Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 1 3 FRÉTTIR Alþjóðleg ráðstefna um forvarnir í geðheilbrigðismálum í Atlanta Allir geta bætt geðheil- brigði sitt Morgunblaðið/Kristinn Sigursteinn Másson varaformaður Geðhjálpar og Héðinn Unnsteinsson verkefnisstjóri Geðræktar. FORVARNIR í geðheilbrigðismál- um voru viðfangsefni alþjóðlegrar ráðstefnu sem nýlega var haldin í Atlanta í Bandaríkjunum, en ráð- stefnuna sóttu nær þrjúhundruð manns alls staðar að úr heiminum. Verndari ráðstefnunnar vai’ Rosal- yn Carter en meðal gesta voru Gro Harlem Brundtland forstöðumaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar og David Satcher landlæknir Bandaríkjanna. Sigursteinn Másson varaformað- ur Geðhjálpar og Héðinn Unn- steinsson, verkefnisstjóri Geðrækt- ar, sóttu ráðstefnuna og segja þeir að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem alþjóðleg ráðstefna er haldin um þetta efni og að um það hafi verið rætt að ráðstefna af þessu tagi marki ákveðin tímamót og endur- spegli þá breytingu sem orðið hafi í umræðu og vinnu að geðheilbrigð- ismálum að undanförnu. „Það er í auknum mæli að verða almennt viðhorf að geðrækt sé eitt- hvað sem höfði til allra, en sé ekki aðeins einkamál þeirra sem hafa veikst. Enda er geðheilbrigði hluti af almennu heilbrigði og það geta allir gert eitthvað til að bæta sitt geðheilbrigði,“ segir Héðinn og bætir því við að David Sacher hafi talað um það í sinni ræðu að við vissum í raun meira um geðraskanir og eðli þeirra heldur en um geð- heilsu og hvernig mætti efla hana og að hann hafi rætt um mikilvægi þess að reyna að breyta því. Sigursteinn og Héðinn segja að fram hafi komið að geðsjúkdómar fari vaxandi meðal íbúa á Vestur- löndum og að þunglyndi, til dæmis, sé sá sjúkdómur sem kosti vestræn- ar þjóðir næst mest allra sjúkdóma. „Talið er að árið 2010 verði þung- lyndi komið í fyrsta sæti og orðið sá sjúkdómur sem kostar vestrænar þjóðir mest. Þessi vaxandi tíðni þunglyndis er ein kröftugasta rök- semdin íyrir því að stunda öflugt forvarnarstarf meðal allra,“ segir Héðinn. „En það er jafnframt geysilega mikilvægt að fjalla einnig um geð- sjúkdómana sjálfa, til þess að stöðva þá fordóma og ranghug- myndir sem fólk hefur um þá,“ seg- ir Sigursteinn. Héðinn segir að Gro Harlem Brundtland hafi talað um það í sinni ræðu að mjög mikilvægt væri að sporna við aukinni tíðni þunglyndis. „Hún sagði að 5% af íbúum heims þjáðust af alvarlegu þunglyndi og talaði einnig um að fordómar fældu fólk frá því að leita sér meðferðar. Hún lagði einnig áherslu á að það væri hlutverk ríkisstjóma að fjár- magna geðræktarverkefni og koma forvarnarefni inn í skólakerfið eins snemma og hægt væri og að helst ætti að byrja í leikskólum og grunn- skólum,“ segir Héðinn. Þjóðir komnar mislangt í að beita rannsóknarniðurstöðum Mikið var rætt um þann gríð- arlega fjölda rannsókna á sviði for- varna í geðheilbrigðismálum sem gerðar eru úti um allan heim árlega og segir Sigursteinn að athyglisvert hafi verið að sjá hversu mislangt þjóðir virðast komnar í því að ná að beita þeim rannsóknamiðurstöðum sem fram koma. „Verið er að gera fjöldann allan af mjög áhugaverðum rannsóknum í mörgum löndum og var mikið rætt um mikilvægi þess að miðla upplýs- ingum um rannsóknarniðurstöður betui', þannig að forvamaraðilar njóti góðs af,“ segir Sigursteinn. „Það var mjög gaman að heyra af niðui'stöðum þeirra rannsókna sem verið er að gera og enn áhugaverð- ara þegar sagt var frá því hvernig tekist hefur að beita þessum nið- urstöðum úti í samfélaginu,“ segir Héðinn. Á ráðstefnunni var til umræðu að útbúinn yrði stór alþjóðlegur gagnagrunnur um geðheilbrigðis- mál sem settur yrði á Netið og segja þeir að rætt hafi verið um að þar yrðu settar fram rannsóknar- niðurstöður, ásamt verkefnum og áætlunum sem sýnt hefur verið fram á að hafi reynst vel. Eins segja þeir að sér hafi verið mikill akkur í því að komast í samband við fólk sem er að vinna að geðheilbrigð- ismálum og vinnur út frá sambæri- legri hugmyndafræði og Geðhjálp, en þeir segja að svo virðist sem stefna Geðhjálpar sé mjög í sam- ræmi við stefnu sambærilegra sam- taka í öðrum löndum. „Þessa mánuðina er Geðhjálp að stíga það skref að verða félag sem stendur fyrir almennt geðheilbrigði og forvamir og fræðslu á sviði geð- heilbrigðismála, í stað þess að vera sjúklingafélag eingöngu. Þetta er að breytast mjög hratt og vígvöllur okkar er núna miklu stærri en áður og þetta virðist mjög í samræmi við það sem er að gerast erlendis," seg- ir Sigursteinn. Þeir segja það hafa vakið athygli að starfsemi Geðhjálpar og Geð- ræktarverkefni Geðhjálpar, Land- læknisembættisins og geðsviðs Landspítala - Háskólasjúkrahúss, skuli að miklu leyti vera rekið með stuðningi einkaaðila, en sambærileg samtök erlendis séu yfirleitt hluti af opinberum stofnunum. Um það hafi verið rætt að starfsemi af þessu tagi þyki vænlegri til árangurs sé hún drifin áfram af áhuga þeirra sem að henni standa. Lögreglan stöðvaði einkasamkvæmi í Nýlistasafninu Telja lög- reglumann hafa beitt tilefnislausu ofbeldi LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði einkasamkvæmi í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í fyrrinótt um kl. 2.30 en nágrannar höfðu kvartað yfir há- vaða. Að sögn lögreglu kom í ljós að þar fór fram sala á áfengi en ekki hafði verið fengið leyfi til þess. Lög- reglumennirnir stöðvuðu samkvæm- ið og lögðu hald á áfengi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu veittust nokkm- gestanna þá að lögreglu- mönnum og í kjölfarið vom tveir handteknir. Einn lögreglumannanna var sleginn í andlitið. Ósk Vilhjálmsdóttir, stjórnarfor- maður Nýlistasafnsins, segir að- gerðir lögreglu hafa verið óþarflega harkalegar, en um hafi verið að ræða lokað samkvæmi fyrir félagsmenn. Hún segir samkvæmið hafa farið vel fram og á erfitt með að sjá að mikil tmflun hafi orðið af því. Þegai' lög- reglan kom á staðinn upp úr tvö um nóttina höfðu þeir ekki áður farið fram á það við samkvæmisgesti að þeir hefðu hægar um sig. Einn lög- reglumannanna hefði síðan að tilefn- islausu handtekið konu sem þar var gestur og jafnframt beitt hana óþarfa ofbeldi. Samkvæmisgestir hefðu ekki verið sáttir við fram- göngu lögreglunnar og af hafi spunnist nokkrar deilur. Þá hafi lög- reglan kallað til liðsauka og hand- tekið einn til viðbótar. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að nokkrar skýrslur hafi verið teknar í gær vegna málsins. Hann hafi hins vegar ekki séð skýrslurnar. Hann býst við að málið verði skoðað í dag. Morgunblaðið/Kristinn I gær var tilkynnt hverjir fengju viðurkenningu vegna kynningar sem væri í mestum samhljómi við boðskap jólanna. Auglýsing um jóla- kort 1 bestu samræmi við jólaboðskapinn SAMRÁÐSHÓPUR fulltrúa Bisk- upsstofu, Sambands ísl. auglýs- ingastofa, Samtaka verslunar- innar, Rekstrarfélags Kringl- unnar og Þróunarfélags miðborgarinnar veitti í gær við- urkenningar fyrir auglýsingar, útstillingar og skreytingar sem eru í bestum samhljóm við boð- skap jólanna. Sjónvarpsauglýsing Islands- pósts um sendingu jólakorta, sem gerð var af Mekkanó, þótti best, hún væri kyrrlát og vekti til um- hugsunar um að gleðja aðra með einföldum hætti á jóluni. Jólalýsingin í miðborg Reykja- víkur sem gerð var að undirlagi Miðborgarsamtakanna þótti besta skreytingin, lýsingin væri falleg og skapaði hátiðarblæ og Iíf. Þá vekur starfshópurinn at- hygli á framtaki nokkurra aðila: Jólatré Kringlunnar þar sem koma má fyrir gjafapökkum fyrir skjólstæðinga Mæðrastyrks- nefndar; vistvænum innkaupapok- um sem seldir eru fyrir krabba- meinssjúk börn; jólahúsinu í Grasagarðinum í Laugardal þar sem jólasagan er sögð með lát- lausum hætti og svonefndu kær- leiksklinki Landsbankans scm cr móttaka á erlendri smámynt til ágóða fyrir Umhyggju sem styður langveik börn. * Atak Eflingar vegna kjara og réttinda starfsfolks á veitinga- og skyndibitastöðum Menn stofna nýjar kennitölur og borga ekki laun SIGURÐUR Bessason, formaður Eflingar, segir að mikið vandræða- ástand ríki í kjara- og réttinda- málum starfsfólks á veitinga- og skyndibitastöðum. Félagið hafi þurft að höfða mörg mál til að fá innheimt laun fyrir félagsmenn. Mörg dæmi séu um að félags- og lífeyrisiðgjöldum sé ekki skilað. Félagið ætli því að taka þessi mál föstum tökum. „Við höfum í gegnum tíðina unnið í þessu, en það verður að segjast að þarna hefur ansi margt verið í ólagi. Þar verður engin breyting á nema að menn taki þetta sérstak- lega fyrir og komi þessu hlutum til betri vegar,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að veitinga- og skyndibitastaðir skæru sig úr hvað þetta varðaði í samanburði við aðr- ar atvinnugreinar. Starfsmenn Efl- ingar hefðu verið önnum kafnir við að reka mál fyrir félagsmenn í veit- ingageiranum sem teldu á sér brot- ið. Hann sagði brotin af ýmsum toga. Laun væru ekki greidd á rétt- um tíma og í ótrúlega mörgum mál- um væru þau alls ekki greidd. Félagið þyrfti því að höfða inn- heimtumál til að fá þau greidd. Ennfremur væru dæmi um að félags- og lífeyrisiðgjöld, sem vinnuveitendi hefði dregið af laun- um starfsfólks, skiluðu sér ekki, sem væri hreinn fjárdráttur. Ekki greitt eftir kjarasamningi Sigurður sagði að nokkuð algengt virtist vera að á veitingastöðum og skyndibitastöðum væri greitt svo- kallað jafnaðarkaup. Þetta kaup væri fundið með því að starfsmaður væri ráðinn í vinnu og hann fengi að vita að hann ætti að vinna dag- vinnu og tiltekna yfirvinnu. Síðan væri oft á tíðum óskað eftir að við- komandi ynni meiri vinnu en upp- haflega hefði verið rætt um. Það kæmi niður á yfirvinnugreiðslum sem starfsmaðurinn ætti rétt á. Fólk sem væri á jafnaðarkaupi fengi þvi á stundum lægri laun en samið hefði verið um í kjarasamn- ingum. Starfsmaðurinn ætti hins vegar erfitt með að átta sig á hvort hann fengi samningsbundin laun eða ekki. Sigurður sagði að mál sem færu í innheimtu hjá lögfræðingi væru alltaf skoðuð með tálliti til þess hvort launaseðlar kvæðu á um samningsbundin laun. Ef svo væri ekki væri vinnuveitanda sendur bakreikningur eftir að honum hefði gefist færi á að gera athugasemdir við útreikningana. Sigurður sagði að það sem væri furðulegt við þetta mál væri að ekk- ert virtist vera því til fyrirstöðu að menn sem hefðu gerst sekir um að svíkjast um að greiða laun eða skila lögbundnum greiðslum gætu stofn- að fyrirtæki með nýjum kennitölum og hafið sama leikinn aftur og aftur. „Það hlýtur einnig að vera erfitt að vera atvinnurekandi í þessu um- hverfi þegar samkeppnisaðilinn tíðkar það að stinga öllu undan á meðan viðkomandi stendur eðlilega að öllum málum. Það þarf því að koma til samstarf aðila þar sem menn sameinast um að reyna að koma því til leiðar að fyrirtækin starfi í svipuðu umhverfi og að það líðist ekki að skúrkar, sem eru með flesta hluti niðri um sig, fái að vaða uppi,“ sagði Sigurður. Hann sagði að Samtök atvinnulífsins ættu þess vegna að taka höndum saman við stéttarfélögin og leitast við að koma þessum málum til betri vegar. Hann sagðist hins vegar gera sér grein fyrir að mörg þessara fyr- irtækja væru ekki félagar í SA.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.