Morgunblaðið - 21.12.2000, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
Seinni gjöf á Svalbarði
ÞAÐ hefur verið mjög góð tíð í haust, alveg
einstök, segir Jón Skarphéðinsson bóndi í
Kringlu í Dalabyggð en hann var þá að gefa
fé sínu seinni gjöflna í fjárhúsunum á Sval-
barði. Tók Jón féð á hús um 20. nóvember
sem er heldur seinna en veiyulega.
Margir bændur eru farnir að hleypa hrút-
unum til ánna en Jón segist ætla að biða með
það fram til þriðja í jólum, segist verða að
hafa sauðburðinn í seinna lagi vegna þess að
hann hafi lítið pláss í fjárhúsunum.
Smyril
Line leitar
ásjár land-
stjórnar-
innar
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Færeyska skipafélagið Smyril Line
hefur snúið sér til færeyskra
stjórnvalda öðru sinni í von um
fjárhagsaðstoð. Skipafélaginu hefur
enn ekki tekist að standa við fjár-
hagsskuldbindingar sínar vegna
kaupa á nýrri ferju, Norrænu, til að
sigla á milli Islands, Færeyja, Nor-
ej;s, Danmerkur og Hjaltlandseyja.
Ottast ráðamenn Smyril Line að
Færeyingar muni missa ferjuna
hlaupi landstjórnin ekki undir
bagga.
Smyril Line hefur beðið land-
stjómina um að leggja fram sem
svarar til 250 milljóna. Segh' félagið
að geri stjórnvöld það ekki sé
hætta á að meirihluti hlutafjár í
Norrænu lendi í höndum erlendra
aðila. Þýska skipasmíðastöðin sem
samið hefur verið við um smíði
nýrrar ferju á veð í gömlu Nor-
rænu. Hafa Þjóðverjar frestað
smíði ferjunnar um ár og gefíð
Færeyingum frest til 1. febrúar til
að leggja fram fé.
Þetta er í annað sinn á rúmri
viku sem Smyril Line leitar til land-
stjórnarinnai'. í fyrra skiptið neit-
aði stjórnin að ábyrgjast lán til
félagsins. Sagði vinnumálaráðherr-
ann Bjarni Djurholm að lands-
stjórnin ætlaði ekki að endurtaka
þau mistök sem gerð voru á níunda
áratugnum er gengist var í ábyrgð-
ir fyrir fjölda einkafyrirtækja.
Landstjórnin mun svara skipafélag-
inu í upphafi næsta árs.
Skiptar skoðanir meðal lögfræðinga á dómi Hæstaréttar í máli Öyrkjabandalagsins gegn TR
Einhver afdrifarík-
asti dómur Hæsta-
réttar árum saman
RAGNAR Aðalsteinsson hæstarétt-
arlögmaður, sem sótti málið um
tengingu tekjutryggingar við tekjur
maka fyrir hönd Oryrkjabandalags-
ins gegn Tryggingastofnun ríkisins,
sagði að það væri margt merkilegt
við þennan dóm. Dómurinn væri að
segja að mannréttindi væru annars
vegar vemduð í stjórnarskrá og hins
vegar í alþjóðlegum samningum sem
Island hefði undirritað. Niðurstaða
dómsins væri sú að þó að alþjóðlegir
samningar væru ekki hluti af íslensk-
um lögum bæri að taka fullt tillit til
þeirra við túlkun á stjómarskránni.
Mannréttindi í þessum samningum
hefðu því ekki sömu stöðu og stjóm-
arskrárvarin mannréttindi en þau
hefðu hins vegar stöðu fyrii- ofan al-
menn lög.
Ragnar sagði að í þessum dómi
væri vitnað í alþjóðasamning Sam-
einuðu þjóðanna um efnahagsleg,
félagsleg og menningarleg réttindi
til stuðnings niðurstöðunni. „Það
finnst mér vera fyrsta yfirlýsing
Hæstaréttar um að öll mannréttindi
séu jafnrétthá. Það er út af fyrir sig
mjög merkilegt.
Það sem mér finnst þó ekki síður
merkilegt er að það er fallist á túlkun
mína á 65. gr. stjórnarskrárinnar um
að þar sé að finna reglu sem veitir
mannréttindum almenna vemd án
tillits til þess hvort þeirra er getið í
stjómarskránni eða ekki.“
Minnihluti dómsins segir í áliti
sínu að það sé hlutverk löggjafar-
valdsins, ekki dómstóla, að kveða á
um inntak og umfang þeirrar opin-
bem aðstoðar sem öryrkjum sé látin
í té. Ragnar sagði að það væri alkunn
kenning að ákvarðanir af þessum
toga lægju utan við verksvið dóm-
stóla. Hann sagði að vissulega þyrftu
dómstólar að veita löggjafarvaldinu
svigrúm til að taka ákvarðanir um
fjárhagslegar skuldbindingar o.s.frv.
„Hins vegar getur sú staða komið
upp að tilteknum hópum sé mismun-
að og það jafnvel á á óréttlátan hátt.
Þá eiga dómstólar að grípa inn í. Það
þýðir ekki að dómstólar hafi allt í
einu fengið vald til að ákveða fjár-
veitingar, síður en svo.“
Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta-
réttarlögmaður sagðist telja að
mefrihluti dómsins, þ.e. þrír dómarar
af fimm, væri með dóminum að taka
sér vald sem dómstóllinn hefði ekki
samkvæmt íslenskum stjómskipun-
arreglum. „Þetta er bara lagasetning
sem hér á sér stað,“ sagði Jón Stein-
ar.
Dómstólar settu
ekki lög
Hann sagði að hann hefði á und-
anfömum áram vakið máls á atriðum
sem vörðuðu verkaskiptingu milli
löggjafarvalds og dómsvalds. Dóm-
stólar settu ekki lög. Það væri ekki
þeirra hlutverk heldur að dæma eftir
þeim og þar á meðal auðvitað stjóm-
arskrárreglum.
„Þær stjómarskrárreglur sem hér
um ræðir er almennt ákvæði um jafn-
rétti og síðan ákvæði 76. gr um rétt
til aðstoðar vegna meðal annars sjúk-
leika, örorku og þess háttar. Þetta
era opin ákvæði og það eru allir klár-
ir á því að löggjafinn hlýtur að setja
lög um þessi réttindi og hvaða skil-
yrði menn þurfa að uppfylla til þess
að fá þau framlög sem þama er talað
um. Krafan sem við geram til Alþing-
is um þetta er að það sé ekki tilvilj-
unarkennd mismunun á milli manna
og að það séu málefnaleg sjónarmið
sem ráði þeim skilyrðum sem era lát-
in gilda um þetta í lögum. Það er eng-
inn vafi á því að þegar ákveðið er að
menn skuli njóta þessara bóta að
teknu ákveðnu tilliti til tekna maka
að þar era málefnaleg sjónarmið á
ferðinni," sagði Jón Steinar.
Hann sagði að tekjur maka hefðu
bæði að gömlu og nýju haft marg-
vísleg áhrif á réttarstöðu manna hér
á landi og væri þar um fyllilega mál-
efnaleg sjónarmið að ræða.
„Þeir sem vilja breyta þessu verða
að láta við það sitja að bjóða sig fram
til Alþingis og beijast fyrir breyting-
um á þessum lagaákvæðum. Dóm-
stólar hafa að mínum dómi ekki til
þess vald að víkja þessum laga-
ákvæðum til hliðar á þessum grand-
velli. Ég tel að dómstóll sem gerir
það sé í raun og vera að koma fram
einhvers konar pólitískum vildarvið-
horfum sínum sem dómstólar mega
alls ékki gera,“ sagði Jón Steinar.
Hann sagði að til viðbótar mætti til
dæmis benda á það í þessu sambandi
að dómur af þessu tagi hefði gríðar-
leg áhrif fyrir fjármál ríkisins og þar
bæra dómarar enga ábyrgð. „Þegar
svona ákvarðanir era teknar á jafn-
opnum og -veikum grundvelli og hér
er, liggur við að það megi jafna þessu
við stjórnskipulega kreppu í landinu.
Dómstólar era hér að taka sér vald
sem þeir alls ekki hafa að mínu mati,“
sagði Jón Steinar.
Hann sagði að það drægi úr for-
dæmisgildi dómsins að einungis þrír
dómarar af fimm hefðu komist að
þessari niðurstöðu. Auðvitað hefði
verið ástæða þess að skipa réttinn sjö
dómuram í jafnafdrifaríku máli og
gegndi furðu að það skyldi ekki hafa
verið gert.
Jón Steinar sagði að hér glitti í
ágreining um vinnubrögð dómstóla
og hlutverk þeirra í samfélaginu sem
væri ekki bara íslenskur heldur sæj-
ust dæmi um hann erlendis einnig.
Til dæmis hefðu dómar hæstaréttar
Flórída í margfrægum forsetakosn-
ingum nú verið réttilega mjög gagn-
rýndir fyrir að fela í sér breytingar á
lagaákvæðum. „Það er eins og menn
eigi erfitt með að sætta sig við að
þurfa að bjóða sig fram og hljóta um-
boð frá almenningi til þess að geta
breytt lögum,“ sagði Jón Steinar.
Hann bætti við að það væri ekkert
í alþjóðlegum sáttmálum sem vitnað
væri til í forsendum dómsins og ís-
land væri aðili að sem bannaði að tek-
ið væri tillit til tekna maka við
ákvörðun á svona bótum.
Fer lengra í að skerða vald
löggjafans en áður
Jakob R. Möller hæstaréttarlög-
maður segir að það sé alveg Ijóst að
dómur Hæstaréttar um tengingu
tekjutryggingar við tekjur maka sé
einhver afdrifaríkasti dómur sem
kveðinn hefði verið upp í Hæstarétti
áram saman og þá væri hann ekki að
tala um þær fjárhæðir sem dómurinn
myndi kosta ríkissjóð og skattþegn-
ana heldur hvaða afleiðingar þær að-
ferðir, sem Hæstiréttur beitti í túlk-
un sinni á 76. og 65. gr. stjórn-
arskrárinnar, hefðu á mörk
löggjafarvalds og dómsvalds.
Jakob sagði að í nútímasamfélagi
væra allfr sammála um að ríkinu
bæri að tryggja þegnunum öryggi í
framfærslu, þ.e.a.s. að þeir sem ekki
geta séð um hana sjálfir væri tryggð
ákveðin lágmarksframfærsla. Hins
vegar hafi verið litið svo á, eins og
reyndar komi skýrt fram í dóminum,
að löggjafarvaldið hafi mat á því
hvernig þessi lágmarkstrygging
verði virk og þá meðal annars með
tilliti til félagslegrar stöðu þeirra
sem þui-fi að pjóta slíkrar aðstoðar.
„Hæstiréttur segir í þessum dómi
að hinn almenni löggjafi hafi svigrúm
til mats á því hvemig þessi lágmarks-
réttindi skuli ákvörðuð en dómstólar
geti ekki vikið sér undan því að taka
afstöðu til þess hvort matið samrým-
ist grundvallarreglum stjórnar-
skrárinnar. Það sem er freistandi að
álykta um þennan dóm er að Hæsti-
réttur sé ekki aðeins að endurskoða
hvort mat almenna löggjafans sam-
rýmist þessum grundvallarreglum
heldur taka sér í hendur matið sjálft.
Með þessu er Hæstiréttur að fara
lengra í að skerða vald löggjafans til
að setja löggjöf um hin almennu
félagslegu málefni en áður hefur ver-
ið viðurkennt,“ sagði Jakob.
Hann sagði að einnig væra mjög
athyglisverðar hugleiðingar í dómin-
um um tengsl 76. og 65. gr. stjóm-
arskrárinnar og þar væri honum ekki
alveg ljóst hvort Hæstiréttur væri að
gefa í skyn, þar sem á milli hjóna
væri um gagnkvæma framfærslu-
skyldu að ræða en ekki á milli sam-
búðafólks, að gagnkvæm fram-
færsluskylda hjóna brjóti í bága við
65. gr. stjómarskrárinnar en það
gæti auðvitað haft mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir þann homsteinn í
þjóðfélaginu sem hjónabandið og
fjölskyldan væri.
„Síðan verður að segjast eins og er
að þeir sem hafa haldið fram sjón-
armiðum um jákvæðar skyldur rík-
isvaldsins hvað varðar félagsleg
mannréttindi hafa unnið mikinn sig-
ur í Hæstarétti í fyrradag," sagði
Jakob enn fremur.