Morgunblaðið - 14.11.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 5í
Þótt keppni sé almennt viðurkennd sem góð leið til framfara í reið-
mennsku og veiti áhorfendum ómælda ánægju finnst sumum of mikið af
púðri LH eytt í þennan málaflokk og vilja betra jafnvægi milli málefna.
upplýsingar um símanúmer dómar-
anna og listi yfir þá og því mikið hag-
ræði fyrir menn að leita fyrst þangað.
Kann reglurnar utanbókar
„Þá lendum við oft í því að bjarga
ýmsum málum rétt fyrir mót víða um
land. Það vantar jafnvel öll eyðublöð
og þarf að fjölfalda þau og senda með
rútu eða senda í faxi. Oft hefur komið
fyrir að hlaupa hefur þurft til um
helgar að bjarga slíkum málum,“ seg-
ir Sigrún skrifstofustjóri með sínu
létta brosi og bætir við hlæjandi:
„Síðastliðinn vetur fór ég yfir allar
keppnisreglur með Einari Ragnars-
syni og ég held ég hafi lesið þær fimm
eða sex sinnum yfir. Ég held ég kunni
stóran hlutan reglnanna utanbókar."
Þá er ótalin mikil vinna fyrir
lands-, Norðurlanda- og heimsmeist-
aramót en hún tekur fram að fyrir
mótið 1998 á Melgerðismelum hafi
mjög lítið mætt á skrifstofunni þar
sem sérstök skrifstofa fyrir norðan sá
um þessa hluti. En íyrir mótið í
Reykjavík segir hún mikið hafa mætt
á skrifstofu LH og sama gilti um
heimsmeistara- og Norðm-landamót-
ið sem haldin hafa verið í hennar tíð á
skrifstofunni. Þá fari allir hlutir
tengdir mótunum í gegnum ski'ifstof-
una frá áramótum og fram yfir mótin.
Hvar fæ ég notuð reiðstígvél?
I upptalningunni endaði Sigrún á
þeirri upplýsingastarfsemi sem fram
fer í gegnum síma skiifstofunnar en
þangað berast ótnílegustu fyrir-
spurnir mjög víða að. Allt frá lög-
fræðilegum fyiirspurnum úr ráðu-
neytum stjómarráðsins yfir í ein-
földustu spurningar eins og: hvað eru
mörg hross í landinu?, hvar get ég
komist á hestbak? og svo framvegis.
„í morgun hringdi einn og spurði til
dæmis hvar hann gæti keypt notuð
reiðstígvél," segir Sigrún og er
greinilega skemmt. Það eru nánast
engin takmörk íyrir fjölbreytileika
fyrirspurnanna. Sömu sögu hefur
verið að segja á skrifstofu Félags
hrossabænda, þar hefur rignt mjög
fjölskrúðugum fyrh'spurnum og mik-
ill tími farið í að svara þeim. Nú þegar
þesai' skrifstofur hafa verið samein-
aðar sagðist Sigrún gera ráð fyrir að
einhver tími sparaðist í þessum þætti
starfseminnar.
Hestamenn skemmtilegir
Sigrún lætur vel af samstarfi sínu
við hestamenn sem hún segir að séu
mjög skemmtilegt fólk að starfa með.
Að vinna á skrifstofu hestamanna sé
ólíkt venjulegum skrifstofustörfum,
þetta séu mun líflegri verkefni og
meW samskipti við fólk sem henni
finnst vera stóri sjarminn við vinnuna
hjá LH. Sjálf segist hún aldrei fara á
hestbak, gerði það síðast þegai- hún
var tvítug, en hinsvegar sé hún af
hestafólki komin og nefnir að Þorlák-
ur Ottesen, sá kunni hestamaður, hafi
verið bróðir ömmu hennar. „Ég er
fyrir utan vinnuna myndlistarmaður
og hef bókstaflega engan tíma til að
stunda hestamennsku. Ég er aðallega
í grafík en fæst einnig við málun og
stefni á einkasýningu næsta haust en
Samkeppni í
kynningu
stóðhesta
HROSSARÆKTARSAMTÖK
Suðurlands hafa nú fengið sam-
keppni um kynningu stóðhesta en
sem kunnugt er hafa samtökin
undanfarin ár gefið út stóðhesta-
blað sem í upphafi hafði að
geyma framboð stóðhesta á Suð-
urlandi en vegna góðra undir-
tekta var umfangið fært yfir allt
landið. En nú er komin sam-
keppni í spilið því hjónin í Holts-
múla, Lisbeth og Sigurður Sæ-
mundsson, hyggjast opna
stóðhestavef þar sem menn geta
kynnt stóðhesta sem þeir vilja
koma á framfæri til notkunar.
Hver hestur mun fá eina síðu
og í fréttatilkynningu segir að
fyrir utan hefðbundnar upplýs-
ingar, sem eru væntanlega ætt,
aldur, einkunnir í kynbótamati og
dómi, svo eitthvað sé nefnt, sé
hægt að skrá árangur í annarri
keppni eða önnur afrek hestsins.
Þá er birt ein mynd af hestinum
en upplýsingar verða bæði á ís-
lensku og ensku. Síðan geta eig-
endur hesta sem auglýstir eru á
heimasíðunni endurnýjað upplýs-
ingar eftir því sem ný tíðindi
verða á ferli hestanna. Hver stóð-
hestur mun verða eitt ár inni á
síðunni en þá þai'f væntanlega að
endurnýja. Heimasíðan verður
tilbúin til birtingar 1. febrúar en
hægt er nú þegar að skoða sýnis-
horn. Nafnið á síðunni er að sjálf-
sögðu stodhestar.is.
Vitað er að Eiðfaxi er með
svipaða síðugerð í farvatninu
þannig að ætla má að enn frekara
fjör sé að færast í stóðhestalífið.
Framboð álitlegra og góðra stóð-
hesta er mikið um þessar mundir
og verður sífellt harðsóttara að fá
góða notkun á þá. En nú teygir
samkeppnin sig yfir í kynningu á
hestunum.
ég hef tekið þátt í mörgum samsýn-
ingum, bæði heima og erlendis,“ segir
Sigrún aðspurð og tekur fram að hún
þori varla á hestbak því þetta sé svo
bráðsmitandi, hún sé í tímaþröng
með listina og útilokað að bæta við
annarri „dellu“.
Sigrún Ólafsdóttii', gjaldkeri LH,
segir það fjairi lagi að starfsemi sam-
takanna snúist eingöngu um keppni
og mótahald en bendir hinsvegar á að
keppnin sé að sjálfsögðu mun sýni-
legri en til dæmis reiðvegamál og
gerð áningarhólfa. Hún vildi meina að
mjög mikið starf hefði verið unnið á
þeim vettvangi en það fælist að mest-
um hluta í símtölum, bréfaskriftum
og fundahöldum. Sömuleiðis hefur
verið og verður vonandi unnið áfram í
umhverfismálum sem eru að sjálf-
sögðu nátengd reiðvegagerðinni.
Segir hún þennan þátt einn þann
mikilvægasta í starfi samtakanna.
Umferð ríðandi manna um landið hef-
ur margfaldast og nefndi hún sem
dæmi að í nágrenni við sig hefði hún
tífaldast. Þama væri mjög brýnt að
vinna ötullega á næstu árum því ekki
liti út fyrir að þar yrði neitt lát á.
Þá nefndi hún annað málefni sem
væri erlend samskipti að frátöldum
heims- og Norðurlandamótum. í
þeim samskiptum fælist dulið mark-
aðsstarf og taldi hún að enginn sem
kynnti sér þann hluta starfseminnar
tH hlítar gæti verið á móti henni.
Sú gagmýni sem nú hefði örlað á
væri mjög eðlileg og sagðist hún
skilja hana vel í ljósi þess er að fram-
an sagði og telja sjálfsagt að fjallað
væri um hver væru verkefni samtak-
anna.
Keppnismenn áberandi
og atkvæðamiklir
í Ijósi þess er fram kemur hjá þeim
nöfnum má glöggt sjá að málefnin eru
fleiri en bara keppni þótt það sé deg-
inum ljósara að keppni og mótahald
tekur mjög drjúgan skerf af starf-
skröftum og fjármunum samtakanna.
Á það má einnig benda að málefna-
ómiuinn verður alltaf í réttum takti
við það hvernig félagsmenn vinna að
málum. Keppnisarmurinn hefur oft-
ast verið mjög atkvæðamikill í starf-
semi samtakanna, keppnin er mjög
áberandi á flestum sviðum, hún er
það sem vekur mesta athygli. Knapi á
glæstum gæðingi á velli vekur að
sjálfsögðu meiri eftirtekt en hljóðlát-
ur reiðvegur þótt góður sé. Annað
sem gæti haft áhrif er að margir úr
keppnisarminum sem beita sér í fé-
lagsmálum hestamanna eru vel
þekktir meðal hestamanna og víst er
að það hjálpar mjög í allri málafylgju
að þekkja marga og ekki síður að
vera vel kynntur og þekktur af mörg-
um. Það má því spyrja hvort boltinn
sé ekki hjá hinum þögla meirihluta og
orðið tímabært að hann láti meira að
sér kveða á vettvangi LH.
Vega dagur í Lyfju Lágmúla
Ráðgjöf frá kl. 14-17 í dag
Kemurþér beint að efninu!
OlAMMtjWÖ*
Ótvíræöur kostur þegar draga á úr ólykt.
Lykteyöandi innan frá, vinnur gegn
andremmu, svitalykt og ólykt vegna
vindgangs kemur lagi á meltinguna.
LYFJA
Lyf á lágmarksverði
Lyfja Lágmúla* Lyfja Hamraborg • Lyfja Laugavegi
Lyfja Setbergi* Útibú Grindavík*
Ert þú í loftpressu-
hugleiðingum?
Komdu þá við hjá
AVS Hagtæki hf.
Við hjálpum þér að meta stærð
loftpressunnar með tilliti til
afkastaþarfar.
Stimpilpressur og skrúfupressur
í mörgum stærðum og gerðum,
allt upp í fullkomna skrúfu-
pressusamstæðu (sjá mynd)
Eigum einnig loftþurrkara í
mörgum gerðum og stærðum.
Gott verð - góð þjónusta!
Til sýnis á staðnum
PAÐ LIGGUR I LOFTINU
jWHÁSTÆKÍ iiF«
Akralind 1, Kópavogi,
sími 564 3000.
Ferðakynning 15. nóvember kl. 20:00
PðskafGio tii Paiú
Ævintýri í ríki lnka 7. - 22. apríl
Efnt verður til ferðakynningar á páskaferð til Perú í Skála á
Radisson SAS Hótel Sögu miðvikudaginn 15. nóvember kl. 20.00.
Ferenc Utassy, fararstjóri, kynnir ferðina og töfra Perú með litskyggnum.
Nánari upplýsingar um ferðina er að finna á bls. 41
Vetrarsól 2000-2001 og á heimasíðu Úrvals-Útsýnar.
Kaffiveitingar kosta 220 kr
á manninn.
Verið velkomin.
b -■■■■. » .
URVAIUTSYN
www.urvalutsyn.is