Morgunblaðið - 14.11.2000, Síða 60

Morgunblaðið - 14.11.2000, Síða 60
,60 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN JÓNSSON, fyrrv. bóndi og oddviti, Ormsstöðum, Norðfirði, lést á Sjúkrahúsinu Neskaupstað sunnudaginn 12. nóvember. Hulda A. Scheving, Garðar Scheving, Jón Þór Aðalsteinsson, Magnea Móberg Jónsdóttir, Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, Finnur Malmquist, Jakob Sigfinnsson, barnabörn og langafabörn. + Ástkær móðir okkar og amma, JÓRUNN ÁRMANNSDÓTTIR, Heiðargerði 110, Reykjavík, sem lést á Landspítala Landakoti, deild L4, miðvikudaginn 8. nóvember, verður jarðsungin frá Grensáskirkju föstudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Sturla Sighvatsson, Helga Sighvatsdóttir, Kristín Sighvatsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Njálsgötu 31 a, lést aðfaranótt laugardagsins 11. nóvember á elliheimilinu Grund. Birgir Birgisson, Guðrún Gunnarsdóttir, Ólafur Magnússon, Lilja Sigmundsdóttir, Emilia Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma KRISTJANA HÁKONÍA STURLUDÓTTIR, elliheimilinu Grund, lést föstudaginn 10. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Sölvi Sölvason, Guðrún K. Þorsteinsdóttir, Andrés Sigurbergsson, Dís Aðalsteinsdóttir, Hlynur Sigurbergsson, Ingibjörg Sigmarsdóttir, Ragnar Sigurbergsson, og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHILDUR SIGRÍÐUR VALDIMARSDÓTTIR, Hólshúsi, Sandgerði, lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 12. nóvember. Börn hinnar látnu. + Eiginmaður minn, ÁRNI GUÐMUNDSSON frá Vestmannaeyjum, Reynigrund 81, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans sunnu- daginn 12. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Bergþóra Hannesdóttir. HALLDÓR KJARTANSSON + Halldór Kjart- ansson fæddist að Kjartansstöðum í Hraungerðishreppi 31. janúar 1947. Hann lést á heimili sínu Hlíðarási 5, Mosfellsbæ, laugar- daginn 4. nóvember siðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ása María Björnsdóttir, hús- móðir, f. 30.9. 1910, d. 2.6. 1956 og Kjartan Þorkelsson, bóndi, f. 19.11. 1892, d. 9.9. 1988. Halldór var næstyngstur átta alsystkina. Þau eru í aldursröð: Björn Kjartans- son, Fitjakoti, Kjalarnesi, kvænt- ur Svölu Árnadóttur, hann á þrjú börn og tvo fóstursyni; Guðrún Kjartansdóttir, Akrakoti, Innri- Akraneshreppi, gift Birni El- lertssyni (látinn), eignuðust þau átta börn; Þorkell Kjart- ansson, Fellsenda, Skilmannahreppi, hann á eina dóttur; Tvfburasystkinin Ás- mundur Kjartansson, Fellsenda, Skil- mannahreppi og Anna Lilja Kjartans- dóttir, Mosfellsbæ, gift Guðmundi Ósk- arssyni, eiga þau þrjú börn; Ragnheið- ur Kjartansdóttir, Mosfellsbæ, eignaðist tvö börn með sambýlismanni sín- um Garðari Sigmundssyni (lát- inn); Svanborg Kjartansdóttir, Reykjavík, eignaðist tvo syni með sambýlismanni sínum Edvard Kristjánssyni, fyrir átti hún einn son. Halldór átti eina hálfsystur, Kristínu Kjartansdóttur, sem gift Dagana 31. október til 3. nóvem- ber var mikið rok á Kjalarnesi., en svo rann upp laugardagurinn 4. nóv- ember, yndislega blíður haustdagur, sólin skein og allt var svo fallegt. Fljótlega syrtir þó að, þegar Krístín hringir og segir okkur að Halldór sé dáinn. Halldór, þessi lífsglaði og skemmtilegi yngsti bróðir og mágur, það gat ekki verið að hann væri dá- inn. Það tók okkur dálítinn tíma að skilja að það var staðreynd. Eg, mágkonan, kynntist honum fyrir rúmum 30 árum, ungum og dá- lítið galgopalegum, fannst mér, sem var að verða þrítug. En það var ómögulegt annað en að láta sér þykja vænt um Halldór. Þegar hann kom akandi á fína jeppanum sínum og sagðist vera kominn til að fá að borða. Það var ekki annað hægt en að finna til einhvern mat handa hon- um. Alltaf var hann hress og kátur. Halldór varð fyrir þeirri ógæfu að móðir hans lést þegar hann var níu ára gamall. En ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Halldór fór í fóstur til föðursystur sinnar, Ursúlu Þorkelsdóttur, og Bjarna Ingvars Jónssonar, að Lax- árnesi í Kjós. Ursúla og Ingvar áttu 4 börn, Fjólu (látin), Olaf, Auði og Þrúði, sem öll, ásamt mökum sínum, reyndust Halldóri eins og bestu systkin. Með árunum var Halldór að segja okkur ýmislegt um heimilið í Laxárnesi sem jók skilning okkar á því, hvað hann var lánsamur, að lenda hjá svo góðu fólki. Fyrst og fremst sagðist hann hafa lært að tala rétta íslensku. Maður var leiðréttur í hvert skipti sem manni varð á að segja einhverja vitleysu, sagði Hall- dór oft. Þar lærði hann kvæði og vís- ur, þar lærði hann að dansa „gömlu dansana“ og þar lærði hann að syngja, en söngurinn hefur verið stór þáttur í lífi hans. Hafi allt þetta góða fólk þökk fyrir. Áföllin voru ekki búin hjá Hall- dóri. Hann veiktist snemma árs 1970. Þetta reyndust vera smitandi berklar. Okkur var þetta mikið áfall og munum vel daginn sem við keyrð- um hann upp að Vífilsstöðum. Það voru þung spor að ganga út af Vífils- stöðum og skilja hann þar eftir. En gæfan hafði ekki yfirgefið Halldór, því á Vífilsstöðum kynnist hann henni Kristínu sinni. Þau voru fallegt par. Þau giftu sig og eignuðust fjög- ur böm, sem öll lærðu að spila á hljóðfæri og voru í lúðrasveit. Sein- asta gæfuákvörðunin, sem þau tóku saman, var að fara núna í byrjun október til Bandaríkjanna að skoða litlu sonardótturina, Emmu Ashley, og sjá hvernig Valdimar sonur þeirra býr. Þessi ferð tókst afskaplega vel og margar myndir teknar. Ein besta myndin, fínnst okkur vera af Hall- dóri í stuttbuxum, úti að ganga með barnavagn, eins og sannir afar gera. Nú, tæpum mánuði seinna, er litla fjölskyldan á leið heim til að kveðja pabba, en líka til að gleðja mömmu. Á ámnum sem Halldór var í Lax- árnesi var stóri bróðir að keyra mjólkurbíl úr Leirársveitinni til Reykjavíkur. Þá stóð stundum lítill drengur við girðinguna og vinkaði, hann vissi að stóri bróðir gat ekki alltaf stoppað, en þegar hann stopp- aði voru miklir fagnaðarfundir. Seinna, 1963 til 1965, sóttist Hall- dór eftir að fá að fara með bróður sínum í vöruflutningabílnum, bæði á Vestfirði og Austfirði. Það voru ógleymanlegar ferðir að hafa Hall- dór með. Hann fór með vísur, sagði sögur og söng, það var engin hætta á að sofna með Halldór í bílnum. Ein- hverju sinni lentu þeir í miklum háska að vetrarlagi. Björn nærri búinn að missa bílinn útaf við brúna yfir Gilsá á Jökuldal. Það var í eina skiptið sem Halldór þagnaði, en allt fór vel og hann tók gleði sína aftur. í þessum ferðum kom í ljós hvað bræðurnir áttu margt sameiginlegt og hvað þeir hugsuðu líkt. Þegar þeir vom að lesta og losa bílinn unnu þeir saman sem einn maður. Halldór var hamhleypa til verka, sterkur og út- haldsgóður. Mörgum ámm seinna kom Halldór í vinnu til okkar í Fitja- koti um tveggja ára skeið. Hann var laginn gröfumaður, hann var frábær á jarðýtu, en fyrst og fremst var hann mikill gleðigjafi í hópnum. Elsku Kristín, Björk, Dögg, Bjarni Ingvar, Valdimar og aðrir ástvinir, okkur finnst lífið ekki alltaf sanngjamt, en við eram öll ríkari eft- ir að hafa þekkt Halldór. Guð varð- veiti ykkur og gefi ykkur styrk til að komast í gegnum þetta mikla áfall. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur og okkar afkomendum. Svala og Bjöm, Fitjakoti. Eg sit hér við tölvuna mína og hugsa til baka. Aftur til unglingsár- anna þegar þú komst í Kjósina, ung- ur að ámm, ljóshærður grannur stráklingur frá Akranesi. Tilefnið var ekki gleðiiegt, öðm nær. Móðir þín lá banaleguna og lést sama sum- ar. Faðir þinn bað systur sína fyrir strákinn og varð það úr að fengnu samþykki húsbóndans á heimilinu. Þar með varst þú orðinn sveitastrák- ur og uppeldisbróðir minn. Það fyrsta sem þú tókst þér fyrir hendur á nýja heimilinu var að elta hænurn- ar og gera heiðarlega tilraun til að dáleiða hanaræfilinn við lítinn fögn- uð húsbændanna á bænum. En allt lagaðist þetta nú og þú fórst að sinna sveitastörfunum, sækja kusurnar, keyra farmallinn, smala, taka þátt í heyskapnum og yfirleitt allt sem til féll. Einnig sá fóstra þín um að þú kynntist eldhússtörfum og tiltekt. Það kom þér til góða þegar þú varst búinn að stofna heimili og eignast börn og bum. Á löngum vetrarkvöld- um að skóla loknum sátum við svo og lékum okkur að Velti-Pétri og öðrum leikjum á meðan hlustað var á gömlu gufuna. Á sumrin var svo stundum farið í sjóinn sem var volgur þegar hann féll að á heitum sumardögum og eins fórstu í Skorá og baðaðir þig þar sem dýpst var. Þú hafðir snemma gaman af sögum, vísum og söng. Einnig tókstu vel eftir ýmsum var Guðmundi Kr. Jónssyni (lát- inn), eignuðust þau níu börn. 9. september 1971 kvæntist Halldór eftirlifandi konu sinni Kristínu Vigdísi Valdimarsdótt- ur, f. 11.11. 1952, foreldrar henn- ar voru Hulda Pálína Vigfúsdótt- ir, f. 20.7. 1918, d. 7.7. 2000, og Valdimar Björnsson, f. 5.8. 1907, d. 19.1. 1991. Systkini Kristínar eru: Guðrún Erla Skúladóttir, gift Jóhannesi Gislasyni, þau eiga þrjár dætur; Jensína Nanna Eiríksdóttir, hún á tvo syni; Mar- grét Birna Valdimarsdóttir, gift Vali Símonarsyni, þau eiga einn son; Björn Valdimarsson, kvænt- ur Marisku van der Meer, þau eiga tvö börn. Börn þeirra Kristínar og Hall- dórs eru: 1) Valdimar Páll, f. 15.5. 1973, kvæntur Laurie Anne Berg og eiga þau eina dóttur Emmu Ashley, f. 7.7. 2000. 2) Bjarni Ingvar, f. 15.8. 1977, í sam- búð með Lóu Björk Óskarsdótt- ur; 3 og 4) tvíburasysturnar Björk og Dögg, f. 24.6. 1983. Útför Halldórs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. skringilegheitum í kringum þig. En nú er skarð fyrir skildi. Ekki granaði mig þegar fjölskyldan hittist fyrsta vetrardag að á einu andartaki yrð- irðu hrifinn burt úr þessum heimi. Þú varst glaður og reifur, nýkominn frá því að sjá bamabarnið þitt í Am- eríku. Stráðir um þig sögum og reyktir pípuna þína. Sagðir frá kór- unum sem þú varst í. Það átti að halda konsert í Álafosskórnum bráð- um. En nú er söngurinn hljóðnaður og sögurnar verða sagðar annars staðar. Pípan í hendi hinum megin. Farðu vel, Dóri bróðir, og þökk fyrir samverana hér. Megi guð styrkja og styðja fjölskylduna í sorginni. Þín systir, Þrúður. Hann Dóri er nú fallinn frá, langt um aldur fram, 53 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, óvænt og snöggt hrifinn burt frá fjöl- skyldu sinni. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvær dætur sem era í framhaldsskóla og tvo uppkomna syni sem stofnað hafa eigin heimili. Mér þykir hlýða að kveðja þennan vin minn með nokkram orðum. Sporaslóðir okkar lágu saman er hann kom til starfa hjá mér nokkru eftir fermingu. Halldór ólst upp með foreldram sínum á Akranesi. Vandi steðjaði að heimilinu við fráfall móður hans er hann var aðeins níu ára gamall. Þá varð það úr að hann færi til föður- systur sinnar, Úrsúlu Þorkelsdóttur, og Ingvars Jónssonar bónda í Lax- árnesi í Kjós. Hlaut Halldór þar hið besta atlæti og lauk sínu skyldunámi í Ásgarðsskóla í Kjósarhreppi. Hann taldi það mikið lán að hafa fengið að dvelja á þessu menningar- og mynd- arheimili. Þegar Dóri kom svo til okkar að Reykjum kunni hann ýmislegt fyrir sér, bæði í leik og starfi. Þá leiðsögn hafði hann hlotið hjá fósturfjölskyldu sinni í Laxárnesi. I Kjósinni var mik- il menningarstarfsemi og sagt að þar væri fundarstjóri á hverjum bæ. Menn funduðu mikið, sungu í kóram, stunduðu íþróttir og spiluðu á spil. Allskyns lausavísur og annar kveð- skapur og skáldskapur vai’ í heiðri hafður og tók drengurinn góðum þroska í því umhverfi. Hann stund- aði söng og fór með vísur hvenær sem færi gafst æ síðan. Halldór var á Reykjum í tvö til þrjú ár og reyndist natinn og virkur við hvaðeina er laut að fjölbreyttum bústörfum. Hann var verklaginn og athugull og hollur í starfi. Hann varð fljótt laginn ökumaður, jafnt á fólks- bílum sem stórvirkum vinnuvélum, og vann um hríð hjá Birni bróður sín- um, vinnuvélaverktaka í Fitjakoti. Hann vann einnig víða annars staðar í Mosfellssveit, m.a. á Álafossi. Dóri fékk berkla um 1970, er hann var rúmlega tvítugur. Hann dvaldi þá á Vífilsstöðum í eitt ár og náði góðum bata. Þar kynntist hann konuefni sínu, Kristínu Valdimars- dóttur. Þau stofnuðu fjölskyldu og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.