Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 25 ERLENT Byrjað að ná í lík fórnarlamba lestarbrunans í Austurríki Engin slökkvitæki voru í lestinni Kaprun í Austurríki. AP, AFP, The Daily Telegraph, Reuters. ÞJÓÐARSORG ríkti í Austurríki á laugardag og sunnudag vegna slyss- ins í toglestinni sem flutti skíðafólk áleiðis að Kitzsteinhorn-fjalli. Vitað er að minnst 159 manns fórust, margir þeirra ungt fólk en 18 tókst að komast út þegar eldur kom upp í lestarvagninum þegar hann var um 600 metra inni í jarðgöngum. Enn er ekki vitað með vissu hve margir voru um borð en talið að þeir hafi verið um 180. Ekki voru nein slökkvitæki um borð í vagninum, að sögn Reut- ers, vegna þess að menn töldu hætt- una á eldsvoða enga. Embættismenn fullyrða að vagninn hafi verið gerður úr málmi og eldþolnum efnum. Franskir ráðamenn hafa þegar fyr- irskipað að öryggismál í toglestum þar í landi verði könnuð vandlega. Ekki er heldur Ijóst hvað olli slys- inu í Austmríki en sjónarvottar segja að þeir hafí séð eld inni í vagn- inum áður en hann fór inn göngin. Getgátur eru settar fram um að kviknað hafi í feiti og olíu á teinum, einnig að glóð hafi myndast í raf- magnsvírum og síðan hafi eldurinn komist í fatnað og annan búnað ferðafólksins. Auk þeirra sem voru í umræddum vagni fórust þrír sem biðu í skýli við efri munna ganganna og ökumaður annars vagns sem var á leið niður og var nýkominn inn í göngin. Ekki er talið að fleiri hafi verið í vagninum sem var á niðurleið. Lestirnar geta mæst með því að nota hliðarspor í útskoti um miðbik ganganna. Lestarvagninn rennur á teinum en er ekki með sjálfstæðan vélar- búnað. Hann er dreginn upp teinana með öflugum stálköplum um þriggja kílómetra leið sem liggur að mestu leyti um brött jarðgöng. Menn óttuð- ust fýrst eftir slysið að vagninn gæti steypst niður göngin og því var ekki þorandi að láta hjálparlið fara inn um neðri munna ganganna. Eitraður reykur olli því að engin leið var að komast að vagninum meðan eldurinn geisaði fyrstu klukkustundirnar og var það ekki fyrr en á sunnudag að hægt var að fara inn í göngin. Hjálparmenn náðu í gær um 60 líkum út úr brakinu og voru þau flutt til Salzburg til að hægt væri að bera á þau kennsl. Er talið að tekið geti nokkrar vikur að bera kennsl á lík- amsleifar sumra sem fórust í slysinu. Embættismenn sögðu að með nokk- urri vissu væri hægt að fullyrða að 92 Austurríkismenn, 37 Þjóðverjar, 10 Japanar, átta Bandaríkjamenn, fjórir Slóvenar, tveir Hollendingar, einn Tékki og einn Breti hefðu far- ist. Lestarvagninn gat tekið 180 manns og talið er að hann hafi verið fullur. Eldurinn var svo mikill að stór hluti af lestarvagninum bráðnaði. Ál- ið í gólfi og þrepum vagnsins hitnaði svo mikið að skíðaskór fólksins höfðu bráðnað. Logatungur og reyk- ur þeyttust upp göngin sem eru mjög brött og virkuðu því eins og reykháfur, soguðu loft inn að neðan- verðu. Margir farþegarnir komust út, þeir sem fóru upp göngin létust úr reykeitrun en þeir sem fóru niður að neðri munna ganganna komust lífs af. Erfiðar aðstæður Um 110 hjálparmenn voru á staðnum í gær og bjuggu sig undir að starfinu yrði haldið áfram alla nóttina. Franz Lang, yfirmaður í lögreglunni í Salzburg, sagði að starfið væri þess eðlis að stöðugt þyrfti að skipta um fólk í hópnum, fólk ynni ekki lengur í köldum og dimmum göngunum en í eina og hálfa klukkustund í senn og fengu margir áfallahjálp. Að sögn réttar- læknis við háskólasjúkrahúsið í Salz- burg, Edith Tutsch-Bauer, voru mörg líkin svo illa brunnin að þau voru óþekkjanleg. Verður notast við samanburð á DNA-erfðaefni til að bera kennsl á hina látnu. Meðl hinna látnu voru Austurrík- ismaðurinn Josef Schaupper, heims- meistari í risasvigi, einnig þýska skíðakonan Sandra Schmitt og for- eldrar hennar. Hún varð heims- meistari í skíðafimi í fyrra. Þeir sem ekki komust út úr lestarvagninum æptu á hjálp í örvæntingu sinni, margir áttu erfitt með að hreyfa sig vegna þess að þeir voru búnir að setja upp skíðaskóna. Sagt er að þeir sem brunnu inni í vagninum hafi margir verið börn og unglingar. Eldsvoðinn í toglestarvagninum Talið er að allt að 170 manns hafi farist er eldur braust út í toglestarvagni í austurrísku Ölpunum á laugardag. í vagninum voru skíðamenn á leið að Kitzsteinhorn-fjalii. Kitzsteinhom (3,200m) 100 km ÞYSKALANÐ Skíðabrekkur Skíðamiðstöð (í um 2.450 m hæð) Þar létust þrír farþegar á biðstöð, þeir dóu úr reykeitrun. / Önnur toglest á leið niður göngin Ökumaður hennar fórst einnig en ekki ervitað hvort farþegar vorn í lestinni. Lestin stöðvaðist um 600 metra frá neðri munna ganganna. Neðri munni jarðganganna Brautarstöðin í 911 metra hæð yfir sjávarmáli Lestin er toguð upp hlíðina með stál- köplum sem liggja að efstu brautarstöðinni í fjallinu. Enginn vélbúnaður eða eldsneyti er því um borð ísjálfri lestinni. Talið erað eldurinn hafi kviknað aftar- lega í lestinni. Farþegar fórust er eldur og reykur bárust upp á við. Tólfmanns, þ. á m. tvö börn, flúðu með því að brjóta rúður iglugga afturhluta lestarinnar. Lestarkerfið er nefnd Gletscherbahn Heildarlengd er 3,900 m Jarðgöngin eru 3,000 m Hækkunin er 1,535 m Meðalhalli er 42,8 % Mesti halli er 50% Hraði 10 metrar á sekúndu Ferðin tekur 7 mínútur Toglestar brautarinnar eru tvær, hvor getur tekið mest 180 manns. REUTERS # Ferðin upp fjallið tekur ekki nema nokkra mínútur og sé vagninn fullur af fólki verða allii að standa. Einn af þeim sem komst af, Ger- hard Hanetseder frá bænum Gall- spach, sagðist hafa tekið eftir eldin- um um leið og lestin fór inn í göngin. „Fát breiddist út. Við reyndum í örvæntingu að opna dyrnar, skelf- ingin varð enn meiri. Vagninn varð alelda," sagði hann. „Nokkrir far- þeganna reyndu að brjóta plexigler- ið í gluggunum með skíðaskóm, skíðastöfum og öðrum búnaði. Undir lokin sá ég einhvern stökkva út og ég reyndi að ná taki á dóttur minni, ýtti henni út. Og síðan komst ég ein- hvern veginn út sjálfur." Norski Verka- mannaflokkurinn Hluta- einka- væðing Statoil samþykkt SAMÞYKKT var á landþingi norska Verkamannflokksins um helgina að einkavæða skuli að hluta ríkisolíufélagið Statoil. Jens Stoltenberg forsætis- ráðherra hafði beitt sér mjög fyrir málinu, en þótt sam- staða hafi náðst um sam- þykktina hófust strax að loknu landsþinginu deilur um hvernig beri að túlka hana. Samkvæmd frétt Aften- posten var þó enginn ágrein- ingur í flokksforystunni um túlkunina. Stoltenberg sló því föstu, að landþingið hefði samþykkt stefnu í olíuvinnslu- málum sem myndi leiða af sér skynsamlegri nýtingu olíu- og gaslindanna. Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp um hlutaeinkavæðingu Statoil fyrir jól. Samkvæmt samþykktinni á að leyfa einkafyrirtækjum að fjárfesta í fyrirtækinu. Verði það meðal annars gert með því að Statoil yfirtaki hluta af svokölluðu „Beinu ríkisfram- lagi“ (SD0E) í fyrirtækinu. Það fyrirkomulag sem nú er á eign ríkisins á Statoil kom til í tíð hægristjórnar Káre Willochs. Óttuðust hægrimenn að ríkisfyrirtækið yrði of fyrirferðarmikið í hin- um norska hluta Norðursjáv- arins. Það erflott að versla á Islandi Travolta verslar á Islandi Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur verslun erlendra feróamanna í íslenskum búóum aukist um tæplega 23% miðað við sama tima á sióasta ári. Sérvöruverslanir standast vel samanburð vió verslanir erlendis og merkjavara er oft ódýrari á ístandi. Það erflott að versía á Istandi - og gott.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.