Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 1
294. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Clinton og Madeleine Albright utanríkisráðherra ræða við samninga- fulltrúa Palestínumanna og ísraela í Hvíta húsinu. Þungur tónn í sáttafulltrúum George W. Bush útnefnir fjóra ráðherra til viðbótar Telur reynslu O’Neills nýtast ef harðnar í ári Austin í Texas. AP. VÆNTANLEGUR forseti Banda- ríkjanna, George W. Bush, varaði í gær við hættunni á niðursveiflu í efnahagslífinu og útneftidi kaupsýslu- manninn Paul O’Neill í embætti fjái'- málaráðherra í komandi ríkisstjóm sinni. Reynsla O’Neiils af fyrirtækja- rekstri og styrk hönd myndu koma sér vel fyrir bandarísku þjóðina ef harðnaði á dalnum. Skömmu síðar bætti Bush við þrem ráðherraútnefningum. Ann Venemen verður landbúnaðarráðherra í stjórn hans og verður jafnframt fyrsta kon- an sem gegnir því embætti í Banda- ríkjunum. Mel Martinez verður ráðherra húsnæðismála og byggða- þróunar en hann er kúbanskur flóttamaður sem komst til æðstu met- orða í embættismannakerfi Flórída- ríkis. Don Evans, „aldavinur“ Bush og fyrrverandi kosningastjóri hans, verður viðskiptaráðherra. Bush lagði áherslu á mikilvægi út- nefningar fjármálaráðherra í kom- andi ríkisstjóm. „Efnahagslífið [í Bandaríkjunum] hefur sýnt varúðar- merki um að ef til vill fari að hægja á því,“ sagði Bush. Því væri ákaflega mikilvægt að finna mann með mikla reynslu sem nyti trausts. Slíkur mað- ur væri O’Neill. Fjármálasérfræðingar bmgðust flestir vel við útnefningunni en sumir kváðust efast um að hann hefði þá reynslu af fjármálamarkaði sem Rob- ert Rubin, fyrrverandi fjármálaráð- herra í stjóm Clintons, hafi haft. Bush hefur nú greint frá vali sínu í tvö af þeim þrem ráðherraembættum er varða utanríkisstefnu, utanríkis- og fjármálaráðherra, og á þá aðeins eftir að útnefna vamarmálaráðherra. Fréttaskýrendur telja líklegt að Daniel Coats, fyrrverandi öldunga- deildarmaður, taki við því embætti. ■ Paul O’Neill verður/34 í Washington Washington. AFP. , HÆST settu samningafulltrúar Pal- estínumanna og Israela áttu í gær fund með Bill Clinton Bandaríkjafor- seta í Hvíta húsinu. Að fundinum loknum hétu fulltrúamir því að kom- ast að víðtæku samkomulagi en gættu þess að vekja ekki óraunhæfar vonir. „Ég vii ekki auka væntingar manna," sagði Saeb Erakat, formað- ur samninganefndar Palestínu- manna, við fréttamenn eftir fundinn með Bandaríkjaforseta. Utanríkis- ráðherra Israels, Shlomo Ben Ami, sat einnig fundinn. Erakat sagði enn fremur að allt væri gert til að ná samkomulagi. ísra- elskur embættismaður tjáði frétta- mönnum að „mögulegt væri [að] ár- angur næðist“ og hægt yrði að koma friðarumleitunum aftur á réttan kjöl. Embættismaðurinn sagði að á fundi Clintons og samningafulltrú- anna hefði ekkert verið rætt um mögulegan fund Clintons með Yasser Arafat, forseta heimastjómar Palest- ínumanna, og Ehud Barak, forsætis- ráðherra Israels. Hæst settu samningafulltrúar deiluaðila komu til Washington sl. þriðjudag en sögðu í gær að þeir væru ekki bjartsýnir á að nokkuð þokaði í viðræðum í Ijósí sífelldra átaka ísra- elskra hermanna og herskárra Pal- estínumanna undanfarið. í gær féllu þrír Palestínumenn fyrir kúlum ís- raela. ísraelskur embættismaður tjáði fréttastofu AFP að viðræðumar í Washington núna hefðu verið gagn- legar. Erakat kvaðst aftur á móti ekki geta sagt til um hvort viðræðumar hefðu skilað árangri eða ekki. Talsmaður Bandaríkjaforseta, Jake Siewert, sagði að með fundinum hefði forsetinn viljað „kanna stöðuna, athuga hvar þeir em staddir og ákveða hvort það er eitthvað sem við getum gert til að þoka málum áfram.“ Siewert var spurður hvort þetta væri til marks um að vænta mætti frekari þátttöku Clintons sjálfs í frið- arumleitunum. Svaraði hann því til, að forsetinn væri reiðubúinn til að leggja allt sitt að mörkum en þegar öllu væri á botninn hvolft réðu deilu- aðilar ferðinni og þeir yrðu að ákveða hvað þeir gætu sæst á til að binda endaáátökin. ■ Arafat sakar ísraela/33 Reuters mikið af olíu Grænlandsís Segja undir Kaupmannahðfn. Morgunblaðið. BANDARÍSKIR vísindamenn telja að stór hluti af olíuforða fram- tíðarinnar sé að finna undir Græn- landsísnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Bandarískar jarð- fræðirannsóknir (U.S. Geological Survey) hafa gefið út en í henni áætla jarðfræðingar að um 47 milljarða tunna af olíu sé að finna undir íshellunni á Norðaustur- Grænlandi. Það er tvöfalt meira en það magn olíu sem talið er að sé í Norðursjó. Þetta kemur fram í blaðinu Polarfronten sem Danska heimskautastofnunin gefur út. í bandarísku skýrslunni leggja jarðfræðingar mat á heildarolíu- Tvöfalt meira magn en talið er undir Norðursjó forða heimsins næstu 30 árin. Telja þeir nú að hann sé um 649 mill- jarðar tunna sem er 20% meira en fyrra mat þeirra. Danska heim- skautastofnunin telur að um vand- aða rannsókn sé að ræða en varar þó við því að menn rjúki upp til handa og fóta. „Land hefur risið á Norðaustur-Grænlandi, gagnstætt því sem gerst hefur í Norðursjó. Við landris er hætta á að olían ber- ist út í jarðlögin og jafnvel upp í sjó. Gerist það er hætt við að oh'an hafi verið til staðar en að við hefj- um leitina of seint,“ segir Flemm- ing Christiansen jarðfræðingur við Dönsku jarðfræðirannsóknastofn- unina. Eins og gefur að skilja eru allar aðstæður til leitar og borunar á Norðaustur-Grænlandi afar erfið- ar vegna þess hve norðarlega svæðið er. Engar áætlanir eru um að leggja aukið fé til frekari kort- lagningar af jarðskorpunni undir Grænlandsísnum þrátt fyrir niður- stöðu bandarísku jarðfræðing- anna. Mótmælum lauk frið- samlega Lundúnum. AFP. HÓPUR Tyrkja tók síðdegis í gær á sitt vald stóra pari'sarþjóiið sem gnæfir yfir miðborg Lundúna. Hóp- urinn lót síðan af aðgerðum sínum með friðsamlegum hætti í gær- kvöldi. Með þessu vildu Tyrkirnir, sem eru Kúrdar, mótmæla slæmri meðferð tyrkneskra stjórnvalda á föngum þar í landi. Tyrkirnir lögðu undir sig tvo kláfa á hjólinu, sögðu að einn maður í hvorum kláfi hefði hellt yfir sig bensíni og væri reiðubúinn að kveikja i' sér. Mót- mælin 1' Lundúnum tengdust að- gerðum tyrkneskra stjórnvalda gegn fóngum þar í landi, er verið hafa í' hungurverkfalli, en að minnsta kosti 19 manns hafa iátið lífið í aðgerðunum. ■ Fangauppreisn/33 Utanríkisráðherra Dana segir af sér Evrópu- málin gerðu útslagið Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. AFSÖGN Niels Helveg Petersen ut- anríkisráðherra Danmerkur í gær kom fylgismönnum hans sem og andstæðingum algerlega í opna skjöldu. Ráðherrann er einn reynd- asti stjórnmálamaður landsins og sá utanríkisráðherra Evrópusam- bandsins sem setið hefur lengst. Það voru einmitt Evrópumálin, fyrirvar- ar Dana við Maastricht-samkomu- lagið, sem urðu til þess að Helveg ákvað að draga sig í hlé. Hart hefur verið tekist á um skil- mála sem Danir hafa sett við þáttöku í Evrópusamstarfinu sl. ár og kváð- ust talsmenn nei-hreyfingarinnar svokölluðu ekki gráta brotthvarf Helvegs úr embætti. Lagði Drude Dahlerup, formaður Júníhreyfingar- innar, til að eftirmaður hans yrði stjómmálamaður sem andvígur væri of nánu samstarfi innan ESB og end- urspeglaði þannig vilja þjóðarinnar. Samherjar Helvegs í ríkisstjórn- inni, Marianne Jelved, samflokks- kona hans og efnahagsmálaráð- herra, og Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra, hörmuðu ákvörð- unina og báru lof á ráðherrann frá- farandi. Anders Fogh Rasmussen, formaður Venstre, lauk einnig lofs- orði á Helveg en sagði að brotthvarf hans veikti ríkisstjómina að mun þar sem hann hefði verið einn helsti drif- krafturinn í henni. ■ Ekki rétti maðurinn/34 MORGUNBLAÐIÐ 21. OESEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.