Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 44

Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 Heimur VÍÍ5SINS „Þessi bók er auðlesin og skýr. Allt vínáhugafólk getur haft gagn af, bæði það sem er að hefja „meðvitaða" léttvíns- drykkju og það sem lengra er komið. Matarkaflarnir skilja eftir vatn í munni." Einar Thoroddsen, Morgunblaðið. Heimur vínsins Tilboð til áskrifenda Morgunblaðsins Fyrsta íslenska alfræðiritið um vín og vínmenningu er komið út. Bókin er m.a. byggð á vinsælum greinum Steingríms Sigurgeirssonar, vín- og matarsérfræðings Morgunblaðsins. Þetta er glæsileg bók sem endur- speglar hrífandi veröld vínmenningarinnar og er prýdd á annað hundrað litljósmyndum. Salka gefur bókina út í samvinnu við Morgunblaðið. Nú gefst áskrifendum Morgunblaðsins einstakt tækifæri til að eignast bókina á tilboðsverði. Tilboðsverð er 3.900 kr. en leiðbeinandi verð er 5.480 kr. Áskrifendur geta komið í Morgunblaðshúsið í Kringlunni 1 eða keypt bókina í Moggabúðinni á mbl.is. Fáðu nýja sýn á veröid vínsins! pJorgiinMaWib Salka LISTIR Jólin bakvið bambusinn MYJVDLIST G a 11 e r í i 8, Ingólfsstræti 8 HÖGGMYND & LJÓÐMÆLI SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Desember-janúar. YFIR jól og áramót er það vani Gallerís i8 að birta verk gegnum gluggann þótt lokað sé. Fyrir ári mátti sjá forláta brunn Ólafs Elías- sonar upplýstan í skammdegis- rökkrinu með glitrandi vatnsbunu sem hvarf jafnharðan ofan í ílátið. Nú blasir þar við höggmynd, eitt af hinum forláta portrettum Sigurðar Guðmundssonar sem eru í formi stílfærðs prófíls eigin höfuðs. Að minnsta kosti lýsti lista- maðurinn eitt sinn yfir því að um eigið höfuð væri að ræða. Höfuðið þekkja margir frá sýningunni í Lista- safni Islands fyrr í vetur. Um það hefur verið slegið bambusstillönsum eins og þeim sem hvarvetna má sjá í Kína. Reyndar er hugmyndin þaðan komin þótt hún sé útfærð í smækkaðri mynd. Það er merkilegt að hugsa til þess að með þessum grindum eru allt í einu komin stærðarhlutföll á þetta áleitna mótíf Sig- urðar sem hann er búinn að fóstra með sér í nær- fellt tvo áratugi. Með vinnupöllunum er allt í einu hægt að ímynda sér risastærð höfuðsins út frá mannlegum stærðum. Og hvað er það sem mónumental risahöfuð segir okkur, svo sem hinir frægu stórsteinar Páska- eyju? Það er vissulega eitthvað guð- dómlegt við stærðina, því er varla hægt að neita, en á tímum lýðræðis og tiltölulega mikils jafnaðar - mið- að við fyrri tímabil í sögunni - verða stórar brjóstmyndir táknmyndir allt annarra tilfinninga. Þær minna á einstæða kletta, vissulega stóra og sláandi en einmana engu að síður. Þá tilfinningu þekkti rómantíkin vel enda má segja að Sigurður sé ófor- betranlegur rómantíker í eðli sínu, ef til vill meir en nokkur annar nú- lifandi myndlistarmaður hér á landi. Bakvið hið stæðilega höfuð - um postmódernískar eigindir þess mætti fara mörgum orðum - stend- ur sérkennilegt ljóð ritað á ensku á endavegginn berlega með einhvers konar Genfarfonti. Það er eins og Daníel sé kominn til hirðar Belsass- ars - svo áhrifarík eru orð sem dregin eru á veggi að þau hljóma sem grafskrift. Þó er hér aðeins um mjög látlausan texta að ræða frá 1971, meira að segja meingallaðan ef grannt er farið í enskuna. En ein- mitt vegna þess að sérkennilega byrjun kvæðisins má túlka einhvern veginn svona: Jólin munu hremma þig óðarenþiggrunar verður það svo óumræðilega fyndið að varla er annað hægt en skella upp úr. Það er einmitt í þess- twsifth of ma&mR THIATEENTM Ot DECStOF’K FOURTerNTH «• DtCCMaiR riMCENTM Of DfiCtMWW SíXTEéNThoh m.C€MB£fi œvSffmiWTH CF OECCMMfl EtiWTKKNTH OF DeCEMUtfl NINSTEPNTH 0» OClJCW “ TWENTiCfíOF CÆCtMf mcNTÝ-t?pnr tjf D x TW!:N1T4'^jH0‘CTfl TWEWTY--ÍlfiöOf Ljósmynd/Halldór Bjöm. Gluggi Gallerís i8 með Höfði Sigurðar Guð- mundssonar, og Jólakvæði frá 1971. um lunkna riðslætti milli dauðans alvöru og drepfyndni sem rómantík Sigurðar verður svo ekta og sönn. Nú þegar Gallerí i8 er að kyssa okk- ur bless eftir frábært lífshlaup - til þess að flytja sig um set yfir á Klapparstíginn - fer ekki hjá því að glugginn út að götunni við Ingólfs- stræti 8 endurómi þann ljúfsára söknuð sem höfuðið og kvæði Sig- urðar stafa, enda er þá stutt í bæn- ina: Veitt’ okkur nú stillans því brátt eru jólin öll. Halldór Björn Runólfsson Fékkstu kartöflu í skóinn? Snúðu þá vörn í sókn! Gifshúðaðu þær kartöflur sem þú hefurfengið í skóinn þetta árið og reyndu að láta þær líkjast sem mest venjulegum golfkúlum. Lakkaðu þær svo nokkrum sinnum og laumaðu þeim í golfpokann í geymslunni. Fylgstu svo spenntur með þegar pabbi þinn fer fyrstu átján holurnar næsta vor. Pínir vinir íslenskir kartöflubændur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.