Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 70

Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir HVERNIS \ SENSUR \ LETIKASTIÖ? I Ljóska Ferdinand £ AvilLrYidt'ficJM' ’^AÁjiIíinatúit arxL a/díjrhwvúdtÚY^-lcrL waÍcKffc^aíatvi^aiíL tfasAcLmlJjuZ. tfdt, achoot JjuW. Vl GUESSTHIS , U)A5 AIEARNIN6 EXPEKIENCE, HUH, Bl6 BROTHER 7 tzc. /iVe learnep SOMUCHLATELYj I CAN'T l^TANP IT.. BETTER THAN \ 6ETTIN6 WHACKEP UJITH A ROLLEP UP NEUJSPAPER.. Ég ætla ekki að sofna þegar ég bíð eftir skólabílnum. Ég ætla ekki að sitja og horfa á systur mina sofna þegar ég bíð eftir skólabílnum. Ég held að þetta hafi verið þörf lexía, stóri bróðir. Ég hef lært svo mikið upp á sið- kastið að ég þoli ekki við lengur. Betra en að vera sleginn i hausinn með upprúlluðu dagblaði. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík # Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329 „Egill sterki“ - eða þannig Frá Jóhannesi Proppé: Ölgerð Egils Skallagrímssonar hef- ur verið seld, afkomendur stofnanda fyrirtækisins hafa gefist upp á rekstrinum og selt það í hendur nýrra eigenda, vonandi til góðs frek- ar en hins. Mínar fyrstu æskuminningar um þetta gamla rótgróna fyrirtæki eru einstaklegar ljúfar og skemmtilegar, (fæddur 1926). - í „gamla daga“ var hægt að panta gosið og ölið í kössum beint frá framleiðendum og var það alltaf sérstakur viðburður er bíllinn frá Ölgerðinni renndi í hlað og karl- amir með þykku svunturnar byrjuðu að bera kassana inn í geymslu og taka tómar flöskur í öðrum kössum til baka. Og hvað var svo í kössunum, hvað hafði pabbi nú pantað?. Hafði hann nú munað eftir Hind- berja og Jarðarberja límonaðinu, Cabesoinu, Sitróninu, en þessar teg- undir hafa allar geispað golunni fyrir löngu og hafa ekki fengist í mörg ár, afhverju veit ég ekki. Maltið mátti jú aldrei vanta, sérstaklega ef maður skyldi nú verða veikur, þá var Maltið hluti af lækningunni því manni var fært Maltið í rúmið, (veikindi nokkuð tíð í þá daga). En það varð að vera eitthvað alvarlegt að til að fá slíka þjónustu. Nú, svo var að sjálfsögðu Pilsner- inn með grænu miðunum og Bjórinn með bláu og hvítu miðunum, þetta var fyrir „kallana" ásamt Sodavatn- inu þegar þeir spiluðu Lomber. Svo um jól og aðrar stórhátíðar kom kút- urinn góði í trégrindinni með smellta tappanum, en í honum var „Jólaölið“ sem var alveg ómissandi með hátíð- armat. Svo allt í einu var maður sjálfur orðinn „pabbinn" sem pantaði og val- ið var ósköp líkt, en sumar tegundir hurfu en aðrar komu í staðinn. Lengi vel fékk maður þetta áfram sent heim, með gömlu góðu „ svuntu- köllunum", en svo varð maður að fara og sækja þetta sjálfur, á Frakk- astíginn og síðar inn á Rauðarárstíg. Skila tómum flöskum og kössum og rogast með þá fullu aftur út í bíl. Svo hvarf þetta allt, drykkirnir komnir í plastflöskur, kassarnir góðu horfnir, öllu pakkað inn í plast og nú farið í Kjörbúðina eða kaupmanninn á hominu. Oft var hart sótt að gömlu góðu Ölgerðinni, Sanitas, Vífilfell, Norð- anmenn og jafnvel innflutt gos. En maður var trúr „sínu félagi".' Helst var það Polo sem freistaði og þegar Cokið kom freistaði það einnig. Sér- staklega held ég að flöskulagið hafi aðallega freistað frekar en innihald- ið. - Síðan hafa stóru risarnir, Hag- kaup, Bónus o.fl. komið með sitt gos, oft sömu nöfn en ekki eins gott. Ég hef ekki alltaf verið sáttur við „mitt félag“, mér finnst stundum þeir fara offari í að auglýsa sinn sterka bjór, þrátt fyrir bann við slík- um auglýsingum eru þeir oft á gráa svæðinu. Ég barðist með Pétri sjó- manni í gamla daga fyrir sterkum bjór en sem betur fer náðum við eng- um árangri svo unglingamir fengu frið fyrir þeirri áreitni í mörg ár, lík- legast bjargað mörgum þeirra frá „sukki og svínaríi“. Þó ég sé í dag á móti sölu á sterk- um bjór, vil ég óska Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni alls hins bezta og að hinir nýju eigendur megi halda áfram að gleðja unga sem aldna með sinni gömlu og góðu framleiðslu og reyni að halda sig innan skynsam- legs ramma í auglýsingum. P.s. Mér skilst að hinir nýju eig- endur Ölgerðarinnar séu Islands- banki-FBA en þar á ég einhver hlutabréf. Svo ég er allt í einu orðinn „Bjórframleiðandi", „gott á þig“ seg- ir nú einhver. JÓHANNES PROPPÉ, Hæðargarði 33, Reykjavík. Að auka útgjöld án þess að gera það Frá Eiríki Brynjólfssyni: HERRA Geir H. Haarde. Eftirfar- andi var haft eftir þér um kjarabar- áttu framhaldsskólakennara í Morg- unblaðinu 7. nóvember sl.: „Það sjá allir að það er ekki hægt að ganga að þessu. Eg tel að það þurfí að fara skipulega í að breyta launakerfínu og vinnuskipulagi og að þar sé hægt að fínna leiðir til að bæta kjörin án þess endilega að auka kostnað ríkis- ins að sama skapi.“ (Leturbr. er mín). Þetta vakti óskipta athygli á vinnustað mínum. Og menn spyrja sem von er: Hvernig er unnt að hækka laun framhaldsskólakennara án þess að útgjöld ríkisins aukist að sama skapi? Almennt séð: Hvernig er unnt að auka útgjöld án þess að auka þau? Herra Geir H. Haarde: Hvernig er þetta hægt? Og ef þetta er hægt er þá ekki óábyrgt af þér að drífa ekki í því að semja við kennara um bætt kjör þeirra án þess að auka kostnað ríkisins? Ég þykist vita að þjóðin bíði spennt eftir skýringu á þessu. Ekki bara til að kjaradeila framhalds- skólakennara leysist heldur líka af almennum áhuga. Mér hefur til að mynda aldrei tekist að auka útgjöld mín nema með því að auka þau. Og mér er kunnugt um að vinir mínir og samferðamenn hafa sömu sögu að segja. Svo lumar þú á aðferð til að auka útgjöld án þess að auka þau! Ég sé ekki betur en að þetta gagnist líka gegn viðskiptahallan- um. Aukinn vöruinnflutningur sem ekki hefur í för með sér aukin út- gjöld eykur ekki viðskiptahallann. Svona mætti lengi telja. Herra Geir H. Haarde: Ekki þegja yfir þessari eitursnjöllu hag- fræði. EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON, kennari. Hvassaleiti 26, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.