Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Djasstónleikar í Borgarleikhúsinu Breska tímaritið Blueprint Jarðhæð suðurhluta listasafnsins í Hafnarhúsinu. Islensk hönnun og arkitektúr lofuð BRESKA tímaritið Blueprínt, sem sérhæfír sig í arkitektúr og hönnun tók nú í haust ýmsar byggingar ís- lensku arkitektastofunnar Studio Granda til umfjöllunar. Arkitekta- stofan er í eigu þeirra Margrétar Harðardóttur og Steve Christer og er ekki annað að sjá á Blueprínt en að blaðamaður hafi hrifist af hönnun þeirra og er greinin ítarlega mynd- skreytt. Listasafn Reykjavíkur í Hafnar- ;húsinu er tekið til umfjöllunar, ásamt bflastæði Kringlunnar, ráðhúsi Reykjavíkur og húsi hæstaréttar. Sérstætt, myndrænt sjónarhom ljós- myndara tímaritsins eykur innsýn lesenda þá enn frekar. „Hjá Studio Granda eru þau Steve Christer og Margrét Harðardóttir. Verk þeirra teygir sig út fyi-ir hefð- bundin endimörk arkitektúrs og nær þess í stað yfír í landslag og búsetu í annars hrjóstrugum en fallegum heimi. Þá kemur einnig á óvart að verkefni þeirra búja jafnan yfir litlum og sérstæðum þáttum hönnunar,“ segir í Blueprínt. Hönnun þeirra á bflastæði Kringl- unnar er til að mynda sögð bera frek- ar einkenni haglegs skipulags en :byggingar og með ráðhúsinu er nátt- úran sögð látin líkja eftir tískunni. Umfjöllun tímaritsins um Listasafn Reykjavíkur er þó e.t.v. einna ítar- legast myndskreytt og safnið sýnt jafnt að innan sem utan. Hefur Blue- print, sem telur safnið mest krefjandi verkefni þeirra til þessa, eftir Christ- er að erfiðasti hluti hönnunarinnar hafi falist í því að tengja saman ólíka hluta safnsins. Horft inn í einn af sölum safns- ins úr húsagarðinum. Listasafn Reykjavíkur í Hafnar- húsinu. Skyggninu yfir andyr- inu líkir Christer við að hnífur sé látinn kljúfa smjör. Súlur á bflastæði Kringlunnar eru einnig ljósastaurar. „Enn á ný kýs Studio Granda að tengja saman landslag og undirbygg- ingu,“ segir í tímaritinu sem kveður ljósmyndir af Reykjavík um aldamót- in hafa átt sinn þátt í hugmyndum Christers og Margrétar að hönnun safnsins. Og vitnar blaðamaður í Margréti er segir þau nota minning- ar fortíðar til að leiða gesti til fram- tíðar. „Verkefni Studio Granda eru at- hyglisverð vegna þess ásetnings þeirra að nota jafnt stór sem lítil form - sem og gamanseminnar sem þar er að finna; þetta ánægjuleg hönnun sem fyllir rökhyggju lífi,“ er mat Blueprint sem að lokum lfldr Lista- safninu í Hafnarhúsinu við bandalag skipulags og skreytilistar. Hönnun listasafnsins fær þá enn frekari um- fjöllun í fréttaritinu Building Design sem m.a. lfldr hönnun safnsins við Tate Modern-listasafnið í Bretlandi. TÓNLEIKAR undir yfirskriftinni „Hansa“ þar sem Jóhanna Vigdís Amardóttir syngur uppáhaldslögin sín verða á Stóra sviði Borgarleik- hússins annaðkvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20.30. í fréttatilkynningu segir: „Tón- leikar Hönsu eru enn einn liður í starfsemi Borgarleikhússins og er markmið þeirra meðal annars að fullnýta þetta glæsta leikhús þegar ekki eru leiksýningar á fjölunum. Um leið er leitast við að kynna þá listamenn sem starfa við leikhúsið og margvíslega hæfileika þeirra betur. A efnisskrá tónleikanna eru eink- um lög eftir Cole Porter og Thomas „Fats“ Waller, eins konar úrval af uppáhaldslögum leik- og söngkon- unnar og eiga þau það flest sameig- inlegt að fjalla um ástina. Óskar Ein- arsson útsetti lögin og eru þau flest í hinum gamla en ávallt ferska jazz- stfL Jóhanna Vigdís Amardóttir út- skrifaðist sem leikari frá Leiklistar- skóla íslands vorið 1999 og hefur einkum starfað í Borgarleikhúsinu þar sem hún er í hópi fastráðinna leikara. Hún hefur leikið og sungið í fjómm söngleikjum síðastliðin 5 ár: I Hárinu, Grease, Litlu hryllingsbúð- inni og nú í Kysstu mig Kata. Einnig leikur hún Regan, dóttur Lés kon- ungs í samnefndu leikriti Williams Shakespeare, sem sýnt er um þessar mundir í Borgarleikhúsinu. Auk leikaramenntunar hefur Jóhanna Vigdís lokið burtfararprófi í söng og píanóleik frá Tónlistarskóla Garða- bæjar og þar að auki hefur hún lokið BA-prófi í frönsku frá Háskóla ís- lands. Gestasöngvari á tónleikunum er Selma Bjömsdóttir en hljómsveitina skipa Óskar Einarsson, píanóleikari, Sigurður Flosason, saxófónleikari, Birgir Bragason, kontrabassaleik- ari, og Halldór Gunnlaugur Hauks- son sem spilar á trommur. Auk þess taka dansarar frá íslenska dans- flokknum þátt í tónleikunum, þær Hildur Óttarsdóttir, Hlín Diego Hjálmarsdóttir og Katrín Johnson.“ Af mennsku innihaldi Tonlist Lunghultskirkja TÓNLEIKARÖÐ TÓN- SKÁLDAFÉLAGS ÍS- LANDS í SAMVINNU VIÐ REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVRÓPU ÁRIÐ 2000 Caput flutti verk eftir Atla Ingólfsson, Hauk Tómasson, Svein Lúðvík Björnsson og Snorra Sigfús Birgisson undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Laugardaginn ll.nóvember kl. 17. ÞEGAR haldið er að heiman í för til annarra landa er góður siður að kasta kveðju á heima- menn með því að sýna hvað fólg- ið sé í farteskinu. Áð þessu sinni vom það félagar í Caput-hópnum sem boðuðu til kveðjutónleika fyrir för til Italíu og Tékklands; á efnisskránni ný íslensk tónlist. Tónleikamir hófust á Object of Terror eftir Atla Ingólfsson. Nafnið kviknaði af lestri texta eftir Hölderlin um eyðileggingu sem uppsprettu nýs lífs. I efnis- skrá er tónverkinu líkt við mál- verk; með því að fela pensilförin beinist athyglin að fletinum sjálf- um. „Þetta þýðir að tónefnið er svo samsúrrað að það hættir að bera upplýsingar í sjálfu sér, verður bara eins konar massi sem liggur að baki því sem ger- ist. Til dæmis hafa keðjur hljóma sem hafa engan upphafs- eða endapunkt, mynda bara stöðuga, einsleita hreyfingu - ákveðinn lit tímans ef svo má orða það - og sama gildir um rytmann og tóna- raðirnar. Þennan massa má þó þétta og þynna á ýmsan hátt, og ólíkar hliðar hans eru í forgranni verksins hverju sinni. Vinnan með ýtrastu möguleika á sam- setningu nótnanna hefur leitt í ljós notagildi þríhljóma, þeir hafa tölfræðilega eiginleika sem erfitt er að horfa framhjá, og era mikilvæg byggingareining áður- nefnds tón- og rökmassa. En pensilforin era sumsé horfin úr framvindu verksins, og með þeim hverfur ákveðin tegund tjáningar eða frásagnar, og jafnvel ákveðin tegund samhengis, hversu mikið áhyggjuefni sem þessi skortur á venjulegu „mennsku" innihaldi kann að vera. Á íletinum stendur eftir ferli úr einu ástandi í annað, frá kyrrstöðu til hreyfingar, eyð- ingu til uppbyggingar, frá í-ytma til röddunar, frá röddun til hljóms og frá hljómi til hljóðs. Beggja vegna við leiksvæðið era síðan uggvænleg úthverfi: Ann- ars vegar þar sem tungumálið fellur saman inn í hrein rök, en hins vegar þar sem það leysist upp í hreint hijóð.“ Hvað er „mennskt" innihald og má tengja tónlist við rök- fræði? Er það mannlegt að hafa tæknilega fullt vald á verki sínu? Telst það rökvísi að gæða einfalt efnið lífi og hefja það á æðra stig listsköpunar? Verk Atla er skrif- að fyrir kammersveit en er að stóram hluta tví- og þríradda, eða tví- og þrílita: fremst era strengjahljóðfæri, þá blásarar og loks píanó og slagverk. Hver hópur myndar eitt hljóðfæri, einn lit, og blöndun þeirra er sí- breytileg. Þótt höfundurinn ótt- ist að efnistökin kunni að virðast vélræn tekst honum að glæða samspil litanna síbreytilegu lífi og ljá innihaldinu - þrátt fyrir allt - „mennskan" svip. Rökin fyrir mennsku og ómennsku tónlistarinnar liggja hulin. Fyrr í haust flutti Caput Talnamergð eftir Hauk Tómas- son fyrir sópran og kammersveit í Salnum í Kópavogi. Verkið er við ljóð Wislöwu Szymborska í þýðingu Þóru Jónsdóttur og lýsir einsemd skáldsins í heimi fólks- mergðar og þyss fjöldans. Hauk- ur blandar saman söng og hljóð- færaleik með og án mögnunar. Þessi tilraun tókst ekki vel á tón- leikunum í Salnum því blöndun raddar og hljóðfæra var í molum. Að þessu sinni var allt annað uppi á teningnum. Hljóðfæravef- urinn var fínlegri og skyggði ekki lengur á sönginn svo nú mátti hæglega fylgjast með framvindu verksins. Þessi breyt- ing var til stórkostlegra bóta; það mætti jafnvel segja að hul- unni hafi verið svipt af verkinu og það nú hljómað í fyrsta sinn. Sveinn Lúðvík Bjömsson er tónskáld á kyrrlátum nótum. Verk hans era mörg hver stutt en gædd óvenjulegri friðsæld. Kvintettinn fyrir fiðlu, selló, flautu, klarinett og píanó var saminn árið 1996 og er í þremur samhnýttum köflum. Þeir era allir hljóðlátir en tengjast með örfínum þræði skerandi tvíundar á háu tónsviði fiautu og klarin- ettu. Flæði tónlistarinnar er hægt en stöðugt, þar til kemur að síendurtekinni hendingu sem aldrei virðist ætla að taka enda. Miðað við sibreytileika verksins fram að því var þessi tómlega endurtekning eins og framandi gestur. Loks rjúfa selló og fiðla stöðnunina með ljúfsára niður- lagi. Tónleikum Caput-hópsins lauk með framflutningi á konsert eftir Snorra Sigfús Birgisson. Það telst jafnan til mikilla tíðinda þegar nýtt verk hljómar eftfr Snorra Sigfús. Hann hefur ekki aðeins tekist á við kammertónlist heldur einnig verk í stóram for- mum. Þar er skemmst að minn- ast píanókonserts sem saminn var fyrir Sinfómuhljómsveit Norðurlands um árið. Að þessu sinni ber tónskáldið á borð kons- ert fyrir kammersveit. Lýsing Atla Ingólfssonar á eigin verki kemur á margan hátt heim og saman við efnistök Snorra Sig- fúsar í Caput-konsertinum. Þess er vandlega gætt að ekkert eitt hljóðfæri skeri sig úr „myndflet- inum“ heldur að hver hljóðfæra- hópur myndi eina sterka heild. Verkið er í einum þætti. Það byggist á þéttum hljómalögum, samsett á marga ólíka vegu með mismunandi hrynjandi hvers hljóðfærahóps fyrir sig. Fyi-ir bragðið verður myndflöturinn einsleitur á köflum því stöðugt er allur massinn að verki, sjaldan rifar í gegn. Styrkleiki verksins felst í öram taktskiptum; það er í sífelldri mótun, snýst í kringum sjálft sig af ofurafli líkt og log- andi eldhnöttur í leit að hvíld í tóminu. Niðurlag verksins er sérlega vel skrifað. Þar er sem óþrjótandi orkan finni sér farveg í mögnuðum hljómhvörfum; það slaknar á spennunni; hrynjandin leitar hvíldar í hljómnum. Caput-hópurinn hefur undir- búið ferð sína af kostgæfni. Flutningur var í alla staði glæsi- legur. Sérlega ánægjulegt var að heyra hversu miklum stakka- skiptum verk Hauks hafði tekið í flutningi Mörtu og hópsins og frumflutningurinn á verki Snorra Sigfúsar var afar magnaður. Guðmundur Óli hafði þar í nógu að snúast og leiddi hljómsveitina af miklu öryggi sem og í „hryðjuverki" Atla og söngljóði Hauks. Gunnsteinn Ólafsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.