Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 61

Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 61 UMRÆÐAN Villandi ummæli Hæstaréttar SÁ SEM þetta ritar flutti mál Kjartans Gunnarssonar gegn Sigurði G. Guðjóns- syni, en dómur gekk í Hæstarétti íslands í gær, þriðjudaginn 19. desember 2000. Ég hef verið þeirrar skoðunar, að óheppilegt sé að lög- menn málsaðila fjalli sjálfir um dóma Hæstaréttar í málum, sem þeir hafa flutt. Sá háttur getur þó ekki verið án undantekn- inga og á það sérstak- lega við, ef talið er að Hæstarétti fari ónákvæmlega með staðreyndir, sem er sem betur fer sjaldgæft, en gerðist þó í dómi rétt- arins í ofangreindu máli. Dómur Meirihluti Hæstiréttar gaf villandi vísbend- ingar, segir Jakob R. Möller, um afstöðu Kjartans Gunnarssonar til rýmkaðs tjáning- Jakob R. Möller arfrelsis. Á undanförnum árum hafa mörk tjáningarfrelsis á íslandi og í Evr- ópu víkkað mjög. í þágu lýðræðis- legrar umræðu eru nú heimil um- mæli, sem eru hvöss, móðgandi og líkleg til þess að raska ró valdhafa. Um þetta er ekki deilt né heldur hitt, að þátttakendur í opinberu lifi, stjórnmálamenn, háttsettir embætt- ismenn og aðrir þeir sem valið hafa sér vettvang opinberra starfa verða að una því að verða fyrir harkalegri gagmýni fyrir störf sín. Meirihluti Hæstiréttar gaf vill- andi vísbendingar um afstöðu Kjart- ans Gunnarssonar til rýmkaðs tján- ingarfrelsis og stöðu sjálfs sín í því viðfangi á þann hátt sem nú skal greint. Af hálfu áfrýjanda, Kjartans Gunnarsson- ar, var lögð áherzla á að mörk tjáningarfrels- is hefðu verið rýmkuð mjög verulega á und- anfömum árum og að þeir sem gegna opin- berum störfum yrðu að þola harkalega gagn- rýni fyrir störf sín og augljóst væri að Kjart- an Gunnarsson væri í þessum hópi. Þrátt fyr- ir slík ummæli og nauð- syn þess fyrir lýðræð- islegt stjórnskipulag að í opinberri umræðu verði að vera heimilt að beita hvassri gagnrýni, taldi einn dómara Hæstaréttar ástæðu til þess á meðan á málflutningi stóð að inna lögmann Kjartans eftir því hvort ekki yrði að líta á stöðu Kjartans sem framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, þegar ummæli um hann væru metin. Hæstarétti var sagt, að af hálfu áfrýjanda væri litið svo á að líta yrði á Kjartan Gunnarsson á svipaðan hátt og stjómmálamenn, þótt hann sé ekki stjómmálamaður í venjulegum skiiningi, Kjartan gegni opinberum trúnaðarstörfum á veg- um stjómmálaflokks og yrði því að sæta því að um hann giltu svipaðar reglur og stjórnmálamenn. Kjartan þyrfti þó ekki að una því að vera bor- inn sökum um tiltekinn verknað, sem væri alvariegt brot á skyldum hans. Þrátt fyrir þennan aðdraganda segir meirihluti Hæstiréttar undir lok forsendna sinna: ,Áð framan er frá því greint að áfrýjandi er fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og því valdamaður í stjómmálalífi þjóðarinnar. Hann hefur einnig setið í bankaráði Landsbanka íslands og verið formaður útvarpsréttamefnd- ar, tilnefndur af Sjáfstæðisflokknum og kosinn af Alþingi. Störf hans á þessum vettvangi era og eiga að vera óháð starfi hans sem fram- kvæmdastjóra flokksins. Þegar litið er til áberandi stöðu hans innan ílokksins þykir hann verða að una því að um þessi tengsl sé (jallað á op- inberum vettvangi (leturbreyting hér). Ber að fara varlega við að hefta slíka umræðu í lýðræðislegu þjóð- félagi með refsikenndum viðurlög- um.“ Meirihluti Hæstaréttar, 2 dóm- arar, fjallar því um þetta álitaefni eins og þetta hafi verið umdeilt í málinu, að Kjartan Gunnarsson verði að una því sem af hans hálfu var sjálfsagt mál og ítrekað tekið fram í málarekstrinum. Ekki er hægt að skilja þessi ummæli meiri- hlutans öðravísi en svo, að af hálfu áfrýjanda hafi verið barizt gegn þessum skilningi. Er leitt til þess að vita, að meirihluta Hæstaréttar verði það á að veita í dómsforsend- um sínum svo villandi vísbendingar um mikilvægan þátt í umræðu um aukið tjáningarfrelsi og afstöðu ann- ars málsaðila. Ymis önnur alvarleg álitaefni í for- sendum dómsins kalla á umræðu, en sú umræða verður að bíða að sinni. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. 'O 5 > "ö v; 5 jz <U.i= Ofnæmi eða óþoli gagnvart hreinsiefnum í heimilishaldi og iðnaði. Tíöum þvotti með sótthreinsandi efhum. Óhreinindum, málningu, olíu, kítti, sementi o.þ.h. Húðþurrki vegna vinnuumhverfís. UPPAHALDSBOK Um bókina Ferð um ísland 1809 eftir Wiliiam Jackson Hooker segir Hans Kristján Ámason: „Lengi hefur það verið áhugamál mitt að saína myndum og ferðabókum um ísland eftir útlendinga sem heimsóttu okkur á 19. öldinni, einkum Breta. Naut ég þar m.a. aðstoðar íslandsvinarins Marks Watsoúi' í London, sem átti stærsta einkasaíh ferðabóka um ísland. Mark benti mér sérstaklega á bók Williams Jacksons Hookers „Joumal of a Tour in Ice- land in the Summer of 1809“, sem var í miklu uppáhaldi hjá þeim heiðurs- manni. Bók þessi hefur síðan verið ein af uppáhaldsbókum mínum um land okkar og þjóð, og skaðar ekki einstakur kafli um Jörgen Jörgensen og íslensku byltinguna 1809. Lýsingar Hookers á bláfátækri þjóð í undralandi náttúrunnar era óborganlegar. Hooker skrifar af hlýju og skilningi menntamanns sem síðar varð stórmenni í Englandi, og veitti m.a. forstöðu frægasta grasagarði Bretlandseyja, Kew Gardens, rétt fyrir utan London. Það er mikill fengur af þessari bók og í raun stórfúrðulegt að bókin skuli ekki hafa verið þýdd og gefin út hérlendis fyrr en nú, nær 200 árum síðar. Ég vil óska útgefanda til hamingju með framtakið og þykist vita að þessi einstaka bók eigi eftir að veita áhugafólki um sögu lands og þjóðar margar ánægjustundir." ,, Sjá nánar www.jolabok.is , Peú' eru/1 sérfloAÁé sÁartyrfeirrurJrá/ oÁÁ//r. LYFJA K. Pétursson ehf www.kpetursson.net J Laugavegi 61, sími 552 4910 Móttaka sorps um jói og áramðt Móttökustöð SORPU í Gufunesi verður opin sem hér segír um jól og áramót f des. laugardag 7:30 - 16:15 des. sunnudag lokað des. mánudag lokað des. þriðjudag lokað des. laugardag 7:30 - 16:15 des. sunnudag lokað jan. mánudag lokað Aðra daga er opið eins og vanalega Gleðileg jól! SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, sími 520 2200 www.sorpa.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.