Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 37
Nýjar bækur
• ÚT er komin bókin Jólasvein-
arnir þrettán, jólasveinavísur.
Bók þessi kom fyrst út haustið
1998 en hefur síðan verið endur-
prentuð tvisvar.
í fréttatilkynningu segir: „í
bókinni eru vísur á íslensku,
dönsku og ensku um íslensku jóla-
sveinana, Grýlu, Leppalúða og
jólaköttinn. Segir þar frá sveinun-
um þrettán, sonum Grýlu og
Leppalúða, sem koma til byggða
fyrir jól, einn á dag frá 12. til 24.
des. og hverfa síðan, einn í senn,
sá síðasti á þrettándanum.
Bókin, sem öll er litprentuð, er
skreytt með sérhönnuðum út-
saumuðum myndum eftir höfund-
inn. Eru myndirnar saumaðar úr
íslensku einbandi með gamla
krosssaumnum, en leiðbeiningar
um saumgerðina er að finna aftast
í bókinni.“
Útgefandi er Elsa E. Guðjóns-
son. Bókin er 64 bls, 10,5x10,5 cm
og fæst í bókabúðum. Leiðbein-
andi verð: 990 krónur.
Sýning á frummyndum bókar-
innar Jólasveinarnir þrettán -
ásamt kynningu á íslensku jóla-
sveinadagatali saumuðu með hlið-
sjón af þeim -hefur verið sett upp
í Minjasafninu á Akureyri og
verður opin fram á þrettándann
2001.
• ÚT er komin bókin Barnadag-
ur i Óiátagarði eftir Astrid Lind-
gren með nýjum myndskreyting-
um eftir Katrin Engelking í
þýðingu Sigrúnar Arnadóttur.
Börnin í Ólátagarði ákveða að
halda barnadag fyrir Kristínu litlu
eins og þau frétta að gert sé í
Stokkhólmi. Til að byrja með eru
ólætin engu lík en smám saman
komast þau að raun um að rólegri
leikir henta Kristínu betur og slík-
um barnadegi er líka gaman að
taka þátt í.
Bókin er 32 bls., prentuð í Belg-
íu. Mál og menning gefur út, leið-
beinandi verð er 1.790 krónur.
• ÚT er komin bókin Lína beldur
afmælisveislu eftir Astrid Lindgren
í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Sag-
an er úr bókinni Lína langsokkur
sem fyrst var gefin út árið 1945, en
þýski listamaðurinn Rolf Rettich hef-
ur nú skreytt hana nýjum myndum.
Línu langsokk þekkja allir krakk-
ar. Hér heldur hún afmælisveislu
fyrir Tomma og Önnu og þar gengur
töluvert á. Hesturinn og apinn taka
þátt í fjörinu en sem betur fer er mis-
skilningur að vofur séu á ferðinni.
Bókin er27 bls., prentuð íBelgíu.
Mál og menninggefur út Leiðbein-
andi verð: 1.890 krónur.
• ÚT eru komnar tvær bækur um
Stubbana (Teletubbies):
Litla lambið og Snjóstubburinn.
Höfundur texta er Andrew Daven-
port, Oddný Jónsdóttir þýddi.
í fréttatilkynningu segir: „Sjón-
varpsþættimir um Stubbana (Tele-
tubbies) hafa farið sigurför um heim-
inn að undanfömu og hafa nú í haust
einnig slegið í gegn hjá bömum hér á
landi. Nú eru tvær bækur um þessa
skringilegu og indælu félaga komnar
út á íslensku og nefnast þær Litla
lambið og Snjóstubburinn. í bókun-
um lenda þau Lalla, Tinki Vinki,
Dipsi og Pó í ævintýrum að vanda en
allt fer vel að lokum. Bækurnar em
ætlaðar yngstu lesendunum.“
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bækumar eru 24 bls. hvor, prentað-
ar f Englandi. Leiðbeinandi verð er
690krónur.
• ÚT em komnar tvær bækur um
aðalpersónumar í teiknimyndinni
frá Disney, Toy Story 2. Þessar
harðspjaldabækur heita Viddi fer á
kreik og Bósi kemur til bjargar.
í fréttatilkynningu segir: „Bæk-
urnar era með hendur og fætur og
eru því eins konar tuskudúkkur um
leið, sannkallaðar „leikbækur". Þær
era ætlaðar yngstu lesendunum."
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bækurnar eru framleiddar í Kína.
Hvor bók er 14 bls. Leiðbeinandi
verð er 790 krónur.
Dramatísk stjarna
TONLIST
Kírkjuhvoll
SÖNGTÓNLEIKAR
Elfn Ósk Óskarsdóttir og Gerrit
Schuil fluttu Wesendonk Lieder
eftir Richard Wagner, Qóra ljóða-
söngva eftir Jóhannes Brahms og
óperuaríur eftir Bellini, Verdi,
Cataiani, Puccini og laugardag
kl. 17.
VAL verkefiia sem flytja skal á
tónleikum er ekki síður vandasamt en
flutningur verkanna sjálfra. Elín Ósk
Óskarsdóttir og Gerrit Schuil hófu
tónleika sína á laugardaginn með
Wesendonk-ljóðunum eftir Richard
Wagner. Elín Ósk hefði gert sér upp-
haf tónleikanna auðveldara með
heppilegra verkefnavali. Þegar
söngvai-i þarf að reiða sig á nótm- á
einsöngstónleikum, er verkið einfald-
lega ekki fullæft til flutnings. Nótum-
ar verða eins og múr milli flytjanda og
hlustenda og það persónulega sam-
band sem þarf að skapast milli þeirra
næst ekki. Elín Ósk söng þetta þó
prýðilega; en það vantaði talsvert á að
túlkunin næði í gegnum nótnapúltið.
Leikur Gerrits var yndislegur eins og
vænta mátti, og gegnsæ og brothætt
eftirspil laganna vora lista vel spiluð.
Annan tón kvað við í ljóðasöngvum
Brahms. Þar var nótnapúltinu lika
skúbbað bakvið tjald, og söngkonan
gaf sig áheyrendum á vald. Niður-
staðan var söngkonunni veralega í
hag, því hún naut sín vel í flutningi
laganna og söng þau líka af miklu list-
fengi. I Liebestreu, þar sem móðir
reynir að koma vitinu fyrir ástsjúka
dóttur sína vora dregnar upp skýrar
andstæður í örvæntingu móðurinnar
annars vegar og stilltrar, og óhvikull-
ar tryggðar stúlkunnar. í Meine
Liebe ist Griin, var túlkunin hlaðin
spennu og óþreyju Ijóðmælanda sem
ræður sér ekki af ást og hamingju.
Annað harmljóð, er Immer leiser
wird mein Schlummer, sem er eitt
fegursta lag Brahms. Þar er sungið í
orðastað deyjandi stúlku, sem á sér
þá einu ósk að fá að sjá ástina sína
einu sinni áður en hún er öll. Sársauk-
inn í þessu Ijóði er magnaður og lag
Brahms heltekið trega. Elín Ósk og
Gerrit fluttu þetta í einu orði sagt frá-
bærlega vel. Síðasta Brahmslagið var
Botschaft, glæsilega sungið og leikið.
Eftir hlé var komið að því sem beð-
ið var eftir; að heyra Elínu Ósk syngja
óperaaríur. Þama var ekki slegið af í
verkefnavalinu; hver stórarían af
annarri; di'amatískar aríur margra
þekktustu kvenpersóna óperabók-
menntanna. Sú fyrsta var Júlía úr óp-
eranni I Capuleti e i Montecchi um
Rómeó og Júlíu eftir Bellini. Róm-
ansa Júlíu úr fyrsta þætti: Oh! Quante
volte: Júlía er neydd til að gitast
Tebaldo þótt hún elski bara Rómeó; -
þetta er magnað drama og tónlistin
glæsilegt dæmi um „bel canto“, þar
sem röddin fær að njóta sín til hins
ýtrasta í löngum, rismildum og breið-
um hendingum. Eh'n Ósk fór á kost-
um í þessari lýrísku dramatík. Hlut-
verk Leónóra í II trovatore eftir
Verdi hefur hún sungið á sviði, og á
tónleikum söng hún aríu úr fjórða
þætti: D’amor sull’ali rosee, þar sem
Leónóra stendur fyrir utan fangelsið
sem hýsir ástina hennar, Manrico; -
hún ætlar að freista þess að frelsa
hann, en syngur honum fyrst þennan
dramatíska ástaróð. Söngur Elínar
Óskar var stórglæsilegur; agaður en
músíkalskur og þrunginn tilfinningu
geðshræringar Leónóra. Aida var
næsta hetja og arían Ritorna vincitor
úr fyrsta þætti ópera Verdis. Ekki olli
Elín Ósk vonbrigðum í þessu hlut-
verki, og söngur hennar sem fyrr
stórgóður. Aríumar Ebben, n’andro
lontana úr La Wally eftir Catalani og
Sola perduta abbandonata úr Manon
Lescaut eftir Puccini ráku lestina og
mikið óskaplega var gaman að heyra
Elínu Ósk syngja þær. Þessi góða
kvenpersóna, sem stendur á barmi
hengiflugs, shtin og tætt milli skyldu-
rækni annars vegar og tilfinninga
sinna hins vegar; - milh ástar og eftir-
sjái-; - milli skynsemi og ástríðu - hún
leikur í höndum Elínar Óskar. Radd-
lega er Elín Ósk á miklum toppi, og
ætti að hafa þessi dramatísku sópran-
hlutverk algerlega á valdi sínu. Það
era vandfundnar söngkonur með
þessa raddtýpu hér á landi, jafn góðar
og Elín Ósk er nú. Nú er ekki eftir
öðra að bíða en að heyra hana í bita-
stæðu hlutverki í íslensku óperanni.
Manon Lescaut, Norma, Luisa Mill-
er, Agatha í Freischiitz eða Lenora í
Fidelio. Það væri óskandi að fá að
heyra Elínu Ósk í einhveiju þessara
hlutverka. Það var líka sérstaklega
ánægjulegt að heyra í Gerrit Schuil
aftur á tónleikum hér. Hann átti sann-
arlega sinn þátt í að gera þessa tón-
leika jafn góða og glæsilega og þeir
vora, þrátt fyrir áður nefndan vand-
ræðagang í upphafi þeirra. Þeim
Gerrit og Elínu Osk var gríðarlega vel
tekið og þakkað með innilegu klappi
og fagnaðarópum.
Bergþóra Jónsdóttir
Eitt af verkum Eriu Þórarinsdóttur.
Hlýtur bandarískan
starfsstyrk
SJÓÐUR Pollock-Krasners í
Bandaríkjunum hefur ákveðið að
veita Erlu Þórarinsdóttur mynd-
iistarmanni starfsstyrk til eins
árs.
Sjóðurinn, sem er til húsa í New
York, var stofnaður árið 1985, eft-
ir lát Lee Krasners, en hún var
mikilsvirtur málari og ekkja Jack-
sons Pollacks myndlistarmanns.
Sjóðurinn veitir alþjóðlega styrki
til starfandi listamanna á ári
hveiju. Uthlutunin ræðst af mati á
Hstrænni hæfni og fjárhagslegri
þörf einstakra listamanna.
Einn íslenskur listamaður,
Brynhildur Þorgeirsdóttir mynd-
höggvari, hefur áður hlotið styrk
úr sjóði Poliock-Krasners.
Erla Þórarinsdóttir útskrifaðist
frá Konstfack-skólanum f Svíþjóð
1981 og hefur sfðan starfað sem
myndlistarmaður, hönnuður og
kennari. Þess má geta að nú
stendur yfir sýning á verkum eftir
Erlu í anddyri Hallgrfmskirkju.
Háskólatönleik-
ar í Norræna
húsinu
HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í
Norræna húsinu á morgun, mið-
vikudag, kl. 12.30. Þá flytur kam-
merkórinn Vox Academica verk eft-
ir Anton Brackner, Javier Busto,
Jane Marhall, Randall Thompson,
William Walton og Bára Grímsdótt-
ur.
Vox Academica er sjálfstæður
kammerkór fyrrverandi félaga Há-
skólakórsins.
Kórinn hefur starfað í 4 ár.
Stofnandi kórsins og núverandi
stjómandi er Hákon Leifsson.
Aðgangseyrir er kr. 500. Ókeypis
er íyrir handhafa stúdentaskírteina.
2000
Þriðjud. 14. nóv.
SALURINN, KÓPAVOGI KL 20
íslensk tónlist í lok 20. aldar: Fram-
tíðarsýn
Kammertónleikar yngstu kynslóðar-
innar.
Á efnisskrá eru rafverk, kammerverk
og ný verk.
• •
Ondvegis-
konur í
opnum
samlestri
LEIKFÉLAG Reykjavíkur
efnir til opins samlesturs á
leikritinu „Öndvegiskonur" eft-
ir Wemer Schwab og tertukaff-
is í matsal Borgarleikhússins í
kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20.
Leikritið „Óndvegiskonur"
gerist í eldhúsi Emu en þar sit-
ur hún ásamt Grétu og Mæju.
Þær reyna að láta sér líða vel,
þótt líf þeirra virðist fremur
gleðisnautt, fjargviðrast yfir ör-
lögum sínum og óhamingjunni
sem fylgir því að eiga böm er
virða ekki vilja mæðranna.
Mæja reynii- að fegra ástandið
og breiða yfir staðreyndir. Kon-
umar láta sig dreyma um annað
líf, en þegar draumar þeirra
ganga ekki saman er vá fyrir
dyram. Afar fyndin lýsing á
hryllilegu lífi öndvegiskvenna
eftir eitt athyglisverðasta leik-
skáld Evrópu síðustu ára.
I hlutverkum öndvegis-
kvenna era Hanna María
Karlsdóttir, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir og Sigrún Edda
Björnsdóttir
Wemer Schwab er fæddur 4.
febrúar 1958 í Graz í Austur-
ríki. Hann stundaði nám við
listaakademíuna í Vínarborg
hjá Bruno Gironcoli (1978-
1982). Bjó eftir það á bóndabæ í
Steiermark-héraði og stundaði
skriftir og skógarhögg. Fyrsta
verk Schwab var eintal fyrir
stúlku og var frumflutt á dis-
kóteki í fæðingarbæ hans, Graz,
árið 1987. Sama ár lauk hann
við Öndvegiskonur (Die Prási-
dentinnen) og sendi það til þjóð-
leikhússins í Vínarborg, þar
sem það var framsýnt sjö áram
síðar. Eftir framsýningu á verki
hans Ubergewicht: unwichtig:
Unform, evrópskur kvöldverð-
ur í Sehauspielhaus í Vínarborg
í janúar 1991 fóru menn að taka
eftir þessu unga leikritaskáldi,
sem varð eins konar stjama eft-
ir frumsýningu á Volksvem-
ichtung, (Þjóðarmorð) í Kam-
merspiele-leikhúsinu í
Munchen, 25. nóvember 1991.
Wemer Schwab fannst látinn
í íbúð sinni á nýársdag 1994, illa
farinn af áfengis- og eiturlyfj-
aneyslu. Þá höfðu meira en
íjöratíu leikhús í Evrópu tekið
verk hans til sýninga. Eftir
hann liggja um það bil tuttugu
leikrit.
Leikstjóri „Öndvegiskvenna“
er Viðar Eggertsson en Snorri
Freyr Hilmarsson sér um leik-
mynd og búninga. Þýðandi
verksins er Þorgeir Þorgeirs-
son. Verkið er framsýnt í Borg-
arleikhúsinu í janúar 2001.
Aðgangseyrir er 1.000 krón-
ur og er kaffi og tertusneið inn-
ifalin í verðinu.
Aldarminning öndvegisklerks
BÆKUR
Minningarit
HIÐ FAGRALAND
VONANNA
Benjamín Kristjánsson 1901-2001.
Kristján Baldursson valdi efnið og
hafði umsjón með útgáfu. Æviágrip
og ritaskrá eftir séra Bjöm Jóns-
son. Ásprent/POB, 2000,335 bls.
SÉRA Benjamín Kristjánsson á
Laugalandi, prestur til Grandar-
þinga í Eyjafirði um 35 ára skeið
(1932-1967), var óefað einn af höfuð-
klerkum landsins á sinni tíð. Gáfað-
ur, vel lesinn, mælskumaður svo að
af bar og ritfær í besta lagi. Vinsæll
var hann í sóknum sínum og víðar, en
ekki óumdeildur fremur en aðrir
sem nokkuð era fyrirferðar. Hann
var einarður, skoðanafastur og sókn-
djarfur. Til frjálslyndra guðfræðinga
taldist hann og aðhylltist spítitisma.
Hann ritaði ókjörin öll. I ritaskrá,
sem hér er í bókarlok eru taldar tutt-
ugu bækur og sérprentuð rit og rit-
gerðir, hugvekjur, greinar, afmælis-
greinar, eftirmæli og ritdómar era
hátt á fimmta hundraðinu. Þá er
ótalinn fjöldi óprentaðra skrifa.
Langmest virðist mér hann hafa rit-
að guðfræðilegs eðlis, en einnig era
eftir hann merk ritverk um sagn-
fræði, héraðssögu og ættfræði. Hæst
hygg ég að beri þar fjögur þykk
bindi af vestur-íslenskum æviskrám.
Séra Benjamín var fæddur árið
1901 og lést árið 1987. Hafði hann þá
verið óvinnufær vegna vanheilsu í
um hálfan annan áratug. Bók sú, sem
hér birtist, er gefin út í tilefni ald-
arafmælis séra Benjamíns. Séra
Bjöm Jónsson ritar þar í upphafi
bókar hið prýðilegasta æviágrip. Þá
er afmælisgrein eftir Steindór
Steindórsson frá Hlöðum frá árinu
1971, þegar Benjamín var sjötugur
og þriðja greinin er eftir Sigfús Hall-
dórs frá Höfnum, rituð 1932^ er sr.
Benjamín var komin heim til íslands
eftir að hafa verið prestur í Vestur-
heimi nokkur fyrstu prestsskaparár
sín. Að öðra leyti - fyrir utan rita-
skrá sr. Bjöms - hefur bókin að
geyma tuttugu og fimm ritgerðir,
fyrirlestra og ræður eftir sr. Benja-
mín. Langflestar þeirra era um guð-
fræðileg efni. Margar birtust á sín-
um tíma í Kirkjublaðinu og
Kirkjuritinu. Ein fjallai' um skáld-
skap og trúarbrögð, önnur um
kommúnisma. Og eitt er viðtal, sem
Erlingur Davíðsson átti við séra
Benjamín. Mér sýnist að allt efnið
utan tvennt hafi birst áður á prenti.
Engum leynist, sem þessa bók les,
að séra Benjamín hefur verið einkar
ritfær maður. Orðræða hans er skýr,
sköraleg og einbeitt og borin uppi af
sannfæringarhita. Nokkur er áber-
andi hversu hann hneigist til sögu-
legra skýringa og kemur þar sagn-
fræðilegur áhugi hans vel fram.
I bókinni era sjö blaðsíður með
myndum og er smekklega frá bók-
inni gengið á alla lund.
Sigurjón Björnsson