Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BENEDIKT ÞÓRÐ UR
JAKOBSSON
+ Benedikt Þórð-
ur Jakobsson,
verslunarmaður,
fæddist að Horni í
Miðfirði, Vestur-
Húnavatnssýslu
hinn 29. maí 1920.
Hann lést á heimili
sínu að Meðalholti
19 í Reykjavík 5.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jakob Þórðar-
son, bóndi á Horni
og víðar í Miðfirði,
f.3.11. 1860, d. 16.4.
1924 og Helga Guð-
mundsdóttir, f. 13.12. 1877, d. 6.
3. 1958. Benedikt var yngstur sjö
systkina: Jónatan L., kennari og
skólastjóri, f. 22.9. 1907, d. 13.3.
1996. Fyrri kona Svanhvít Ste-
fánsdóttir, látin, seinni kona Mar-
grét Auðunsdóttir, látin; G. Mar-
inó, bóndi Skáney, Reykholtsdal,
f. 2.11. 1908, d. 20.6. 1989, kvænt-
ur Vilborgu Bjarnadóttur frá
Skáney; Guðrún, húsmóðir, f. 9.4.
1910, d. 28.2. 1974, gift Finnboga
Ingólfssyni, sjómanni og verka-
manni, látinn; Þuríður, f. 20.3.
1912, d. 21. 12. 1914; Elín S., hús-
móðir og verslunarkona, f. 21.1.
1914 og lifir hún
systkini sín, gift Hall-
dóri Guðjónssyni,
skólastjóra, látinn;
Þuríður, verkakona,
f. 4.4. 1919, d. 19.1.
1997.
Benedikt kvæntist
Svandísi Guðnmnds-
dóttur 6. september
1952. Foreldrar
hennar voru Hall-
gerður Sessclja Hall-
grímsdóttir, verka-
kona, f. 17.11. 1897 í
Bolungarvík, d. 24. 3.
1983 og Guðmundur
Ásgeirsson, sjómaður í Bolungar-
vík, f. 21.9. 1894, d. 29.8. 1972.
Benedikt og Svandfs eignuðust
Qóra syni: 1) Jakob, f. 5.1. 1951,
d. 1.7. 1996, maki Gunnhildur J.
Halldórsdóttir, f. 16.10. 1955.
Þau skildu. Börn þeirra eru: Jó-
hanna Dagmar, f. 4.9. 1978, sam-
býlismaður Ingibergur Oddson, f.
23. 3. 1973, barn Jökull Ingi, f.
3.4. 2000. Bencdikt Þórður, f. 7.2.
1982. Júlíus Ágúst, f. 1.2. 1984. 2)
Bergur, f. 15.1. 1952, maki Ragn-
hildur Þórarinsdóttir, f. 5.1.
1953. Börn þeirra eru Krístín
Halla, f. 8.3. 1980, unnusti Gutt-
Við andlát Benedikts Þ. Jakobs-
sonar fækkaði um einn í dyggum
hópi stuðningsmanna Knattspyrnu-
félagsins Vals. í þeim hópi hafði
hann verið frá unga aldri og sýnt fé-
laginu ræktarsemi og áhuga alla tíð.
Benedikt var ekki eini meðlimur
fjölskyldu sinnar sem fylgdi félaginu
að málum því þrír af fjórum sonum
hans og Svandísar konu hans iðkuðu
íþróttir í Val frá barnæsku og til
fullorðinsára og urðu þekktir af-
reksmenn innan félagsins í fleiri
greinum en einni.
I viðtali sem birtist i Valsblaðinu
árið 1969 sagði Benedikt frá því að
hann hefði byrjað að taka syni sína
með sér á völlinn mjög unga og taldi
ekki óhugsandi, að það hafi haft
áhrif á áhuga þeirra á íþróttum og
Val. „Þegar ég varð svo verulega
var við áhuga þeirra hvatti ég þá til
að fara á Valsvöllinn og leika sér þar
og þegar þeir fóru að ná þeim ár-
angri að vera valdir í keppnislið fór
ég að fylgjast með þeim og horfa á
leiki þeirra", sagði hann líka í sama
viðtali.
Þannig kynntumst við, sem vor-
um samtíma sonum hans í Val,
Benedikt fyrst. Hann fylgdist
dyggilega með kappleikjum okkar
hvort sem þeir voru að Hlíðarenda
eða annars staðai- í Reykjavík.
Hann kom oftast gangandi á völlinn
>g þó hann léti ekki mikið fyrir sér
'ara leyndi stuðningur hans sér ekki
og þétt handtakið að leik loknum
sagði okkur meira en mörg orð.
Benedikt fylgdist með leikjum Vals
alla tíð og alltaf þegar hann sá okk-
ur félagana á vellinum heilsaði hann
kumpánlega og það var gaman að
hitta hann.
Ekki brást það að hann mætti á
Hlíðarenda í afmæliskafflð 11. maí
ár hvert og hans verður saknað
þann dag á næsta ári þegar félagið
heldur upp á 90 ára afmæli sitt.
Benedikt sóttist ekki eftir stjórnar-
störfum eða vegtyllum innan Vals
en hann var til staðar, greiddi sitt
félagsgjald og unni félaginu. Hann
var einn þeirra manna sem hverju
íþróttafélagi eru nauðsynlegir og
stuðningur hans og hvatning til sona
sinna og félaga þeirra skilaði félag-
inu miklu á sínum tíma.
Fyrir hönd þessara félaga og ann-
arra Valsmanna flyt ég Svandísi
konu hans, sonum þeirra og fjöl-
skyldum innilegar samúðarkveðjur.
Valsmenn minnast Benedikts Þ.
Jakobssonar með þakklæti og virð-
ingu.
Reynir Vignir, formaður Vals.
Samstarfsmaður, frændi og vinur
er fallinn frá. Benedikt Þ. Jakobs-
son, eða Bensi eins og hann var allt-
af kallaður, var Húnvetningur,
fæddur 1920 á bænum Horni (Litla-
Hvammi) í Miðfirði, Vestur-Húna-
vatnssýslu. Hann var aðeins fjög-
urra ára þegar Jakob faðir hans dó
og flutti hann þá með Helgu, móður
sinni, suður til Hafnarfjarðar. Þar
bjuggu þau í nokkur ár en fluttu þá
til Reykjavíkur.
Hann byrjaði starf sem sendi-
sveinn hjá versluninni Brynju 1936
og starfaði þar óslitið alla sína
starfsævi eða til 1995 er hann ákvað
að hætta að eigin ósk eftir tæplega
60 ára starf. Bensi var traustur og
góður starfsmaður og vann Brynju
alla tíð mjög vel. Hann sá t.d. um
alla lyklasmíði í versluninni í tugi
ára. Bensi var kannski ekki alltaf
margmáll en ávallt var stutt í létt-
leikann hjá honum. Hann var alla tíð
mikill neftóbaksmaður og var það
ósjaldan að menn kæmu inn í búðina
bara til þess að fá í nefið hjá Bensa
enda var hann iðinn við að rétta
mönnum tóbaksdósina, þar á meðal
undirrituðum. Þótt Bensi hætti að
vinna í búðinni kom hann reglulega í
heimsókn. Vorum við alltaf jafnglöð
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins
í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangs-
stræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í
símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast
við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða
2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ormur Hrafn Stefánsson, f. 25.5.
1979. Þórður, f. 5.6. 1982. Signý,
f. 15. 5. 1985. 3) Helgi, f. 14.11.
1953, maki Krístín Helgadóttir, f.
21.1. 1961. Barn þeirra Helga
María, f. 22.1. 1998. Börn Kristín-
ar, Magnús Jónsson, f. 25.4. 1983,
Margrét Helga Stefánsdóttir, f.
31.10. 1988, Andri Már Stefáns-
son, f. 26.11. 1989. 4) Sigurbjörn,
f. 3.10. 1964.
Benedikt ólst upp í Miðfirði til
12 ára aldurs en fluttist þá með
móður sinni til Hafnarfjarðar.
Þar bjuggu þau í fáein ár áður en
þau fluttu til Reykjavíkur. Bene-
dikt hóf fljótlega störf hjá Versl-
uninni Brynju og starfaði þar alla
sína starfsævi, um 60 ár, eða þar
til hann lét endanlega af störfum
fyrir flmm árum. Annað ævistarf
Benedikts, sem hann stundaði í
frítíma sínum, voru ættfræði-
rannsóknir, sérstaklega á ættum
Húnvetninga og leituðu margir
til hans um ættfræðiupplýsingar.
Bókband lagði hann stund á, sér-
staklega á seinni árum. Benedikt
var áhugamaður um íþróttir og á
sínum yngri árum var hann í fim-
leikaflokki hjá Ármanni. Hann
var stuðningsmaður Knatt-
spyrnufélagsins Vals og virkur
bakhjarl þess til langs tíma, eink-
um í starfi yngri flokka knatt-
spyrnudeildar félagsins.
Útför Benedikts fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
að sjá hann og munum við sakna
þessara heimsókna.
Bensi var búinn að stunda bók-
band og ættfræði í mörg ár og lang-
aði til að fá meiri tíma til að sinna
þessum áhugamálum sínum. Hann
var mjög fróður í ættfræði, sérstak-
lega minnugur og gat þulið ættir
manna langt aftur I tímann. Einnig
um allan þjóðlegan fróðleik, bæjar-
nöfn og ýmis kennileiti um land allt.
Á fullorðinsaldri lærði hann á tölvu
og eftir það notaði hann hana mikið
við að færa inn ættartölur. í gegn-
um ættfræðina eignaðist hann
marga góða vini og margir leituðu
til hans í því sambandi. Hann skrif-
aðist á við marga og hafði hann
gaman af að miðla öðrum af sínum
fróðleik. Sérstaklega gladdi hann
það samband sem hann náði við
frændfólk sitt í Vesturheimi.
Með þessum fáu línum vil ég
þakka Bensa fyrir langt og gott
samstarf. Við starfsfólk Brynju
vottum Svandísi og öðrum ættingj-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu hans.
Brynjólfur Björnsson.
ALFHEIÐUR ERLA
ÞÓRÐARDÓTTIR
+ Álfheiður Erla
Þórðardóttir
fæddist á Fossi í
Mýrdal 24. maí 1946.
Hún lést á líknar-
deild Landspitalans í
Kópavogi 22. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 27. október.
Það er erfitt að setj-
ast niður og skrifa um
þig minningarorð,
Erla mín, ennþá erfið-
ara er að sætta sig við
að fá aldrei aftur að njóta samvista
við þig. Þú greindist með krabba-
mein fyrir sjö árum og varst búin að
há mikla baráttu. Héldum við alltaf í
vonina um að þú fengir aftur bata.
Alltaf sagðir þú að þér liði vel og
gafst aldrei upp. Þú varst mikil
hetja.
Eg er búin að þekkja þig í þrjátíu
og fimm ár og bjó hjá ykkur um tíma.
Við Guðrún Dagný komum alltaf í
öllum fríum til ykkar Adda í Olafsvík
og bjuggum þá ýmist
hjá ykkur eða mömmu
og pabba. Seinni árin
var það ég og Hildur Yr
sem vorum hjá ykkur.
Það fylgdi okkur ýmis-
legt í þessum ferðum
okkar og oft var heimili
ykkar undirlagt. Alltaf
var vel tekið á móti
okkur, mikið var hleg-
ið, mikið borðað og ekki
talið eftir þó hafa yrði
tvíréttað á jólum.
Þú varst búin að
ákveða allt er varðaði
útför þína og virði ég
það.
Ég og dætur mínar viljum að leið-
arlokum þakka þér samfylgdina,
kæra mágkona. Hafðu þökk fyrir
allt.
Elsku bróðir, Óli, Steinar og fjöl-
skyldur. Við vitum að ekkert getur
komið í staðinn fyrir það sem þið haf-
ið misst. Megi Guð varðveita ykkur í
sorginni.
Nína, Guðrún Dagný og
HildurÝr.
GUÐRUN
EINARSDOTTIR
+ Guðrún Einars-
dóttir fæddist í
Reykjavík 17. júní
1953. Hún lést á gjör-
gæsludeild Land-
spitalans við Hring-
braut 1. nóvember
síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Fella- og Hólakirkju
9. nóvember.
Það er staðreynd að
örlaganornimar eru á á
sveimi í lífi okkar allra.
Enginn veit með vissu
hvenær hans tími kem-
ur. Máttur örlaganornanna var yfir-
sterkari en okkar mannanna, Guð-
rún okkar er farin yfir móðuna miklu
fyrir tilstilli þeirra.
Kjarnorkukonan Guðrún var um
tíma móðir okkar allra enda var hún
í forsvari sundfélagsins þau ár er
undirritaðir sundmenn æfðu hjá fé-
laginu. I flestum æfingabúðum,
keppnisferðum og í félagsstarfi
sundfélagsins var Guð-
rún okkur innan hand-
ar, eldaði, smurði nesti,
hvatti okkur til dáða,
fagnaði með okkur
bæði sigrum og ósigr-
um. Hún var alltaf til
staðar er við þurftum á
henni að halda.
Elsku Guðrún. Takk
fyrir frábærar stundir,
bæði í lauginni og uppi
á bakka. Við munum
ávallt minnast þín sem
einstaklega atorku-
sams einstaklings sem
mótaði lífsreglur okkar
flestra.
Elsku fjölskylda, við samhryggj-
umst ykkur öllum innilega. Megi
góður guð styrkja ykkur í sorginni.
Fyrir hönd A-hóps Sundfélagsins
Ægis 1992-1997,
Sara Björg Guðbrands-
dóttir og Margrét
Vilborg Bjarnadóttir.
+ Gunnlaug fædd-
ist að Stafni,
Deildardal í Skaga-
firði, 13. október
1905. Hún lést í Dal-
bæ, Dalvík, 7. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Magnús
Guðmundsson og
Ingibjörg Jónsdótt-
ir, bæði ættuð úr
Skagafirði en móðir
hennar einnig úr
Svarfaðardal. Sem
barn flutti hún
ásamt foreldrum
sínum og systrum í Kot í Svarf-
aðardal, þar sem þau bjuggu
lengst af.
Gunnlaug giftist Antoni Páls-
syni og eignaðist með honum
eina dóttur, Ingibjörg Krist-
rúnu, sem er látin. Hennar maki:
Magnús Þorbergsson og eignuð-
ust þau þrjú börn. Gunnlaug og
Anton slitu samvistum. Seinna
hóf hún sambúð með Gunnlaugi
Við systurnar nutum þeirra for-
réttinda að alast upp með afa og
ömmu á heimilinu. Það er eitthvað
sem ekki svo mörg börn fá tæki-
Jónssyni, f. 15.12.
1904, d. 17.4. 1985,
frá Melbreið í Fljót-
um. Börn þeirra
eru: Lena, maki Jó-
hann F. Sigur-
björnsson, þau
eignuðust fimm
börn; Erla Aðal-
björg, maki Sigfús
Sigfússon, og eiga
þau fjögur börn;
Magnús Páll,
ókvæntur og barn-
laus, og Halla
Ragnheiður, maki
Gylfi Ketilsson.
Halla var áður gift Magnúsi
Tryggvasyni og eiga þau tvö
börn. Barnabörnin urðu fjórtán
talsins, tvö eru látin. Barna-
barnabörnin eru tuttugu og
fimm og tvö barnabarnabarna-
börn.
Útför Jónínu Gunnlaugar fer
fram frá Urðarkirkju, Svarfað-
ardal, í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
færi til í dag. Það er þó ekki fyrr
en við lítum til baka sem við gerum
okkur grein fyrir hvað það var okk-
ur mikils virði. Við fengum að
kynnast þeirra lífsviðhorfum og
heyra allt um það hvernig lífið
gekk fyrir sig í gamla daga. Afi og
amma, eins og aðrir af þeirra kyn-
slóð, upplifðu alveg gífurlegar
breytingar á sinni ævi; þau ólust
upp í torfbæ í upphafi aldarinnar,
kynntust ekki rafmagni eða síma,
að neinu ráði, fyrr en þau voru
komin á miðjan aldur og steinhús
var byggt á Atlastöðum. Skyldu
komandi kynslóðir eiga eftir að
upplifa svona miklar breytingar á
lífsháttum sínum eins og amma og
afi gerðu?
Hún amma okkar var myndarleg
kona. Hún hafði gaman af sam-
skiptum við annað fólk og þeir sem
komu í hlaðið heima fóru ekki var-
hluta af gestrisni hennar. Það var
alltaf tii nóg af kaffi og meðlæti í
eldhúsinu hjá ömmu.
Hinn 13. október síðastliðinn var
haldið upp á 95 ára afmæli ömmu á
Dalbæ, þar sem hún dvaldi síðustu
árin. Þetta var ánægjulegur dagur
sem við áttum með henni þar og
gott að fá að eiga þessa stund sam-
an.
Elsku amma, hvíl þú í friði.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Harpa Rún, Kristjana og
Gunnlaug Jóhannsdætur.
JONINA GUNNLAUG
MAGNÚSDÓTTIR