Morgunblaðið - 21.12.2000, Side 75

Morgunblaðið - 21.12.2000, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 6 ára börn í Fellaskóla leika á blokkflauturnar sínar í tónlistartíma sem þau sækja eftir að grunnskólanum lýkur á daginn. Jólatónleikar Tónskóla Hörpunnar TÓNSKÓLI Hörpunnar hélt jóla- tónleika sína um sfðustu helgi í Grafarvogskirkju. Skólinn hóf starfsemi haustið 1999 og fjölgar nemendum jafnt og þétt í skól- anum. I haust stunduðu 68 nem- endur nám í skólanum. Tónskóli Hörpunnar er þátttak- andi í tilraunaverkefni í Breið- holts- og Seljahverfi á vegum Iþrótta- og tómstundaráðs og Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- urborgar, þar sem 6 ára börnum er gefínn kostur á að sækja tón- listarnám í lengdri viðveru í grunnskólanum, þ.e.a.s. eftir að vinnudegi þeirra í grunnskólanum lýkur. Alls sótti 81 barn þessa tónlist- artíma til Tónskóla Hörpunnar, en kennslan fer fram í Fella-, Breiðholts- og Ölduselsskóla. Stefnt að sama markmiði STJÓRN SAMFOK hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: „Þau nýju og jákvæðu vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í samninga- viðræðum Kennarasambands Is- Iands og launanefndar sveitarfélag- anna hafa vakið þá von í brjósti okkar foreldra að þessum aðilum muni takast að semja án sársauka- fullra átaka. Hér virðast samnings- aðilar tala sömu tungu og stefna að sama markmiði; þ.e. betri skóla og árangursríkara skólastarfi. Það sem einkum styður þessa von er sameig- inleg stefnuyfirlýsing samningsaðil- anna, dagsett 4. desember sl., sem birt hefur verið í fjölmiðlum. Foreldrar gera sér fulla grein fyr- ir því að forsenda þess að hæfír kennarar fáist til að kenna börnun- um okkar er að kennarastarfið sé eftirsóknarvert, sem m.a. þýðir að kennarar verða að fá greidd sömu laun og sambærilegar starfsstéttir fá. Þegar ljóst er að kennarar eru til- búnir til ýmissa breytinga sem leiða munu til þróunar í skólastarfinu er það mat okkar að foreldrar styðji þá í launakröfum þeirra. Foreldrar í stjórn SAMFOK óska samningsaðilum farsældar í starfi og ánægjulegs nýs árs.“ FERSKT • FRAMANDt • FRUMLEGT ii/y kaffi Premiujn ga frá Itafíu Suöurlandsbraut 6 ♦ s. 568 3333 Gefið ástinni hlýj a gjöf Ekta pelsar verð frá kr. 50.000 Sigurstjama Fákafeni (Bláu húsin), I s. 588 45451 Amaretta er gerviefni sem er líkt rúskinni viökomu. Helstu kostir þess eru að það er létt, hlýtt og þolir vætu án þess að það komi blettir á flíkina. tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Opið í dag frá kl. 10—20, föstudag frá kl. 10—20, Þorláksmessu 10—22. -------hH--------- Leyfí Tals ekki aftur- kallað Eftirfarandi tilkynning barst frá Póst- og fjarskiptastofnun í gær: „Með fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum [á þriðjudag] skýrði Póst- og fjarskiptastofnun frá um- sóknum sem bárust eftir að auglýst var eftir umsóknum í þriðja far- símaleyfið í 900 MHz-tíðnisviðinu. Umsóknarfrestur rann út 15. des- ember 2000 og bárust tvær umsókn- ir sem vísuðu til auglýsingarinnar, frá Íslandssíma ehf. og Tali hf. Tekið var sérstaklega fram í fréttatilkynningunni [á þriðjudag] að tvö leyfi hefðu áður verið veitt fyrir GSM-farsímarekstri í 900 MHz-tíðnisviðinu og að leyfishafar væru Landssími íslands hf. og Tal hf. Þetta virðist hafa valdið þeim misskilningi hjá sumum að verið væri að afturkalla gildandi rekstr- arleyfi Tals hf. Póst- og fjarskipta- stofnun telur þess vegna rétt að staðfesta að rekstrarleyfi Tals hf. fyrir GSM-farsíma í 900 MHz-tíðni- sviðinu sem upphaflega var gefið út 23. júlí 1997 er í fullu gildi og renn- ur ekki út fyrr en 31. desember 2007.“ -------»-H-------- ■ Forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum. Vaxandi andstæður og flokkadrættir í borgaralegum stjómmálum. Málfundur með fram- sögu og umræðum, föstudaginn 22. desember kl. 17.30 að Klapparstíg 26, 2. hæð t.v. Fundinn halda að- standendur sósíalíska blaðsins Milit- ant og Ungir sósíalistar. Vit/WAP Dagbók Innbyggt loftnet Raddstýrð úthringing 500 númeríminni 900/1800 MHZ ■ kosti IMCjKIA CœíNECTING FEOPLE Hann b,lti"° svarar þér á íslensku! Nýi NOKIA 6210 er fyrsti Nokia síminn meö íslenskum texta. Þetta er bylting sem margir munu taka feginshendi. Þunnur, léttur, fín upplausn á stórum skjá. Rafhlaðan endist 10 daga í bið og 4 1/2 klst. í notkun. Fæst í þremur iitum og kann íslensku! If .. ■ ■ Hátekni Ármúia 26 • Sími 588 5000 • www.hataekni.is Hafðu samband Opið Þorláksmessu kl. 12-20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.