Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 2

Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ýmis mistök í 10-15% tilfella við lyfjagjöf á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Prófa rafræn lyfja- fyrirmæli eftir áramót UNNIÐ er að því að auka öryggi í lyfjameðferð á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi. Sjúkra- húsapótek spítalans eru m.a. með í undirbúningi að taka í notkun nýtt tölvukerfí fyrir svonefnda stakskömmtun lyfja og ákveðið hefur verið að gera tilraun með rafræn lyfjafyrii-mæli eftir ára- mótin, skv. upplýsingum Kristjáns Linnet yf- irlyfjafræðings á Landspítala - háskólasjúkra- húsi. Aðspurður sagði Kristján að það gæti vel stað- ist að einhverskonar mistök ættu sér stað í 10 til 15% allra tilfella við lyfjagjöf á sjúkrahúsinu. Engar nákvæmar tölur lægju þó fyrir um þetta. í langfæstum tilfellum væri um alvarleg mistök að ræða heldur fyrst og fremst það sem nefna mætti miðlungs-alvarleg tilfelli, sem hafa yfírleitt ekki mjög alvarlegar afleiðingar, t.d. ef sjúklingi er gefið lyf í öðru formi en hann átti að fá það, hann fær ekki það lyf sem hann á að fá eða lyfið hefur svonefnda milliverkun við önnur lyf sem sjúkling- urinn tekur. Telur ástandið hér svipað og í öðrum löndum Að mati Kristjáns er ástand þessara mála hér á landi hvorki verra né betra en við sjúkrastofn- anir í öðrum löndum. Öllum erlendum rannsóknum beri saman um að mjög alvarleg mistök við lyfjagjafir séu mjög fátíð, þ.e. þegar gefin eru röng lyf eða í allt of stórum skammti, en miðlungs-alvarleg tilfelli séu hins vegar mun tíðari. Miklu skipti í þessu sam- bandi hvernig mistökin væru metin og skilgreind, t.d. hvort menn flokkuðu það sem mistök þegar sjúklingur fær ekki lyf á tilsettum tíma o.s.frv. Fram kom í Morgunblaðinu í seinasta mánuði að verið er að endurskoða reglur um lyfjagjöf á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi eftir að kona lést af völdum bráðaofnæmis eftir ranga lyfjagjöf. Að sögn Kristjáns hefur verið rætt um það lengi að gera breytingar á núverandi kerfi sem fylgt er við lyfjafyrii-mæli og lyfjagjafir á sjúkrahúsinu en hann lagði áherslu á að mik- ilvægt væri að menn rösuðu ekki um ráð fram og gerðu breytingar fyrirvaralaust. Eldra kerfí hefði þann kost að starfsmenn þekktu það vel og hefðu unnið eftir því um langa hríð, sem skapaði ákveðið öryggi. „Þetta er alltaf spurning um að búa til öryggi sem er viðunandi, tryggir hag sjúk- linga og að starfið geti gengið eðlilega fyrir sig,“ sagði hann. Morgunblaðið/RAX Lífeyrisskuldbinding*ar hækkað um 77 milljarða Jóla- þvotturinn FÓLK er önnum kafið við jólaund- irbúninginn víða um land. Guðrún Skarphéðinsdóttir í Kringlu í Dala- byggð stendur í stórþvottum og hugðist nota blíðuna til að þurrka þvottinn úti á snúrum en þá byrjaði skyndilega að hvessa og hún varð að þjóta út til að taka þvottinn inn. ---------f-f-*--- Bruninn í ísfélagi Vestmannaeyja Enginn undir grun LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum er enn að rannsaka eldsvoðann, sem varð í ísfélagi Vestmannaeyja laug- ardaginn 9. desember. Hún hefur lok- ið rannsókn er tengdist ábendingum um að drengir á aldrinum 16 til 18 ára hefðu hugsanlega verið viðriðnir mál- ið og er niðurstaðan sú að þær ábend- ingar hafi ekki átt við rök að styðjast. Að sögn lögreglu liggur enginn undir grun en rannsókn málsins er enn í fullum gangi. Fulltrúar frá emb- ætti ríkislögreglustjóra, sem verið hafa við rannsóknarstörf ásamt lög- reglunni í Vestmannaeyjum frá því bruninn varð, héldu til Reykjavíkur í gær. ------------- Fimm bfla árekstur FIMM bíla árekstur varð um klukk- an hálfsex síðdegis í gær á Hring- braut, á móts við BSÍ. Bílarnir lentu hver aftan á öðram og urðu engin slys á fólki í árekstr- inum. Miklar tafir urðu á umferð um hríð vegna þessa á Hringbraut og Miklubraut. LÍFEYRISSKULDBINDINGAR ríkissjóðs hafa vaxið um tæpa 77 milljarða króna á síðustu fjórum árum að því er fram kemur í að- sendri grein Péturs Blöndals, al- þingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að ógreidd skuldbind- ing sjóðsins umfram eignir sé í heildina um 177 milljarðar króna. Pétur segir að rekja megi þessa hækkun lífeyrisréttinda til kjara- samninga sem ríkið hefur gert við starfsmenn sína á síðustu árum. Hann segir að 19.500 ríkisstarfs- menn eigi réttindi hjá lífeyrisdeild- um sem njóti beinnar ábyrgðar rík- issjóðs og að hækkun síðustu fjögurra ára nemi um 4 milljónum króna á hvern ríkisstarfsmann. Að sögn Péturs má gera ráð fyr- ir að lífeyrisskuldbindingar ríkis- sjóðs hækki enn frekar á næstunni þegar samið verður við framhalds- skólakennara. Þeir eru um 2.000 talsins og miðað við tilboð Versl- unarskólans fyrir skömmu, sem kvað á um tvöföldun dagvinnu- launa, myndi hver kennari fá aukin lífeyrisréttindi að verðmæti 7 millj- ónir króna, að hans sögn. Kostn- aður ríkissjóðs vegna þessa yrði því um 14 milljarðar króna. ■ Hvað eru.../64 Skatthlut- fall hækkar um 0,39% milli ára TEKJUSKATTSHLUTFALL á árinu 2001 verður 26,08% sem er 0,33% lægra en á yfirstandandi ári. Meðalútsvar á árinu 2001 sam- kvæmt fvrirliggjandi ákvörðunum sveitárstjórna verður 12,68% en þetta hlutfall er 11,96% á yfir- standandi ári. Meðalútsvarshækk- un milli ára er því 0,72%. Stað- greiðsluhlutfall á árinu 2001 verður 38,76% samanborið við 38,37% á þessu ári. Hækkunin á milli ára er 0,39%. Fjármálaráðuneytið ákveður staðgreiðsluhlutfall hvers árs og er það samtala af tekjuskattshlutfalli samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt og útsvarshlutfalli eins og það er að meðaltali samkvæmt ákvörðunum sveitarstjórna. Sveit- arfélögin geta ákveðið útsvar á bilinu 11,24% til 12,70%. Af 124 sveitarfélögum ætla 83 að innheimta hámarksútsvar en 4 sveitarfélög verða með lágmarks- útsvar. Utsvarshlutfallið hækkar hjá 113 sveitarfélögum á árinu 2001 en 11 sveitarfélög eru með óbreytt útsvarshlutfall. Áætlað er að á árinu 2001 inn- heimtist um 97 milljarðar króna fyrir ríki og sveitarfélög með stað- greiðslu opinberra gjalda. Þar af renna um 52 milljarðar króna til sveitarfélaga en um 45 milljarðar króna til ríkissjóðs. Léstí bflslysi í Öxnadal MAÐURINN sem lést í umferðar- slysi í Öxnadal sl. þriðjudagsmorgun hét Ragnar Karlsson. Ragnar vai’ 47 ára, fæddur 24. maí 1953, til heimilis að Smárahlíð 2d á Akureyri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og uppkom- in börn. Ragnar heitinn var starfsmaður hjá Höldi hf á Akureyri en fyrirtæk- ið annast flutning á Morgunblaðinu frá Reykjavík til Akureyrar. Var Ragnar að aka með blaðið norður þegar hið hörmulega slys varð. Morgunblaðið sendir ástvinum Ragnars innilegar samúðarkveðjur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.