Morgunblaðið - 14.11.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 14.11.2000, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Fimm hundruð söngmenn stigu á söngpall, þegar kórarnir tíu sameinuðu krafta sína í lok Kötluþings. Besta lagið var Brennið þið vitar ... Margt var vel sungið á Kötluþingi TQ]\LIST Laugardalshöll KÓRTÓNLEIKAR 25 ára afmælismót sunnlenskra karlakóra. Laugardagurinn 11. nóvember, 2000. FYRIR fimmtíu árum voru varla haldnir fleiri tónleikar hér í Reykjavík en sem nam einum tón- leikum á mánuði. Nú um síðustu helgi var hægt að velja á milli ellefu tónleika, nærri því jafnmargra og á einu ári fyrir hálfri öld, og trúlega hafa karlakóranir tveir hér í Reykjavík átt þar nokkurn hlut að máli og þar með lagt fram sinn skerf til tónleikahaldsins með vor- tónieikum sínum. Fyrir 25 árum voru stofnuð samtök sunnlenskra karlakóra og nú starfa innan þeirra vébanda tíu kórar, með yfir 500 virka félaga. Elstur þeirra er Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði, sem stofnaður var 1911, en næst var Karlakórinn Fóstbræður stofn- aður 1916 en starfaði fyrst undir nafninu Karlakór KFUM. Lengi vel voru karlakóranir, og þá einnig Karlakór Reykjavíkur, næstum eini vettvangur nýsmíði í tónlist og eru mörg bestu söngverka okkar sér- staklega samin fyrir karlakórana. Tuttugu og fimm ár er ekki lang- ur tími en vert væri að skrá sögu karlakórssöngs í landinu, því trú- lega eru ekki færri karlakórar starfandi fyrir norðan heiða og víst er að bæði eiga þeir og sunnan- menn stóran hlut að söngmenningu þjóðarínnar og hafa haft afgerandi áhrif á þróun tónlistarkennslu víða, með því að standa fyrir stofnun tónlistarskóla.Upp úr 1950 verða blandaðir kórar meira áberandi og með vaxandi söngþekkingu og hljóðfæramennt urðu þeir mikil- vægir þátttakendur í uppfærslum á ýmsum stórverkum tónlistarsög- unnar. í samkeppni við blönduðu kórana, varðandi viðfangsefni, urðu karlakóranir nokkuð á eftir, sem er vegna þess að miklu minna er um stór verk fyrir karlakóra en bland- aða og einnig þess að þeir héldu sínu striki sem félagslega virkur áhugamannahópur. Þó hafa karla- kóranir í Reykjavík tekið þátt í ýmsum stóruppfærslum í leikhús- unum og með Sinfóníuhljómsveit Islands. Tónleikarnir í Laugardalshöll- inni sl. laugardag hófust með söng Karlakórs Reykjavíkur undir stjóm Friðriks S. Kristinssonar og söng hann Grænlandsvísur, sem Sigfús Einarsson samdi við kvæði Sigurðar Breiðfjörð, glæsilegt lag, sem kórinn söng mjög fallega. Það sem gerði söng allra kóranna í heild svolítið hljómdaufan, var að kóram- ir vora staðsettir nærri miðjum sal og það er svipað því að syngja úti á víðavangi, þar sem þá vantar alla enduróman frá baksviðinu. Annað lag Karlakórs Reykjavíkur var Locus iste efth' Bruckner. Söngbræður úr Borgarfjarðar- héraði, undir stjórn Jaeek Tosik- Warszawiak og við undirleik Zuzanna Drzymala, sungu af þokka en stundum með óstyrkri tónstöðu, Enn syngur vornóttin og pólskt al- þýðulag, Kvöldin í Krakow, eftir Michal Wozny. Kjalnesingar undir stjórn Páls Helgasonar sungu þrjú lög, fyrst madrigalinn fræga Now is the month of Maying, sem sveifluna vantaði nokkuð í og Hljóðnar nú haustblær, úkraínskt þjóðlag og Di-ykkjuvísu eftir finnska tónskáld- ið Pacius, sem þeir sungu með nokkru fútti og endaði á því að söngmennirnir lyftu höndum, sem þeir væm að skála. Stefnir undir stjórn Atla Guðlaugssonar, við und- irleik Sigurðar Marteinssonar, flutti Pílagrímakórinn eftir Wagner og frumfluttu lagið Vor við ysta haf, eftir söngstjórann. Útfærsla Stefn- ismanna á Pílagrímakórnum var bæði stytt og umrituð fyiir píanóið, nokkuð sem ekki á að eiga sér stað, því ef ekki er hægt að flytja verk í gerð höfundar á að láta það vera að misbjóða því á þann hátt, svo sem gert var hér við meistaraverk Wagners. Einsöngvarar í lagi Atla, sem er í alþýðlegum dægurlagastíl, voru Birgir Hólm Ólafsson og Ás- geir Eiríksson, sem skiluðu sínu af þokka. Karlakórinn Þrestir söng tvö lög efth' undirritaðan, Blóma- rósir, við texta eftir Helga Sæ- mundsson, og Lokakórinn úr Þrymskviðu. Blómarósirnar voru fallega fluttar, bæði af kór og pían- istanum Lára S. Rafnsdóttur, en í Lokakór Þrymskviðu var píanóið allt of hljómlítið, svo að einsöngvar- inn, Bergþór Pálsson, og kórinn vom hvað samhljóm varðar nær einir á báti. Karlakór Keflavíkur, undir stjórn Smára Ólafssonar, sungu Haustlauf, ágætt lag eftir Bjama J. Gíslason, sem oft hefur lagt Kefl- víkingum til góð söngverk. Seinna lagið sem kórinn söng er sænskt og nefnist Landsýn. Karlakór Selfoss, undir rösklegri stjórn Lofts Erl- ingssonar og við undirleik Helenu Káradóttur, flutti Hirðingjann, eft- ir Björgvin Þ. Valdimarsson, sem hefur á síðari áram samið mikið fyrir kóra og oft hitt á smellnar melódíur. Seinna lag Selfyssinga var söngperlan Smávinir fagrir, eft- ir Jón Nordal. Fyrra lagið var rösk- lega sungið og seinna lagið með fal- legum hljómi. Söngfólk á Mið-Suðurlandinu heldur mikið upp á Björgvin Þ. Valdimarsson og Rangæingar, undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar, við undir- leik Hedi Maróti, sungu tvö lög, sem Björgvin tengist, fyrst Rang- árþing eftir hann og síðan lag eftir Harald Konráðsson, sem flutt var í útsetningu Björgvins. Sá kór sem lengst gekk í því að flytja alþýðlega dægurtónlist, var Karlakórinn Jökull, með laginu Hljómur af hófataki, eftir Jóhann Morávek og Yellow submarine, eft- ir Lennon McCartney. Stjórnandi Jökuls er Jóhann Morávek en und- irleikari er Guðlaug Hestnes. Síð- asti karlakórinn var Fóstbræður, er fluttu mjög fallega Shenandoah og skemmtilega útsetningu eftir Árna Harðarson á íslenska þjóðlag- inu Það var barn í dalnum. Stjórn- andi Fóstbræðra er Árni Harðar- son. í heild var söngur kóranna fágað- ur og vel æfður en hvað efnisval varðar var áhugamennskan að miklu leyti ráðandi, enda er hlut- verk og starfssvið karlakóranna að stóram hluta félagslegs eðlis og ber að meta slíkt að verðleikum. Lær- dómur í söng er seinunninn og tek- ur til margra ára, bæði er varðar raddþjálfun og almenna kunnáttu í tónlist. Má segja að gestaatriðið, söngur þriggja tenóra, hafi átt að gefa einhveija hugmynd um þann mun, sem er á atvinnu og áhuga- mennsku í söng og víst er að Jó- hann Friðgeir Valdimarsson, Jón Rúnar Arason og Birgir Hólm- geirsson era efnilegir einsöngvar- ar. En uppfærslan að þessu sinni, sem átti að vera stæling á heims- tenórunum frægu, var vægast sagt einstaklega ósmekklega framfærð. Betra hefði verið að lofa hverjum fyrir sig að syngja heilt lag, en ekki að víxlsyngja og samþenja sig svo allir þrír. Steinunn Birna Ragnars- dóttir lék með þeim félögum og einnig með í samsöng allra kóranna og gerði góð skil á sínu. Lokaatriði tónleikanna var sam- söngur allra kóranna, vel yfir fimm- hundruð manns, og á efnisskránni voru verk efth' Pál Isólfsson, Mozart, Karl O. Runólfsson og Grieg. Með kórunum lék lúðrasveit og hafði Ólafur Gaukur Þórhallsson umritað undirleikinn. Umritun og útsetning er tvennt ólíkt, því út- setning getur verið framgerð út- setjara hvað varðar hljómskipan og raddferli alls verksins. En þegar kórraddsetningin er eins og fram- gerðin og undirleikur frumgerðar- innar er lagður til grandvallar um- ritun fyrir önnur hljóðfæri en tónsmíðin er hugsuð fyrir, er ekki hægt að tala um útsetningu, heldur aðeins umritun, sem gefur umritara engan höfundarrétt. Það er allt of algengt, varðandi meðferð kórlaga hér á landi, að menn telji sig hafa útsett viðkomandi lög, þegar aðeins er um að ræða umritun, og oft að- eins á undirleiknum, þar sem í öllu er þó farið eftir frumgerðinni, bæði er varðar radd- og hljómskipan. Umritun er samt ekki vandalaust verk og þarf til bæði kunnáttu í notkun hljóðfæra og smekkvísi. Umritun Ölafs á þessum lögum, sem Kötlukórinn söng, er því miður einum of „rútínuleg“ og hljóðfærin að mörgu leyti vannýtt. Þá var sam- leikur píanós og lúðranna ekki nægilega aðgreindur og var of oft aðeins um að ræða tvöföldun á sama tónferli, en píanó og lúðrar eiga ekki vel saman í „einrödduð- um“ samleik. Tónleikarnir tóku nærri þrjá klukkutíma, þrátt fyrir ágætt skipulag, utan þá undarlegu skipan að ætla áheyi'endum að paufast í myrkri upp illa hannaðar tröppurn- ar, sem á er einhver undarlegur flái. Það var eins gott að kóranir norðan heiða voru ekki með að þessu sinni, því þá hefðu menn ekki náð háttum í tæka tíð. Þeir sem stjómuðu Kötlukórnum vora Friðr- ik S. Kristinsson og Árni Harðar- son en einsöng í Landkjending Griegs söng Ólafur Kjartan Sigurð- arson. Besta lagið var Brennið þið vitar, eftir Pál Isólfsson, enda frá- bær tónsmíð. Nú sigla svörtu skip- in, eftir Karl O. Runólfsson, er á köflum dramtísk tónsmíð en milli- spilin hjá Karli slíta lagið oft illa í sundur. Þarna hefði „útsetjari" get- að bætt um, þó varlega skuli farið með tónverk manna, þ.e. að höfund- ur njóti þess heiðursréttar að rétt sé farið með verk hans. í heild vora þetta góðir tónleikar og furðu vel skipulagðir og margt í flutningi kóranna vel gert. Jón Ásgeirsson Tónskáld framtíðar- innar TÓNLEIKAR þar sem flutt verða verk eftir ung tónskáld sem enn era í tónsmíðanámi verða í Salnum, Tón- listarhúsi Kópavogs, í kvöld, þriðju- dagskvöld, kl. 20. Tónskáldafélag íslands í samvinnu við Reykjavík-menningarborg, stend- ur þessa dagana fyrir tónleikahátíð þar sem flutt verða verk samin á tímabilinu 1980 til 2000. Tónskáldin heita: Haraldur Vignir Sveinbjöms- son, Stefán Arason, Davíð B. Franz- son og Þóra Marteinsdóttir. Á efnis- skránni era verk sem þau hafa samið á undanförnum tveim áram. Má þar meðal annars finna sönglög, rafverk sem og kammerverk. Flytjendur á tónleikunum era: Dagný Arnalds, Daníel Bjamason, María Maiteins- dóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Gréta Rún Snorradóttir, Karen Erla Karólínu- dóttir, Ella Björt Daníelsdóttir og Þóra Marteinsdóttir. Haraldur Vignir Sveinbjömsson er fæddur í Reykjavík 1975. Hann lauk burtfai’arprófi í píanóleik frá Tónlist- arskólanum í Kópavogi árið 1997 og lýkur tónsmíðanámi næsta vor frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Hilmars Þórðarsonar. Mannsröddin er efniviður raf- verksins „Raddir", en það er unnið upp úr tónlist höf. við leikritið Ofviðr- ið sem Nemendaleikhús Listaháskóla íslands sýnir þessa dagana. Þóra Marteinsdóttir (f. 1978) , hóf nám í tónfræðadeild í Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1998. Þar hefur hún stundað tónsmíðanám hjá Atla Heimi Sveinssyni en kennari hennar nú er Mist Þorkelsdóttir. Þóra stefnir á út- skrift úr tónfræðadeild í maí 2001. Sönglögin „Það var eitt kvöld“ og „Kvæði um köttinn Pangúr Ban“ vora samin um vorið 1999 í tilefni af 100 ára afmæli Jón Helgasonai' og vora flutt á ráðstefnu í Reykholti um sumarið. Tekin var sú stefiia að leyfa kvæðunum að ráða ferðinni enda snilldarkveðskapur hér á ferð. „Brot“ er tríó fyrir flautu, klarínett og selló. Hljóðfærin skiptast á að vera í forgranni (nokkurs konar „sóló“- brot) en taka svo upp á því að vilja öll vera aðalatriðið. Eftir örlitla baráttu þeirra á milli ákveða þau að vera bara vinir. Stefán Arason (f. 1978) hóf nám í tónfræðadeild í Tónlistarskólanum í Reykjavík haustið 1998. Fyrstu tvo árin var hann í tónsmíðanámi hjá Tryggva M. Baldvinssyni en nemur nú af Hilmari Þórðarsyni. Stefán stefnh' á útskrift úr tónfræðadeild vorið 2001. Davíð B. Franzson er fæddur á Akureyri 1978. Hann hefur lagt stund á tónsmíðanám við Tón- listarskólann á Akureyri og Tónlist- arskólann í Reykjavík. Harði kjaminn er fjögur sönglög, fyrir sópran og píanó, við ljóð Sindra Freyssonar úr samnefndri ljóðabók. Píanóleikurinn málar hinar hvössu tilfinningar ljóðanna og lýsir tilfinn- ingunum á bak við orðin. Miðasalan er opin alla vii'ka daga kl. 13-18 og tónleikakvöld til kl. 20. Um helgar er miðasalan opnuð klukkustund íyrir tónleika og síminn er 570-0400. ---------------- Myndlistar- sýning í Man NU stendur yfir sýning Péturs Guð- mundssonar, myndlistarmanns frá ísafirði, í listasal Man, Skólavörðu- stíg 14. Pétur sýnir málverk, teikningar og lágmyndir. Hann hefur verið virkur í alþjóðlega listahópnum Ars Magica Vision 2000 allt frá 1989. Hópur sá hittist reglulega til sýninga og tilrauna í myndlist á íslandi, í Austurríki, í Noregi og á Italíu. Nú síðast á Isafirði sumarið 1999. Þá er Pétur einn af stofnendum Mynd- listarfélagsins á ísafirði Sýningin stendur til 26. nóv og er opin á opn- unartíma verslunarinnar og á sunnu- dögum kl. 14-18...........
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.