Morgunblaðið - 21.12.2000, Side 15

Morgunblaðið - 21.12.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 1 5 's'' Rétt verð kr. 44.900. LG-20" sjónvarp CB-20P80X Verð aðeins stgr. kr. Réttverðkr. 39.900,- LG+li-Fi videotækí 2 hausa Verð aðeins stgr. kr. Verð áður kr. 24.900. Rétt verð kr. 29.900. Stærð: 176x89x61 cm Verð aðeins stgr. kr. LG-örbylgjuofn AGMS192 800 wött, snúningsdiskur Góður ofn á frábæru verði! CredaAdvanœ þvottavél 17112E Verð aðeins stgr. kr. FAOOR Verö áður kr. 49.900. cdesa 1VE-21S uppþvotfavél Verð aðeins stgr. kr. Wilfa brauðrist/króm Verð aðeins stgr. kr. Verö áöur kr. 54.900. Creda þurrkarí m/rakaskynjara og barka Verð aðeins stgr. kr. Witfa hrærivéi Verð aðeins stgr. kr. =S=NARDI Ofnar og helluborð (miklu úrvali EXPERT er stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeðja í heiminum - ekki aðeins á Norðurlöndum. í dag og föstudag til kl.20 laugaraag 11-23 Sunnudag 10-12 - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Ög þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða LG-DVD spilari - 3200 E Verð aðeins stg n kr. Sex mánaða fangelsi fyrir rán KARLMAÐUR á fertugsaldri var á þriðjudag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að slá strætisvagnabflstjóra í Reykja- vík með járnrör í hendi og ræna hann peningaveski. Ingibjörg Benediktsdóttir kvað upp dóm- inn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn framdi verknaðinn í júlí sl. í starfsmannaaðstöðu SVR í Arnarbakka 2 í Reykja- vík. Hlaut bflstjórinn skurð á hvirfli við höggið og féll fram fyrir sig. Tók hinn dæmdi þá peningaveski hans, sem í voru um 7.500 krónur, skilríki, greiðslukort og ávísanahefti, og hvarf á brott með veskið. Sam- kvæmt sakavottorði ákærða hefur hann hlotið fjóra refsi- dóma og gengist undir fjöl- margar sættir, aðallega fyrir umferðarlagabrot og brot gegn ávana- og fíkniefnalögum. Af- leiðingai- árásarinnar voru litl- ar en til þyngingar refsingar var litið til þess að maðurinn réðst að eldri manni sem sneri við honum baki og var því með öllu óviðbúinn árás sve og þess að ákærði var með kertalykil í lófanum er hann greiddi honum höggið. Árás þessi var fólsku- leg og án nokkurs tilefnis af hálfu fórnarlambsins, segir í niðurstöðum héraðsdóms. Af þeim sökum og með tilliti til þess að Keflvíkingurinn rauf skilorð með brotinu, en hann var dæmdur fyrir líkamsárás í maí sl., þótti ekki fært að skil- orðsbinda refsinguna þrátt fyr- ir góða hegðun ákærða eftir að hann framdi brotið. Deila sjómanna og LIÚ Sjómenn greiða atkvæði um verk- fall 15. mars ALLT situr fast í kjaradeilu útvegs- manna og sjómanna á fiskiskipum. Er póstatkvæðagreiðsla hafin meðal sjómanna um vinnustöðvun sem á að hefjast 15. mars, hafl ekki samist fyrir þann tíma, að sögn Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómanna- félags Reykjavíkur. Stendur at- kvæðagreiðsla meðal félagsmanna í sjómannafélagi Reykjavíkur til 12. janúar, að sögn hans. Vélstjórafólagið og Farmanna- og fiskimannasambandið vinna einnig að undirbúningi og atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls frá sama tíma og sjómenn um land allt. Samningar sjómannasamtakanna runnu út 15. febrúar sl. og vísuðu útgerðarmenn kjaradeilunni til ríkissáttasemjara í mai. -♦. Byssur í bíl inn- brotsþjófa BYSSUR, skotfæri og tölvubúnaður, þar á meðal skjávarpi, voni meðal þess sem lögreglan í Reykjavík lagði hald á við leit í bifreið á þriðjudags- morgun.Lögreglan stöðvaði bifreið- ina á Ártúnshöfða rétt fyrir klukkan sex um morguninn. Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru í bflnum en einn þeirra forðaði sér á hlaupum. Talið er að góssið sé að mestu úr vörugeymslu íyrirtækis á Ártúns- höfða sem brotist var inn í um nóttina. Fékk ekki bætur vegna veðskulda á bifreið Viðskipti við bílasala „persónuleg-“ HÆSTIRETTUR hefur hafnað kröfu manns, sem vildi að íslenska ríkið bætti sér tjón sem hann varð fyrir í viðskiptum við bflasala. Bílasal- inn hafði svikið út tilskilin leyfi til bif- reiðasölu með því að falsa bréf um að hann hefði aflað sér starfsábyrgðar- tryggingar. Raunin var sú að hann hafði enga slíka tryggingu og var mál- ið á því byggt að hinu opinbera hefði borið að ganga úr skugga um það með óyggjandi hætti áður en honum var veitt leyfið. Maðurínn keypti bíl árið 1997 og gekk frá viðskiptunum við bflasala, sem honum skildist að hefði umboð til sölunnar frá íyrirtækinu sem var skráður eigandi bflsins. Mað- urinn sagðist ekki hafa vitað að bfla- salinn var í raun aðaleigandi þess fyr- irtækis og þar með bflsins. Á bílnum hvfldi veðskuld, sem bílasalinn lofaði að aflétta, en hann stóð ekki við það. Maðurinn hugðist þá greiða skuldina sjálfur og ganga svo að þeim trygg- ingum sem hann taldi bflasalann bafa, en af því varð ekki þar sem bflasalinn reyndist ótryggður. í kjölfarið var höfðað opinbert mál á hendur honum, m.a. fyrir skjalafals þar sem hann hafði sent embætti sýslumanns í Reykjavík og viðskiptai’áðuneytinu heimatilbúnar staðfestingar á ætluð- um tryggingum. Kaupandi bflsins taldi að ef hið op- inbera hefði verið á varðbergi þá hefði skjalafalsið ekki heppnast, bflasalinn aldrei fengið leyfið og hann aldrei lent í viðskiptum við hann. Hæstiréttur hafnar þessu og bendir á að maðurinn hafi átt persónuleg viðskipti við bfla- salann fyrir hönd einkahlutafélagsins sem var skráður eigandi bílsins og honum hafi verið ljóst að bflasalinn kæmi fram sem umboðsmaður fyrir- tækisins. Bílasalinn hafi lofað að af- léttaveðskuld, en tjón vegnavanefnd- ar á þvi loforði verði ekki rakið til starfa hans sem bflasala. Þar með séu ekki uppfyllt skilyrði til að tjónið verði bætt úr lögboðinni ábyrgðar- tryggingu bifi’eiðasala. Hæstiréttur segir þvi að þótt trygging bflasalans hefði verið gild ætti kaupandinn ekki rétt á bótum. Rétturinn bendir á að hann hafi tekið þá áhættu í kaupunum að greiða andvirði bifreiðarinnar út í hönd án þess að fá tryggingu fyrir því að veðinu yrði aflétt. Ekki sé orsaka- samband milli starfa bflasalans. sem slíks og tjóns mannsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.