilathing.is Viðbrögð við hjarta- stoppi rannsökuð VERIÐ er að kanna hvort merki hafi ekki borist frá hjartarafsjá sem tengd var sjúklingi á bráðamóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss þegar hann varð fyrir hjartastoppi með þeim afleiðingum að starfsmenn hafi ekki brugðist við því á eins skjótan hátt og unnt er. Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóri segir að við rækilega skoðun á tækjunum hafi engin bilun fundist og ekki sé Ijóst hvort merki barst frá tækinu eða ekki. Lækningaforstjórinn segir ekkert benda til þess að dráttur hafi orðið á því að sjúklingnum var sinnt. „Starfsfólkið á vakt var að hefja stofugang að morgni og herbergi þar sem sjúklingurinn lá var á móti vakt- Kannað hvort merki hafi borist frá hjartarafsjá herberginu. Við höfum enga aðra skýringu en þá að hjartastoppið hafi orðið á sömu stundu og starfsfólkið var að ganga yfir ganginn," segir Jó- hannes. Hann segir að skoðaðar hafi verið klukkur á hjartarafsjánni, á hjartastuðtækinu, á vegg í bráða- móttökunni og í herberginu þar sem endurlífgun sjúklingsins fór fram svo og klukkur starfsmanna en eng- ar þeirra séu samhæfðar. Megi því hugsanlega ætla að einhverjir hafi talið að nokkrar mínútur hafi liðið frá því hjarta sjúklings hættir að slá og þar til honum var sinnt vegna mismunandi tímaskráningar eftir mismunandi klukkum. Talið hefði verið að seinkunin hefði verið fjórar og hálf mínúta en það sé minni tínu en mesti munurinn á umræddum klukkum. Endurlífgun sjúklingsins tókst en lækningaforstjórinn vildi ekki tjá sig nánar um hann, sagði að hjartastopp væri alltaf alvarlegt. Hann taldi að hér hefði orðrómur frá spítalanum hleypt af stað sögu sem ekki ætti við rök að styðjast samkvæmt þeirri at- hugun sem fram hefði farið. Jóhannes segir skýrslu um málið á lokastigi og verður það kynnt land- lækni þegar hún liggur fyrir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.