Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Reglur um lyfjagjafír nýlega hertar Mikilvægara að settum reglum VERIÐ er að endurskoða reglur um lyfjagjöf á Landspítalanum - há- skólasjúkrahúsi eftir að kona lést af völdum bráðaofnæmis eftir ranga lyfjagjöf hjúkrunarfræðings á bækl- unardeild spítalans. Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, segir í samtali við Morgunblaðið að reglur hafi nýlega verið settar, sem hafi þá verið hertar frá því sem var og í samræmi við reynslu sjúkrahúsa erlendis. Hann telur ekki ríka ástæðu til að herða reglurnar enn frekar, heldur sé mik- ilvægara að fylgjast vel með því að farið sé eftir reglunum í starfi heil- brigðisstarfsmanna. Jóhannes telur einnig líklegt að staðlaðar reglur um lyfjagjafir á einstökum deildum verði aflagðar og gefnar verði út nýj- ar reglur fyrir spítalann í heild. Ber að skoða skráningu áður en lyf eru gefín Við innlögn á sjúkrahús er á öllum eyðublöðum, er fylgja sjúkraskrám, reitur sem á að fylla út ef viðkomandi sjúklingur hefur ofnæmi af ein- hverju tagi og fyrir hvaða lyfjum. Að sögn Jóhannesar ber heilbrigðis- starfsfólki að skoða þessa skráningu áður en lyf eru gefin. Augljóslega Braust inn en komst ekki út BROTIST var inn í tvö fyrirtæki í Bæjarlind í Kópavogi í fyrrinótt. Um klukkan fjögur 1 fyrrinótt barst lögreglunni í Kópavogi til- kynning um innbrot í veitingastað- inn Players Sportcafé í Bæjarlind 4. Þremur skjávörpum var stolið og er verðmæti þeirra talið nema um 1.200 þúsund krónum. Við rannsókn þess máls fengu lög- reglumenn vísbendingu um grunsamlegar mannaferðir við fyr- irtækið Parket ehf., sem er í Bæj- arlind 14-16. Lögreglumennirnir fóru á staðinn og sáu þar mann innandyra. Sá reyndist vera inn- brotsþjófur sem hafði brotist þar inn skömmu áður. Þegar þjófurinn varð lögreglunnar var kom mikið fát á hann. Hann reyndi þá að kom- ast út úr húsinu en án árangurs. Fór svo að lögreglumennirnir þurftu að brjóta rúðu á húsinu til að komast inn og handtaka þjófinn. Hann var yfirheyrður í gær en hann er ekki talinn viðriðinn inn- brotið í Players Sportcafé. sé fylgt hafi slíkt ekki verið gert í tilviki kon- unnar sem lést, segir Jóhannes að- spurður. „Það eru hin mannlegu mis- tök sem urðu.“ Hann telur aldrei hægt að tryggja það með fullri vissu að heilbrigðis- starfsmenn líti á skráningar í sjúkra- skrám og lyfjafyrirmælum áður en lyf eru gefin. Það sé eitt af grund- vallaratriðum í starfi heilbrigðis- starfsmanna, að reyna að fyrir- byggja að svona lagað geti gerst. Fylla þurfi í fyrmefnda reiti á eyðu- blöðunum af samviskusemi og líta eftir slíkum upplýsingum við lyfja- gjöf. „Lyfjaofnæmi er vaxandi vanda- mál í samfélaginu þannig að enn meiri ástæða er fyrir okkur að skoða þessi mál betur og ígrunda allar reglur,“ segir Jóhannes. Læknar bera ábyrgðina Á síðasta ári var bréfi dreift til lækna, hjúkrunarfræðinga og ljós- mæðra á Landspítalanum þar sem fram komu reglur um lyfjagjöf. Þar má glögglega sjá hve ábyrgð lækn- anna er mikil. Þar segir m.a. að að- eins læknir skuli gefa lyfjafyrirmæli og skrá á lyfjablað. Þar þurfi að koma fram með óyggjandi hætti upplýsingar um skammtastærð, hversu oft eigi að gefa lyfið, hvernig eigi að gefa það og hvaða læknir gaf fyrirmælin. Ef fyrirmælin séu gefin símleiðis þurfi að kvitta fyrir þau eins fljótt og auðið er og eigi síðar en sólarhring eftir að þau voru gefin. I reglunum segir einnig að lækni sé skylt að skrá lyfjafyrirmæli svo óyggjandi sé, enda sé hjúkrunar- fræðingi óheimilt að fylgja eftir lyfjafyrirmælum sem á einhvem hátt séu ófullnægjandi. Allar lyfjagjafir, einnig lausasölu- lyf, eiga að vera samkvæmt fyrir- mælum lækna, samkvæmt reglu- num. Læknum er sérstaklega bent á að skrá lyf eins og verkja-, hægða- og svefnlyf sem sjúklingar kynnu að þurfa á að halda á sérstakt blað strax við innlögn. Að sögn Jóhannesar hafa auk þessara reglna gilt stöðluð fyrirmæli á sumum deildum. Hann segir að í þessu geti falist hægðarauki en jafn- framt aukist líkurnar á vangá eða mistökum. „Reynslan sýnir að með stöðluð- um fyrirmælum er meiri hætta á óæskilegum eða hættulegum lyfja- gjöfum. Skammtastærðir geta einn- ig verið breytilegar af ýmsum ástæð- um,“ segir Jóhannes. Byrjum að æfa! 30 íslensk og erlend jólalög og -sálmar í léttum útsetningum fyrir píanó. Ómissandi fyrir jólaskemmtunina. Kemur í búðir í vikunni. Verð 2.490 kr. Mðl og mennlng malogmenning.ls Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Siðumúla 7 • Sfmi 510 2500 Morgunblaðið/Sigrún Ragnarsdóttir Ágúst Vilberg Jóhannsson, tveggja ára, hjá litlu systkinum sínum, Salvari Þór, Jarþrúði Rögnu og Þorkeli Mar. Þríburaskírn ÞRIBURARNIR á Brjánslæk á Barðaströnd voru skírðir í Bijáns- lækjarkirkju á laugardag. Sr. Sveinn Valgeirsson skírði börnin og foreldrar þeirra, Halldóra Ingi- björg Ragnarsdóttir og Jóhann Pét- ur Ágústsson, og móðursystir þeirra, Sigrún Ragnarsdóttir, héldu þeim undir skírn. Fjölmargir ættingjar og vinir voru viðstaddir skirnina, sumir komnir langt að. Segir Sigrún, móðursystir skírnarbarnanna, að þetta hafi verið mikill gleðidagur og að töluverð spenna hafi ríkt meðal kirkjugesta fyrir athöfnina, því ekki hafi verið búið að gefa upp hvað börnin skyldu heita. Þau fengu nöfnin Salvar Þór, Jarþrúður Ragna og Þorkell Mar og segir Sigrún að öll þessi nöfn sé að finna í fjölskyldunni. Sr. Sveinn Valgeirsson sóknar- prestur heldur á skírnarbörn- unum Salvari Þór, Jarþrúði Rögnu og Þorkeli Mar. Einn læknir hefur misst starfsleyfi sitt á þessu ári vegna vanrækslu í starfí Stefnir í metfjölda kvartana til landlækn- is vegna þjónustu EMBÆTTI landlæknis hafa það sem af er árinu borist hátt í 300 kvartanir vegna þjónustu heilbrigðisstarfs- fólks. Að sögn Matthíasar Halldórs- sonar aðstoðarlandlæknis stefnir í metfjölda slíkra mála þar sem kvart- anir hafi aldrei farið yfir 300 á einu ári. í árslok er búist við því að kvart- anirnar verði vel á fjórða hundraðið. Matthías segir kvartanirnar misal- varlegar, allt frá því að sjúklingur fær ekki tíma á heilsugæslustöð upp i ásakanir um alvarleg mistök í lækn- ismeðferð. Að sögn Matthíasar hefur einn læknir misst starfsleyfi á þessu ári vegna vanrækslu í staifi. Enginn hjúkrunarfræðingur hefur misst hjúkrunarleyfi á þessu ári en eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Aðspurður um ástæðu aukins fjölda kvartana til landlæknis telur Matthías það ekki merki um versn- andi heilbrigðisþjónustu hér á landi. Meiri umræða í þjóðfélaginu um svona mál sé líklegri skýring. „Fólk þekkir rétt sinn betur en áð- ur og gerir meiri kröfur. Heilbrigðis- þjónustan er einnig flóknari en áður og kannski of lítill tími gefinn fyrir sjúklingana í sumum tilfellum,“ segir Matthías. Vonir bundnar við ný lög Sökum manneklu hjá embætti landlæknis gengur afgreiðsla kvart- ana hægt fyrir sig, enn eru t.d. óaf- greidd mál frá síðasta ári. Matthías bindur vonir við að ný lög um sjúkl- ingatryggingar flýti fyrir afgreiðslu mála, en þau taka gildi 1. janúar nk. „Ég tel að lögin hafi mikla réttar- bót í för með sér fyrir sjúklinga. Öll- um stofnunum og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki verður gert að taka ábyrgðartryggingu. Með nýjum lögum munu mál ekki koma í eins miklum mæli til landlæknis og verið hefur, heldur verða þau afgreidd af Tryggingastofnun þegar um stofnan- ir hins opinbera er að ræða, en hjá einkatryggingafélögum þegar sjálf- stætt starfandi heilbrigðisstarfs- menn eiga í hlut. Fólk þarf í sumum tilvikum ekki að fá staðfestingu á að um mistök hafi verið að ræða eða ekki. Sönnunarbyrðin er oft erfið í svona málum því við þurfum ein- göngu að fara eftir gögnum. I sumum tilfellum vill fólk ekki kæra lækna. Með nýjum lögum á fólk að geta fengið bótagreiðslur, allt frá 50 þús- und krónum upp í 5 milljónir, vegna tjóns sem það hefur orðið fyrir vegna aðgerða eða aðgerðaleysis hjá heil- brigðisstarfsmanni. Sérstök úr- skurðamefnd verður starfandi hjá Tryggingastofnun og málin þurfa ekki endilega að koma til okkar. Oft er um óhöpp að ræða þar sem ekki er vænlegt að kæra lækni eða hjúkrun- arfræðing, heldur munu sjúklingar í staðinn fá bætur samkvæmt mati. Þetta eru mjög mikilvæg lög,“ segir Matthias og bætir við að lögin séu ekki afturvirk. Landlæknisembættið mun eftir sem áður fjalla um stærri mál, þar sem ásakanir eru uppi um alvarleg mistök heilbrigðisstarfs- fólks. Reglur höfðu verið hertar Matthías segir ómögulegt að segja til um fjölda hliðstæðra tilvika og þeirra er áttu sér stað á bæklunar- deild Landspítalans - háskólasjúkra- húss nýlega, þegar kona lést af völd- um bráðaofnæmis eftir að hafa verið gefið rangt verkjalyf. Hann segir mistök af þessu tagi sárafá, þau séu teljandi á fingrum annarrar handar á síðari árum. Erfitt sé að gefa upp fjölda tilvika því margir samverkandi þættir geti valdið dauðsfalli sjúkl- inga. Matthías segir að röng lyfjagjöf geti hugsanlega átt þátt I dauðsfalli. Svo augljós mistök sem urðu í tilfelli konunnar séu afar sjaldgæf, að röng lyfjagjöf valdi dauðsfalli hjá sjúklingi sem sé hraustur fyrir. Eftir fyrri tilvik, sem snerust um ranga íyfjagjöf en ekki bráðaofnæmi sjúklings, voru reglur um lyfjagjöf hertar hjá þeim spítala sem hlut átti að máli, að sögn Matthíasar. Aðspurður af hverju hliðstæð til- vik hafi ekki komist í opinbera um- ræðu áður, segir Matthías engin ákvæði til um það að tilkynna eigi slík tilvik opinberlega. Mistök eigi aðeins að tilkynna lögreglu, héraðslækni og landlækni, auk ættingja og aðstand- enda viðkomandi sjúklings. Matthías segir að heilbrigðisyfirvöld þurfi m.a. að taka tillit til óska ættingja, vilji þeir ekki opinbera umfjöllun. Oft sé álitamál hvort meint læknamistök eigi erindi við al- menning. „Svo er spuming hvort við erum eitthvað bættari með því að tala um svona atvik opinberlega. Meiru skipt- ir að taka slíkt til umræðu innan þess hóps þar sem það kemur upp og með- al heilbrigðisstarfsfólks. Yfirleitt ræðum við aldrei að fyrra bragði mál einstaklinga, í þessu tilviki konunnar komu upplýsingamar frá spítalan- um. Mikill harmleikur er í kringum svona mál, bæði fyrir þann sem verð- ur valdur að mistökum og aðstand- endur þess sem deyr,“ segir Matt- hías. -------------------- Forseti við- staddur jarðarför FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fór síðdegis í gær til Kaupmannahafnar og verður í dag, þriðjudaginn 14. nóvember, við- staddur jarðarför Ingiríðar drottn- ingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.