Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 86
86 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
;t---------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Olafur Haukur og Fólkið í blokkinni
Það á enginn að brjá
ast í húsinu þótt þe|ta
sé sett á fóninn
Ut er komin platan Fólkið í blokkinni sem
geymir skrýtnar og skemmtilegar sögur
af kynlegum kvistum fjölbýlishúss eins
í Breiðholtinu, nánar tiltekið í Hólunum.
Arnar Eggert Thoroddsen sat fund
---------------------------7------------
með húsverðinum, honum Olafí Hauki
Símonarsyni.
Ólafur Haukur Símonarson semur bæði lög og texta á bama-/fuLlorð-
insplötunni Fólkið í blokkinni.
ÓLAFUR Haukur Símonarson er
þekktur sem rithöfundur, leikskáld
og textasmiður. Það er eins og færri
viti af kassagítamum sem lúrir uppi
við vegginn á vinnustofu Ólafs, en
maðurinn er lunkinn lagasmiður og
eftir hann liggur fjöldi laga á hinum
og þessum hljómplötum. Olafur segir
p^jfuna nýju vera hluta bálks eftir sig
sem tekur yfír Eniga Meniga (1975),
Hatts og Fatts plötuna Komnir á
kreik (1979) og Kötturinn sem fer sín-
ar eigin leiðir (1986). Allt plötur sem
ætlaðar eru bömum - og þó ekki.
Eðli bamalaga
„Þetta em svona melódísk sönglög
sem er ekki ætlað að vera neitt ann-
að,“ segir Ólafur um lagasmíðamar á
plötunni. „Þetta er svona svolítið
„sixties“-legt, Bítlalög eins og sagt er.
Efni sem gengur fyrir krakkana og
níka vonandi í fjölskylduna alla. Þetta
er svona fjölskylduvænt efni mætti
segja og það á enginn að brjálast í
húsinu þótt þetta sé sett á fóninn.“
Hann segir að það sem einkenni
gott bamaefni sé að það höfði líka til
foreldranna. „Það er einkenni á góð-
um bama- og unglingabókum að for-
eldramir geta líka sest niður og lesið
þær bækur,“ segir hann. „Þetta á líka
við um góð bamalög. Þau em yfírleitt
nauðaeinfold og spumingin snýst um
hvort laglínan sé nógu grípandi. Það
er alger óþarfi að hlaða utan á hana
einhveijum hljóðfæragraut eða
flækja útsetningamar. Eg held lika
að það sé yfirleitt einkenni á góðri
poppmúsík eða alþýðumúsík að lag-
línan sé þess eðlis að hún næstum
smelli í eyrað. Það hefur nú alltaf ver-
ið aðal góðs lags að það er nánast
þannig að fólki finnst það hafa heyrt
það áður.“
Aldrei verið
í hljómsveit
Lögin urðu til á nokkmm ámm.
„Eg safna svona í sarpinn, bý tíl lög
svona annað slagið og á alltaf til nokk-
urn lager. Eg hef gefið út fjórar,
fimm plötur með svona bamaefni.
Þessi plata er reyndar hugsuð sem
örlítið stærri hugmynd, það fylgir
væntanlega önnur í kjölfarið, Fólkið í
blokkinni 2 (hlær). Svo er í bígerð að
gera leikna sjónvarpsþættí sem að
eiga að byggjast á sögum um þetta
fólk.“
Þrátt fyrir öll þessi hljómfræðilegu
afskipti segist hann ekld líta á sig sem
atvinnutónlistarmann. „Ég hef aldrei
spilað í hljómsveit t.d. og aldrei komið
nálægt því að spila opinberlega þann-
ig að þetta er svona heimilisiðnaður
mér til afþreyingar og hugarhægðar.
Það er bara þannig að þetta efni hef-
ur fundið sér farveg og virðist lifa
með nýjum kynslóðum af krökkum.
Þá er markmiðinu náð af minni
hálfu.“
Eggert Þorleifsson, leikari með
meim, á stórleik á plötunni. „Ég hef
alltaf stolið mínum uppáhaldssöngv-
ara, Eggerti Þorleifssyni, annað slag-
ið og látið hann syngja fyrir mig. Mér
finnst hann alveg frábær túlkandi."
Textar Ólafs í þessum fjögurra
platna bálki innihalda jafnan glettnar
athugasemdir um nútímasamfélagið.
Eins og segir í titillagi Fólksins í
blokkinni: „Er það ekki skrýtið, hvað
sumir segja lítið? Þeir vakna bara í
bítíð í sjálfskaparvítíð."
„Jú, jú. Lífið er náttúrlega einhver
blanda af tilviljunum, góðum og vond-
um,“ segir Ólafur með spekt. „Og svo
sjálfskaparvítum. Krakkarnir eru
auðvitað að læra um þetta sem ég er
að fjalla um á plötunni á leikskólun-
um. Þau læra um umhverfismál,
hvemig fólk hafi það í öðrum löndum
o.s.frv. Þannig að ég er ekkert að
læða inn einu né neinu.“
Ólafur er svo lánsamur að geta lif-
að af ritlaunum. „Ég starfa aðallega
sem leikskáld en ég geri svona sitt af
hveiju. Ég skrifa skáldsögur og þýði
talsvert. Maður verður að hafa það
þannig á íslandi - hafa alltaf nokkur
jám í eldinum.“
MYNPBONP
I leit að
svörum
Veröld Soffíu
Sofies Verden
Drama
Leikstjóri Erik Gustavsson. Hand-
rit Petter Skavlan eftir sögu Jo-
stein Gaarder. Aðalhlutverk Tomas
von Brömssen, Silja Storstein. (106
mín.) Noregur 1999. Myndform.
Öllum leyfð.
VERÖLD Soffíu er ein vinsælasta
norræna bók síðari tíma og virðist
höfundurinn Jostein Gaarder hafa
hitt naglann á höf-
uðið þegar hann af-
réð að framreiða að-
gengilega og létta
sýn á sögu heim-
spekinnar. Nú hefur
Erik Gustavsson, sá
er gerði hina stór-
fínu Telegrafísten,
tekið sig til og gert
bókina að stórmynd
sem ku vera sú langdýrasta sem gerð
hefur verið í Noregi. Myndin ber þess
líka merki, er mikið og metnaðarfullt
verk þar sem í engu virðist til sparað.
Skiljanlega, því það er ekki auðvelt
verk að ætla sér að gera vel heppnaða
mynd eftír svo umfangsmiklu skáld-
verki.
Það kom mjög snemma í ljós að
Gustavsson og handritshöfundurinn
Skavlan áttu við ramman reip að
draga og hafa ekld alveg náð tökum á
viðfangsefninu. í bókinni er stiklað
mjög á stóru um víðfeðma sögu heim-
spekinnar en í tæpra tveggja stunda
langri mynd eru stökkin ennþá stærri
og viðveran skemmri. Þetta veldur
nokkrum ruglingi og það tók mig
nokkum tíma á að átta mig á því hvert
stefndi. Þegar ég hafði náð áttum
varð ég þó rólegri og gat notið mynd-
arinnar sem þrátt fyrir vankanta er
yfir meðallagi góð og metnaðarfull.
Skarphéðinn Guðmundsson
Elías Snorrason gefur út It’s a Beautiful Day
Ekki dæmi-
gerður trúbador
HONUM hefur verið líkt við Dylan
og Lennon og stundar ötullega íhug-
un, hann Elías Haukur Snorrason
tónlistarmaður sem nú er búsettur í
Jönköping hjá frændum vorum Sví-
um. Hann leikur undir listamanns-
nafninu Elias og gaf nýverið út plöt-
una It’s a Beautiful Day.
Spurður um samlíkinguna við Dyl-
an og Lennon segir Elías: „Það var
meira að segja ekki dómur á plötunni
sjálfri heldur live spilun í trúbadora-
keppni sem var haldin í Jönköping.
En ég vann hana nú ekki samt, “ seg-
ir hann og hlær. „En það er kannski
af því að ég er ekki svona dæmigerð-
ur sænskur trúbador. Trúbadorar
«gera soldið mikið úr sínum texta með
rími og segja sögur á meðan mínir
textar eru meira eins og „möntrur“.
Ég segi stuttar meiningar og meina
þær innilega og það er boðskapur í
hverri setningu.“
Eftir að hafa komið sér vel fyrir í
viðskiptalífinu hérlendis tók Elías
sig til og flutti tíl Svíþjóðar þar sem
hann hóf að stunda íhugun. „Við get-
um sagt að ég sé með nokkra nem-
endur, og svo held ég námskeið."
Elías segir að hugleiðslan hafi
óneitanlega haft áhrif á tónlistina:
,Áður en ég byijaði að stunda hug-
*íjxðslu átti ég erfitt með takt. Ég var
lesblindur þegar ég var yngri og inn í
þessa lesblindu kom tregða við að
halda takti. Svo, þegar ég fór að hug-
leiða hjaðnaði lesblindan og taktur-
inn kom innan frá.“
En þrátt fyrir að hafa að eigin
sögn verið afleitur í slagtakti steig
Elías sín fyrstu skref í tónlistar-
Néiminum jafnfætis mörgum af okk-
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Elías býr og starfar í Svíþjóð.
ar þekktustu tónlistarmönnum. „Ég
var aðeins í bfiskúrsböndum. I fyrsta
bandinu var ég trommuleikari og
gerði ábyggilega það mesta klúður
sem nokkur trommuleikari hefur
gert, og í því bandi var Sigga Bein-
teins,“ segir Elías frá dögunum í
Meinvitringunum sem léku í Tóna-
bæ en Elías spilaði líka í Þriðju hæð-
inni með Rúnari Þór: „Þá var ég ekki
búinn að ná rytmanum almennilega,
en reyndi samt.“
Þessi orð endurspegla í raun þá
speki og lífssýn sem Elías flytur á
geislaplötu sinni og bókinni Ég er
skínandi sól þar sem hann fjallar um
innra líf sitt og hvemig hægt er að
byggja upp trú á sjáfan sig - „þó það
sé á skjön við markaðslögmál" eins
og hann orðar það.
SJÓÐHEITIR TÖLVULEIKIR!
- í næstu verslun -
Empiro of the Ants • Frábær uppbyagingar-
leikur þar sem þú ert I harSri baráttu viS
herforingja ( mauraheimi.
r\
MlCROlDS
Warm Up • MagnaSur kappakstur um
1 7 stárkostlegar brautir um allan heim.
Fort Boyard • Leikur ( anda "Tomb Raider"
meS frábærri grafík og býsna erfiSum
þrautum.
Droifing:
Simi: 575-89CX)