Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 Heimur VÍÍ5SINS „Þessi bók er auðlesin og skýr. Allt vínáhugafólk getur haft gagn af, bæði það sem er að hefja „meðvitaða" léttvíns- drykkju og það sem lengra er komið. Matarkaflarnir skilja eftir vatn í munni." Einar Thoroddsen, Morgunblaðið. Heimur vínsins Tilboð til áskrifenda Morgunblaðsins Fyrsta íslenska alfræðiritið um vín og vínmenningu er komið út. Bókin er m.a. byggð á vinsælum greinum Steingríms Sigurgeirssonar, vín- og matarsérfræðings Morgunblaðsins. Þetta er glæsileg bók sem endur- speglar hrífandi veröld vínmenningarinnar og er prýdd á annað hundrað litljósmyndum. Salka gefur bókina út í samvinnu við Morgunblaðið. Nú gefst áskrifendum Morgunblaðsins einstakt tækifæri til að eignast bókina á tilboðsverði. Tilboðsverð er 3.900 kr. en leiðbeinandi verð er 5.480 kr. Áskrifendur geta komið í Morgunblaðshúsið í Kringlunni 1 eða keypt bókina í Moggabúðinni á mbl.is. Fáðu nýja sýn á veröid vínsins! pJorgiinMaWib Salka LISTIR Jólin bakvið bambusinn MYJVDLIST G a 11 e r í i 8, Ingólfsstræti 8 HÖGGMYND & LJÓÐMÆLI SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Desember-janúar. YFIR jól og áramót er það vani Gallerís i8 að birta verk gegnum gluggann þótt lokað sé. Fyrir ári mátti sjá forláta brunn Ólafs Elías- sonar upplýstan í skammdegis- rökkrinu með glitrandi vatnsbunu sem hvarf jafnharðan ofan í ílátið. Nú blasir þar við höggmynd, eitt af hinum forláta portrettum Sigurðar Guðmundssonar sem eru í formi stílfærðs prófíls eigin höfuðs. Að minnsta kosti lýsti lista- maðurinn eitt sinn yfir því að um eigið höfuð væri að ræða. Höfuðið þekkja margir frá sýningunni í Lista- safni Islands fyrr í vetur. Um það hefur verið slegið bambusstillönsum eins og þeim sem hvarvetna má sjá í Kína. Reyndar er hugmyndin þaðan komin þótt hún sé útfærð í smækkaðri mynd. Það er merkilegt að hugsa til þess að með þessum grindum eru allt í einu komin stærðarhlutföll á þetta áleitna mótíf Sig- urðar sem hann er búinn að fóstra með sér í nær- fellt tvo áratugi. Með vinnupöllunum er allt í einu hægt að ímynda sér risastærð höfuðsins út frá mannlegum stærðum. Og hvað er það sem mónumental risahöfuð segir okkur, svo sem hinir frægu stórsteinar Páska- eyju? Það er vissulega eitthvað guð- dómlegt við stærðina, því er varla hægt að neita, en á tímum lýðræðis og tiltölulega mikils jafnaðar - mið- að við fyrri tímabil í sögunni - verða stórar brjóstmyndir táknmyndir allt annarra tilfinninga. Þær minna á einstæða kletta, vissulega stóra og sláandi en einmana engu að síður. Þá tilfinningu þekkti rómantíkin vel enda má segja að Sigurður sé ófor- betranlegur rómantíker í eðli sínu, ef til vill meir en nokkur annar nú- lifandi myndlistarmaður hér á landi. Bakvið hið stæðilega höfuð - um postmódernískar eigindir þess mætti fara mörgum orðum - stend- ur sérkennilegt ljóð ritað á ensku á endavegginn berlega með einhvers konar Genfarfonti. Það er eins og Daníel sé kominn til hirðar Belsass- ars - svo áhrifarík eru orð sem dregin eru á veggi að þau hljóma sem grafskrift. Þó er hér aðeins um mjög látlausan texta að ræða frá 1971, meira að segja meingallaðan ef grannt er farið í enskuna. En ein- mitt vegna þess að sérkennilega byrjun kvæðisins má túlka einhvern veginn svona: Jólin munu hremma þig óðarenþiggrunar verður það svo óumræðilega fyndið að varla er annað hægt en skella upp úr. Það er einmitt í þess- twsifth of ma&mR THIATEENTM Ot DECStOF’K FOURTerNTH «• DtCCMaiR riMCENTM Of DfiCtMWW SíXTEéNThoh m.C€MB£fi œvSffmiWTH CF OECCMMfl EtiWTKKNTH OF DeCEMUtfl NINSTEPNTH 0» OClJCW “ TWENTiCfíOF CÆCtMf mcNTÝ-t?pnr tjf D x TW!:N1T4'^jH0‘CTfl TWEWTY--ÍlfiöOf Ljósmynd/Halldór Bjöm. Gluggi Gallerís i8 með Höfði Sigurðar Guð- mundssonar, og Jólakvæði frá 1971. um lunkna riðslætti milli dauðans alvöru og drepfyndni sem rómantík Sigurðar verður svo ekta og sönn. Nú þegar Gallerí i8 er að kyssa okk- ur bless eftir frábært lífshlaup - til þess að flytja sig um set yfir á Klapparstíginn - fer ekki hjá því að glugginn út að götunni við Ingólfs- stræti 8 endurómi þann ljúfsára söknuð sem höfuðið og kvæði Sig- urðar stafa, enda er þá stutt í bæn- ina: Veitt’ okkur nú stillans því brátt eru jólin öll. Halldór Björn Runólfsson Fékkstu kartöflu í skóinn? Snúðu þá vörn í sókn! Gifshúðaðu þær kartöflur sem þú hefurfengið í skóinn þetta árið og reyndu að láta þær líkjast sem mest venjulegum golfkúlum. Lakkaðu þær svo nokkrum sinnum og laumaðu þeim í golfpokann í geymslunni. Fylgstu svo spenntur með þegar pabbi þinn fer fyrstu átján holurnar næsta vor. Pínir vinir íslenskir kartöflubændur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.