Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 43
42 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 43s.
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS
Á TÍMAMÓTUM
RÍTUGASTA og níunda þing Al-
þýðusambands Islands var sett
í gær. Meginverkefni þingsins
verður að gera yfirgripsmiklar skipu-
lagsbreytingar á sambandinu, sem
munu leiða til þess, verði þær^ sam-
þykktar, að þetta er síðasta ASI-þing
með því sniði, sem þar hefur tíðkazt. I
stað þess koma ársfundir ASÍ, sem
munu leysa af hólmi árlega sambands-
stjórnarfundi. Stóru þingin á fjögurra
ára fresti munu því heyra sögunni til.
„Nú er svo komið að við getum ekki
lengur beðið með að taka á skipulagi og
starfsháttum heildarsamtaka okkar,
ASI, ef við viljum áfram búa að þessu
verkfæri og sameiningarafli íslenzks
verkafólks;“ sagði Grétar Þorsteinsson
forseti ASI á síðastliðnu vori, er fjallað
var um tillögur til skipulagsbreyting-
anna á sambandsstjórnar- og for-
mannafundi Alþýðusambandsins.
Mikil vinna hefur verið lögð í skipu-
lagsbreytingar Alþýðusambandsins á
undanförnum misserum og hefur for-
ysta sambandsins unnið ötullega að
þeim. Róttækasta breytingin lýtur að
því að nú skulu aðildarfélög Alþýðu-
sambandsins gera með sér samstarfs-
samning um samningssvið, skarist þau
milli félaga. I slíkum samningi er gert
ráð fyrir gerðardómi, takist félögunum
ekki að leysa deilumál sín innbyrðis. Þá
er gert ráð fyrir að fækkað verði í mið-
stjórn sambandsins. I henni hefur setið
21 maður, en munu verða 15, nái breyt-
ingarnar fram að ganga. A þessu þingi
er gert ráð fyrir að kjörinn verði for-
seti ASI og sex aðrir miðstjórnarmenn
til tveggja ára, og varaforseti ASI og
sjö miðstjórnarmenn til eins árs, en á
fyrsta ársfundi ASI að ári verði endur-
kjörið í þessar stöður til tveggja ára.
Þá er gert ráð fyrir því að stéttarfélög,
sem eru landssamtök, geti átt beina að-
ild að Alþýðusambandi íslands.
Vinnan að þessum skipulagstillögum
hefur m.a. farið þannig fram að tillög-
urnar hafa verið ræddar á fjölmörgum
sambandsstjórnarfundum og ennfrem-
ur hefur forystan heimsótt nær öll að-
ildarfélög sambandsins og kallað eftir
viðhorfum í sambandi við þær. Þá var
gerð yfirgripsmikil könnun á viðhorfi
meðal almennings til skipulagsmál-
anna og hópur forystumanna kynnti
sér skipulagsmál alþýðusambanda á
hinum Norðurlöndunum.
Þetta Alþýðusambandsþing, sem
hófst í gær, er mjög mikilvægt fyrir
alla framvindu kjaramála í þjóðfélag-
inu. Alþýðusambandið hefur undanfar-
in ár sýnt mikinn faglegan þroska og
hefur með kjarastefnu sinni átt þátt í
að auka hérlendis kaupmátt í ríkari
mæli en áður hefur þekkzt í íslenzku
þjóðfélagi. Þetta er árangur sem for-
ysta Alþýðusambandsins á drjúgan
hlut í.
Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ
sagði í setningarræðu sinni er hann
setti 39. þing ASI: „Við sjáum teikn um
vaxandi verðbólgu sem gæti stefnt í
hættu þeim markmiðum um stöðug-
leika og aukinn kauþmátt sem lágu til
grundvallar kjarasamningum aðildar-
félaga og sambanda ASI sl. vor. Verka-
lýðshreyfingin þarf á öllum styrk sín-
um að halda til að fylgja eftir
markmiðum samninganna. Gangi
markmiðin ekki eftir, reynir á hvort
samkomulag næst um viðbrögð. Þá
skiptir höfuðmáli að hvert samband og
félag hafi styrk og burði til að takast á
við viðfangsefnið og að allir þessir aðil-
ar beri gæfu til að standa þétt saman.“
Það skiptir ekki bara máli fyrir
verkalýðshreyfinguna heldur þjóðfé-
lagið allt, að samtök launafólks nái að
styrkja stöðu sína á þann veg, að á milli
þeirra og Samtaka atvinnulífsins verði
eðlilegt jafnvægi.
Grétar Þorsteinsson í setningarræðu á 39. þingi Alþýðusambands Islands
V erðbólga stefnir mark-
miðum samninga í hættu
A
Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, sagði í
setningarræðu á þingi sambandsins í gær
að teikn væru um vaxandi verðbólgu sem
gæti stefnt í hættu markmiðum um stöð-
ugleika og aukinn kaupmátt, sem lágu til
grundvallar kjarasamningum í vor. Lagði
hann einnig áherslu á að setja þyrfti niður
deilur undanfarinna ára innan verkalýðs-
hreyfíngarinnar.
Morgunblaðið/Þorkell
Rúmlega 500 þingfulltrúar af öllu landinu eru saman komnir áþingi Alþýðusambandsins sem hófst í íþrótta-
húsinu í Digranesi í Kópavogi í gær.
Miklar umræður eru um skipulags-
mál ASI á þinginu í Kópavogi
Efling vill ge ra
breytingar á
tillögunum
Isetningarræðu sinni á 39.
þingi ASÍ í gærmorgun,
sagði Grétar Þorsteinsson,
forseti Alþýðusambands ís-
lands, að meginverkefnið á þinginu
væri m.a. að svara þeirri spurningu
hvort Alþýðusambandið væri í
stakk búið að takast á við síbreyti-
leg verkefni nútímans.
Á sjötta hundrað þingfulltrúar
og gestir voru viðstaddir setningu
þingsins, sem hófst kl. 10 í gær-
morgun. Þingið er haldið undir
kjörorðunum „Nýtt afl - nýir tím-
ar“ og stendur yfir í fjóra daga.
Meginviðfangsefni þingsins er um-
fjöllun um breytingar á skipulagi
sambandsins.
Setja niður deilur
undanfarinna ára
Grétar sagði að fyrir þinginu
lægi tillaga um skipulag og starfs-
hætti ASI og fundarmenn hefðu því
einstakt tækifæri til að gera tvennt
í einu: Setja niður deilur undanfar-
inna ára og byggja upp enn skil-
virkari og öflugri verkalýðshreyf-
ingu.
Grétar sagði að brýna nauðsyn
bæri til að fundarmönnum tækist
vel upp við að móta áherslur, skipu-
lag og starfshætti heildarsamtaka
íslensks launafólks.
„Við komum saman til þings við
aðstæður sem eru að mörgu leyti
erfiðar. Við sjáum teikn um vaxandi
verðbólgu sem gæti stefnt í hættu
þeim markmiðum um stöðugleika
og aukinn kaupmátt sem lágu til
grundvallar kjarasamningum að;
ildarfélaga og sambanda innan ASI
sl. vor. Verkalýðshreyfíngin þarf á
öllum styrk sínum að halda til að
fylgja eftir markmiðum samning-
anna. Gangi markmiðin ekki eftir,
reynir á hvort samkomulag næst
um viðbrögð. Þá skiptir höfuðmáli
að hvert samband og félag hafi
styrk og burði til að takast á við við-
fangsefnið og að allir þessir aðilar
beri gæfu til að standa þétt saman.
Eitt mikilvægasta framlag okkar
til þess að svo geti orðið, og jafn-
framt skýrustu skilaboðin um að
heildarsamtök íslensks launafólks-
hyggist taka virkan þátt í mótun
samfélagsins á næstu árum, með
hagsmuni launafólks að leiðarljósi,
er að við náum sáttum um breyt-
ingar á skipulagi og starfsháttum
Alþýðusambandsins,“ sagði Grétar.
Mikil gerjun og endurnýjun
Hann sagði einnig að mikil gerj-
un og endurnýjun hefði átt sér stað
innan verkalýðshreyfingarinnar á
undanförnum árum og sé raunar
stöðugt í gangi. Þar mætti nefna
öldu sameiningar stéttarfélaga,
stofnun nýrra landssambanda,
sameiginlegar þjónustuskrifstofur
stéttarfélaga, hugsanlega aðild
fleiri félaga að Alþýðusambandi
o.fl. Hann sagði að breytingar á
starfsumhverfi verkalýðshreyfing-
ar yrðu stöðugt hraðari, sama hvort
litið væri til stöðunnar hér innan-
lands eða á alþjóðavettvangi. Þá
tæki atvinnulífið sífelldum breyt-
ingum og nýjar starfs- og atvinnu-
greinar yrðu til á meðan aðrar
hyrfu. Eignarhald atvinnutækja
breyttist og atvinnurekendur hefðu
þjappað sér saman í ný heildarsam-
tök. Þörf fyrir menntun og sérhæf-
ingu ykist og félagsmenn stéttarfé-
laga gerðu auknar kröfur um
faglegt starf og þjónustu.
Þá sagði Grétar að kjör og að-
stæður réðust í æ ríkara mæli af því
sem gerðist í hinu alþjóðlega efna-
hags- og atvinnulífi. Virk þátttaka í
alþjóðastarfi yrði því stöðugt mikil-
vægari fyrir verkalýðshreyfinguna.
Vangeta alþjóða-
væðingarinnar
Bill Jordan, framkvæmdastjóri
alþjóðasambands frjálsra verka-
lýðsfélaga, Tom Saxén, fram-
kvæmdastjóri Norræna verkalýðs-
sambandsins, Sæmundur Ámason,
formaður Félags bókagerðar-
manna, Ögmundur Jónasson, for-
maður BSRB, og Benedikt Davíðs-
son, formaður Landssambands
aldraðra, fluttu ávörp við setningu
þingsins.
Bill Jordan fjallaði í sínu ávarpi
um alþjóðavæðinguna og stöðu
verkalýðshreyfingarinnar. Sagði
hann alþjóðavæðinguna hafa sann-
að getu sína til að skapa auð, en hún
hefði einnig sýnt með óhugnanlega
skýrum hætti fullkomna vangetu
sína til að tryggja sanngjarna
skiptingu þess auðs. Tom Saxén
fjallaði um samstarf norrænna
launþegasamtaka og sameiginleg
norræn málefni á sviði vinnumark-
aðar, atvinnu- og velferðarmála og
um nauðsyn þess að tryggja rétt-
indi launafólks í þeirri stækkun
Evrópusambandsins sem framund-
an er.
Sæmundur Árnason sagði m.a.
að haldið hefði verið uppi stanslaus-
um áróðri gegn verkalýðshreyfing-
unni á undanförnum árum og alltof
oft verið innbyrðis deilur í hreyf-
ingunni. „Nú hafið þið tækifæri til
að kveða niður þennan áróður,“
sagði hann. Ögmundur Jónasson
hvatti til samstöðu verkalýðshreyf-
ingarinnar í baráttu fyrir bættum
kjörum og mannréttindum einstak-
ra þjóðfélagshópa.
Meirihluti ellilífeyrisþega fær
10 þúsund úr lífeyrissjóðum
Benedikt Davíðsson fjallaði um
kjör og málefni aldraðra. Fram
kom í máli hans að meira en helm-
ingur ellilífeyrisþega sem fá greitt
úr lífeyrissjóðum almennu verka-
lýðsfélaganna eða um 6.000 manns,
hafi einungis um 10.000 kr. í
greiðslur á mánuði frá lífeyrissjóð-
unum. Sagði hann að þetta væri
meira en helmingur allra ellilífeyr-
isþega. „Við viljum taka upp mál-
efnalega, sameiginlega vinnu með
stjórnvöldum til lausnar vanda
þessa fólks, sem vissulega er mikill
fyrir fólkið en ekki stórt fjárhags-
legt úrlausnarefni fyrir ríkið, nú í
góðærinu," sagði Benedikt.
Meðal annarra gesta við setn-
ingu þingsins voru fulltrúar frá
dönsku, norsku, sænsku og finnsku
alþýðusamböndunum, formenn
BHM, Kennarasambandsins, Far-
manna- og fiskimannasambands-
ins, Sambands ísl. bankamanna,
fulltrúi Iðnnemasambandsins og
framkvæmdastjóri Öryrkjabanda-
lagsins.
518 þingfulltrúar 76 þúsund
félagsmanna í ASI
Við undirbúning þingsins voru
111 aðildarfélögum Alþýðusamban-
dsins send kjörbréf um að heimilt
væri að kjósa allt að 539 fulltrúa á
þingið. Við upphaf þingsins í gær-
morgun samþykkti kjörbréfanefnd
þingsins alls 518 kjörbréf frá rúm-
lega 100 aðildarfélögum, en þessir
518 þingfulltrúar eru fulltrúar fyrir
rúmlega 76 þúsund félagsmenn í
Alþýðusambandinu.
Rafrænar
kosningar
í fyrsta
sinn hér á
landi
VIÐ kosningar á þingi
Alþýðusambandsins verður
notað rafrænt kosninga-
kerfi, í fyrsta skipti hér-
lendis, að sögn for-
svarsmanna ASÍ.
Komið hefur verið upp
tölvuskjám í 20 kjörklefum í
íþróttahúsinu í Digranesi í
Kópavogi, þar sem þingið
fer fram.
Að sögn Halldórs Grön-
vold, skrifstofustjóra ASÍ,
fór fram tilraunakosning sl.
sunnudag, sem gekk vel.
Síðdegis í gær var svo þing-
fulltrúum boðið að kynnast
kosningakerfinu og notkun
þess með því að taka þátt í
sérstakri æfingakosningu.
Kosningar um forseta,
varaforseta og miðstjórn
Kosningar á þingi ASÍ
fara fram samkvæmt dag-
skrá síðdegis á miðvikudag
og á fimmtudag. Kjósa á í
embætti forseta og varafor-
seta, miðstjórn og stjórn og
varastjórn Menningar- og
fræðslusambands alþýðu.
Einnig er talið hugsanlegt
að tekin verði afstaða til
frumvarps að nýjum lögum
Alþýðusambandsins og ein-
stakra ályktana á þinginu
með rafrænni kosningu.
Úrslit liggja fyrir strax
að loknum kosningum
Kosningar á þingum ASÍ
eru flóknar f framkvæmd
þar sem mismunandi vægi
er á bakvið atkvæði þing-
fulltrúanna eftir félögum.
Við rafrænu kosningarnar
bera þingfulltrúar strika-
merki, sem er á barmmerki
þeirra, að lesara í kjörklef-
anum. Kosningakerfið at-
hugar hvort viðkomandi
hafi kosið áður, færir í kjör-
skrá og birtir kjörseðil á
skjánum með réttu vægi at-
kvæða.
Kosningakerfið stemmir
sfðan af kjörskrá og reiknar
út niðurstöður kosninganna
strax að þeim loknum,
þannig að enginn tími á að
fara í talningu atkvæða-
seðla eins og verið hefur á
fyrri þingum ASI.
SIGURÐUR Bessason, for-
maður Eflingar, telur að í
tillögum að nýjum lögum
fyrir ASÍ felist að mið-
stjóm ASÍ fái of mikil völd á
kostnað almennra aðildarfélaga.
Hann lagði fram breytingartillög-
ur við fyrirliggjandi lagafrumvarp,
sem fer nú til umfjöllunar í nefnd.
Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ, fylgdi skipulagstillögunum úr
hlaði og sagði að mikil vinna lægi
að baki þeim tillögum sem liggja
fyrir þinginu. Forsetar ASÍ hefðu
heimsótt nánast hvert einasta að-
ildarfélag. Aflað hefði verið upp-
lýsinga um skipulagsmál verka-
lýðshreyfingarinnar í Noregi og
Danmörku. Búið væri að ræða
þetta ítarlega í sambandsstjórn og
á formannafundum. Grétar lagði
áherslu á að þing ASI gæti ekki
komið sér hjá því að taka á málum
og ekki væri hægt að vísa ábyrgð-
inni annað.
„Einstök stéttarfélög hafa
brugðist við breyttum aðstæðum
að undanfömu með því að samein-
ast og stækka einingar, með sam-
eiginlegum þjónustuskrifstofum og
auknu samstarfi. Ekki hefur hins
vegar verið tekið á skipulagi og
starfsþáttum heildarsamtakanna,
Alþýðusambands Islands. En nú
er svo komið að það má einfaldlega
ekki dragast lengur ef Alþýðusam-
bandið á áfram að vera sameining-
arafl og sameiginlegur vettvangur
íslensks launafólks," sagði Grétar.
Grétar sagði að tillögumar mið-
uðust að því að einfalda skipulag
sambandsins og að starfshættir
ASÍ yrðu meira í takt við líðandi
stund. Hann sagðist gera sér grein
fyrir að tillögurnar væm kannski
ekki óskatillögur eins eða neins, en
hann sagðist vera sannfærður um
að með samþykkt þeirra yrði stigið
stórt framfaraskref fyrir Alþýðu-
sambandið.
„í heimi sem er í stöðugri þróun
er óbreytt ástand ekki til sem val-
kostur. Sá sem reynir að standa
kyrr við slíkar aðstæður verður
einfaldlega eftir. Ekkert hlutskipti
get ég hugsað mér nöturlegra fyrir
það róttæka framfaraafl, sem sam-
tök launafólks hafa verið alla 20.
öldina,“ sagði Grétar.
Ástráður Haraldsson, lögmaður
ASÍ, gerði grein fyrir einstökum
atriðum tillagnanna. Hann sagði
að gildandi lög ASI væru eins og
stagbætt flík og líkja mætti þeim
við minjasafn um skipulagshug-
myndir liðins tíma.
Tillögurnar gera ráð fyrir að
skipulag ASÍ byggist annars vegar
á lögum sambandsins og hins veg-
ar á samstarfssamningum milli að-
ildarfélaga. Ástráður sagði að það
væri að sjálfsögðu óljóst hvernig
gengi fyrir félög að koma sér sam-
an um samstarfssamninga, en það
yrði eitt af meginverkefnum for-
ystu ASI að koma á þessum sam-
starfssamningum. Ef það tækist
ekki yrði að setja í lög sambands-
ins atriði sem í dag væri ætlunin
að yrðu í samstarfssamningi.
Ástráður sagði að eitt af
skipulagslegum vandamálum ASI
væri að það vantaði vettvang fyrir
nýjar atvinnugreinar og það væri
áberandi að stéttarfélagaþátttaka í
nýjum atvinnugreinum væri minni
en í gömlum greinum. Stefnt væri
að því að tekið yrði á þessu í sam-
starfssamningum.
Hann sagði mikilvægt að stétt-
arfélögin ákvæðu sjálf skipulag
sitt, en létu ekki atvinnurekendur
hafa áhrif á það eins og verið hefði
þegar atvinnurekendur tækju
ákvörðun um við hvaða félög þau
gerðu kjarasamninga um einstök
starfssvið.
Verið að færa áhrif frá
aðildarfélögum til ASÍ?
Margar athugasemdir komu
fram við tillögurnar í almennum
umræðum, meðal annars frá stjóm
Eflingar. Sigurður Bessason, for-
maður félagsins, gerði grein fyrir
þeim á þinginu.
„Meginástæðan fyrir athuga-
semdum Eflingar - stéttarfélags
var sú að við töldum að di'egið
væri verulega úr vægi stéttarfé-
laganna og ábyrgðum þeirra í
lagafrumvarpinu eins og það lá
fyrir. Með þeirri framsetningu
sem er í lagafrumvarpinu töldum
við að verið væri að færa ákvarð-
anatöku frá stéttarfélögum og það
fæli í sér miðstýringu frá hinum
almenna félagsmanni. Við teljum
að í frumvarpinu sé fólgin ákveðin
áhætta," sagði Sigurður.
OVISSAI BANDARIKJUNUM
VIKU eftir að forsetakosningar voru
haldnar í Bandaríkjunum eru
menn engu nær um það hver niðurstaða
kosninganna var.
Að vissu leyti má segja að sú staða,
sem nú er komin upp, sé til komin
vegna nokkurra ótrúlegra tilviljana.
Frambjóðendurnir tveir, A1 Gore og
George W. Bush, eru nánast hnífjafnir
á landsvísu hvað atkvæðafjölda varðar
og að auki raðast kjörmenn þeirra
þannig að eitt ríki, Flórída, ræður úr-
slitum en þar er fylgi þeirra einnig nær
jafnt. Við þetta bætist að í Flórída hafa
komið upp nokkur mál, sem gera að
verkum að erfitt hefur reynst að ljúka
talningu í ríkinu. Þrátt fyrir að tvívegis
hafi verið endurtalið með vélum í
nokkrum sýslum er enn deilt um niður-
stöðuna og yfirvöld í sýslunum hafa
ákveðið að grípa til handtalningar, þar
sem hvert atkvæði er grandskoðað.
Það vekur furðu að við endurtalningu
jafnt í Flórída sem í Nýju Mexíkó ber
mörg hundruð og í sumum tilvikum
mörg þúsund atkvæði á milli í fyrstu og
annarri talningu. Þannig virðist nú sem
Bush hafi sigrað í Nýju Mexíkó þótt svo
virtist í fyrstu sem Gore hefði þar um
tíu þúsund atkvæða meirihluta.
Bandaríska stjórnkerfið byggist á
mikilli valddreifingu og á það við um
fyrirkomulag kosninga rétt eins og
annað. Þannig eru mjög ólíkar aðferðir
viðhafðar við framkvæmd kosninga,
uppsetningu kjörseðla og skipulag
talningar ekki einungis á milli ein-
stakra ríkja heldur einnig milli sýslna.
Greinilegt er að þessar aðferðir eru
mjög ólíkar hvað áreiðanleika varðar.
Þegar 100 milljónir manna ganga til
atkvæða og talningu er lokið á nokkrum
klukkustundum er óhjákvæmilegt að
einhver skekkja eigi sér stað. Til þessa
hefur það hins vegar ekki haft úrslita-
áhrif á lokaniðurstöðuna. Þegar jafn
naumt er á munum og nú getur hins
vegar minnsta skekkja ráðið úrslitum.
Að auki virðist ljóst að skekkjumörk
eru í sumum sýslum langt umfram það
sem eðlilegt getur talist.
Mál virðast nú komin á það stig að
engin vænleg lausn sé í stöðunni. Sama
hver niðurstaðan verður mun næsti for-
seti Bandaríkjanna taka við skertu um-
boði og klofinni þjóð. Eftir því sem
lengri tími líður mun klofningurinn
magnast.
Ari Skúlason býður sig fram á móti Grétari Þorsteinssyni
Mikil spenna
vegna yfirvofandi
forsetakosninga
Morgunblaðið/Þorkell
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Ari Skúlason, framkvæmdastjéri
sainbandsins, ræðast við á fyrsta degi þings ASÍ. Þeir hafa nú báðir
lýst yfir framboði til embættis næsta forseta sambandsins.
ARI Skúlason, fram-
kvæmdastjóri ASÍ,
lýsti yfir á þingi sam-
bandsins í gær að hann
hefði ákveðið að verða við áskor-
unum margra félaga sinna og
gefa kost á sér sem forseti sam-
bandsins, fari kjörnefnd fram á
það, eins og hann orðaði það í tii-
kynningu sem hann las upp á
þinginu.
Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ, segir að tilkynning Ara
komi sér ekki á óvart og breyti
engu um þá ákvörðun sína að
gefa kost á sér til endurkjörs og
sagðist hann telja að yfir-
gnæfandi líkur væru nú á að
kosningar færu fram um næsta
forseta ASÍ. Skv. dagskrá þings-
ins er gert ráð fyrir að þær fari
fram síðdegis á morgun.
9 manna kjörnefnd falið
að leggja fram tillögu
Mikil spenna og óvissa var
meðal þingfulltrúa á fyrsta degi
þings ASÍ í gær vegna yfir-
vofandi kosninga. Var níu manna
kjörnefnd falið að leggja fram
tillögu um uppstillingu til æðstu
embætta. Kom nefndin saman til
fyrsta fundar kl. 17 í gær.
„Þegar þessi umræða kom upp
fannst mér bæði skylt og rétt að
gera grein fyrir því hvað ég
hygðist fyrir og gerði það, það er
að segja að ég gæfi kost á mér
áfram. Á því er engin breyting,"
sagði Grétar Þorsteinsson í sam-
tali við Morgunblaðið.
Hann sagði að breytingar á
lögum ASI væru meginmál þings-
ins og það sem mestu skipti. „Eg
treysti því og hef engar efasemd-
ir um að þingfulltrúarnir hafa
alla burði til þess að mæta því
þótt kosið sé á milli manna og uni
svo niðurstöðunni, hver sem hún
er, og standi óskaðaðir eftir,“
sagði hann.
Segir stöðu verkalýðshreyf-
ingarinnar hafa veikst
Ari las upp tilkynningu um
framboð sitt skömmu eftir hádegi
á þinginu í gær. „Það hefur kom-
ið fram og ég get staðfest það
hér að til mín hafa leitað full-
trúar mjög breiðs hóps innan Al-
þýðusambandsins og kynnt mér
að unnið sé að víðtækri sátt um
að skilja deilur síðustu ára að
baki og snúa sér að upp-
byggingarstarfi. Liður í því er
sátt um að setja saman sterka og
samhenta miðstjórn með aðild
helstu forystumanna hreyfingar-
innar og margir hafa hvatt mig
til þess að gefa kost á mér til að
taka forsætið í þeirri stjórn,"
sagði Ari. „Ég hef unnið nær all-
an minn starfsferil fyrir ASI og
finnst mjög miður hvernig staða
hreyfingarinnar hefur veikst á
undanförnum árum. Við þurfum
nýjar áherslur og nýja ásýnd og
ég vil gjarnan taka þátt í því að
vinna að slíkum breytingum,"
sagði hann.
Framboð Ara á sér töluvert
langan aðdraganda
Ari sagði í samtali við Morgun-
blaðið að framboð hans ætti sér
tiltölulega langan aðdraganda.
„Ég hef í langan tíma á skrifstofu
Alþýðusambandsins verið frekar
ósáttur við aðferðir og áherslur
Alþýðusambandsins og hef rætt
um það við forystuna. Fyrir um
mánuði var svo farið að nefna við
mig hvort ég væri tilbúinn að
taka að mér forystu Alþýðusam-
bandsins. Þessi þungi hefur síðan
aukist og í síðustu viku var mér
sagt frá því að stór hluti for-
ystumanna í hreyfingunni væri
þeirrar skoðunar að ég ætti að
gera þetta. Þá fór ég að hugsa al-
varlega um þetta og tók reyndar
þessa ákvörðun fyrir þó nokkru
en mér fannst rétt að kynna hana
á þinginu sjálfu," sagði Ari f sam-
tali við Morgunblaðið.
Aðspurður sagðist Ari telja að
hann ætti stuðning injög víða í
hreyfingunni, m.a. í Starfs-
greinasambandinu, iðnaðar-
mannasamböndunum, meðal sjó
manna og víðar.
Ari var spurður á hvern hátt
hann teldi að staða verkalýðs-
hreyfingarinnar hefði veikst á
undanförnum árum.
„Fyrir það fyrsta finnst mér að
rödd okkar hafi ekki heyrst eins
mikið og áður var. Það er ekki
tekið eins mikið mark á því sem
við segjum," sagði Ari, og benti
m.a. á samskipti verkalýðshreyf-
ingarinnar við stjórnvöld því til
staðfestingar. Ari sagðist m.a.
vilja bæta mjög starfsaðferðir
innan sambandsins frá því sem
verið hefði. „Mér finnst hafa ver-
ið allt of langt bil á milli for-
ystunnar í samböndunum og fé-
lögunum og Alþýðusambandsins.
Ég hef mikinn áhuga á að brúa
það bil,“ sagði hann.
Talið óvíst að kjörnefnd nái
samkomulagi um eina tillögu
Níu manna kjörnefnd fær það
verkefni að gera tillögu til þings-
ins um næsta forseta ASI en skv.
upplýsingum Morgunblaðsins var
talið óvíst í gær hvort kjörnefnd
myndi skila samhljóða tillögu eða
klofna í afstöðu til frambjóðend-
anna, þannig að fram kæmu tvær
tillögur frá meirihluta og minni-
hluta nefndarinnar. í nefndinni
eiga sæti Ágúst Óskarsson frá
Verslunarmannafélagi Húsavík-
ur, Guðbrandur Einarsson frá
Verslunarmannafélagi Suður-
nesja, Guðrún Erlingsdóttir,
Verslunarmannafélagi Vest-
mannaeyja, Halldór G. Björnsson,
Efiingu, Haraldur H. Jónsson,
Félagi ísl. rafvirkja, Konráð Al-
freðsson, Sjómannafélagi Eyja-
fjarðar, Kristján Gunnarsson,
Verkalýðs- og sjómannafélagi
Keflavflcur, Þorbjörn Guðmun-
dsson, Trésmiðafélagi Reykjavík-
ur, og Þórður Ólafsson, Verka-
lýðs- og sjómannafélaginu
Boðanum.
Reynt að ná jafnvægi við
val í 15 manna miðstjdrn
Engin framboð höfðu komið
fram til varaforseta ASÍ á þing-
inu í gær. Skv. breytingum á
skipulagi Alþýðusambandsins,
sem til stendur að afgreiddar
verði á þinginu, fækkar í mið-
stjórn úr 21 fulltrúa í 15. Var
mikið rætt meðal þingfulltrúa í
gær hvernig skipa ætti í nefndina
svo hún endurspeglaði sem best
styrkleikahiutföll landssambanda
og félaga og tryggði að hlutdeild
karla og kvenna yrði sem jöfnust.
Forseti og varaforseti sam-
bandsins eiga sjálfkrafa rétt til
setu í miðstjórn en skv. upp-
lýsingum blaðsins hefur m.a. ver-
ið rætt um að landssamböndin
sex fái hvert um sig einn mið-
stjórnarfulltrúa og tvö stærstu
aðildarfélögin, Verzlunarmanna-
félag Reykjavíkur og Efling, tvo
fulltrúa hvort félag.