Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 37 LISTIR Frá Maggiore-torgi í miðborg Bologna, þar sem fundur samtaka menningarborga Evrópu árið 2000 fór fram. Kraká, Póllandi Aldrei meira fé varið til menningar- mála „ÞVÍ er fljótsvarað: Já,“ segir Bo- guslaw Sonik stjórnandi Kraká 2000 þegar hann er spurður hvort menn- ingarborgarárið hafí gengið vel fyrir sig. „Til þess liggja fyrst og fremst tvær ástæður. Sú fyrri er sú að aldrei hefur meira fjármagni verið varið til menningar- og listamála á einu ári í Kraká. Borgaryfirvöld eiga heiður skilinn. Seinni ástæðan er bein afleiðing af þeirri fyrri, miklir peningar þýða betri dagskrá. Við gátum lagt mikið í dagskrána og þess vegna hefur aldrei verið efnt til fleiri menningarviðburða á sama árinu í Kraká. Gæðin voru að sama skapi mikil.“ Um sextíu listahátíðir eru haldnar í Kraká árlega og Sonik segir að menningarborgin hafi stutt vel við bakið á þeim. Fyrir vikið hafi þær vaxið að verðleikum. Sonik segir Kraká hafa dreymt um að hreppa menningarborgartit- ilinn ein borga í ár. Af því varð ekki. „Helst hefðum við kosið að sitja einir að titlinum. Við sættum okkur þó strax við ákvörðun Evrópusam- bandsins og reyndum að nýta hana okkur í hag. Það hefur gengið ágæt- lega. Kraká hefur fengið betri kynn- ingu fyrir vikið og svo er það auðvit- að yfirlýst stefna Póllands að ganga í Evrópusambandið. Aðildarviðræður eru þegar hafnar. Það var ekki síst í því ljósi sem samstarfið kom sér vel. Allt Evrópusamstarf er af hinu góða, hvort sem það er á sviði menningar- mála eða annarra mála.“ Sonik þykir eðlilegt að leiðir skilji nú hjá borgunum níu. „Þetta hefur verið góð reynsla en samtökin hafa ekkert upp á sig lengur. Tími þeiri-a er liðinn. Samböndin verða þó eftir sem áður til staðar og gætu hæglega átt eftir að bera ávöxt í framtíðinni." Avignon, Frakklandi Sameiginleg markmið þurfa að vera skýr LUIS Artengol, stjórnandi Avignon 2000, segir menningarborgarárið hafa verið farsælt þar um slóðir, bæði í menning- arlegu og efna- hagslegu tilliti. „Hátíðin hefur gengið ákaflega vel. Viðburðir hafa verið vel sóttir, söfn blómstrað og ferðamönnum fjölgað til muna í borginni. Er hægt að biðja um meira?“ spyr Art- engol. Hann segir verkefnið heilt yfir hafa gengið eins og til var stofnað. Flestir dagskrárliðir staðið undir væntingum, sumir komið þægilega á óvart og einhverjir valdið vonbrigð- um, eins og gera megi ráð fyrir. „Við sneiddum þó blessunarlega hjá öll- um stórslysum." Ai'tengol segir níu borga kerfið um margt hafa gefist vel. Borgirnar séu reynslunni ríkari á sviði menn- ingarsamstarfs. „Á hitt ber að líta að Avignon hefur mjög sterka menn- ingarlega sérstöðu og fyrir vikið hefði verið heppilegra að hún fengi að sitja ein að titlinum. Það gekk ekki eftir.“ Artengol er eigi að síður kátur með samstarfið. Gefist hafi kjörið tækifæri til að kynnast menningu annarra landa, sumra hverra fram- andi. Um það snúist Evrópusam- starf. Artengol er hlynntur því að leggja samtök borganna niður en telur vel hugsanlegt að samstarfinu verði fram haldið með einhverjum hætti. „Að mínu viti er brýnt að ryðja allri yfirbyggingu úr vegi. Samtökin voru góð til síns brúks meðan verkefnið var f algleymingi en nú er rétti tím- inn að leysa þau upp. Það höfum við lært af þessu samstarfi að hafa sam- eiginleg markmið skýr, horfa ekki um of á samtök og stofnanir. Beina orkunni frekar í réttan farveg - að listinni sjálfri.“ Helsinki, Finnlandi Tíundi hluti íbúa tók þátt FIMM hundruð verkefnum var hrundið í framkvæmd í menningar- borginni Helsinki, að sögn Georgs Dolivo, stjórn- anda Helsinki 2000. Tvö hundr- uð manns komu að meðaltali að hverju verkefni, um eitt hundrað þúsund manns í það heila. Það er um tíundi hluti íbúa á höfuðborg- arsvæðinu. „Það er ótrúleg tala, ótrúleg þátttaka," segir Dolivo. „Það sem okkar bíður nú er að bera árangurinn saman við mark- miðin sem við settum okkur í upp- hafi. Fjölmargai’ kannanir eru í bí- gerð. Menn voru jákvæðir og samstiga í upphafi, bæði aðstand- endur verkefnisins og almenningur. En þessir aðilar eru aðeins tæki til að ná markmiði, ekki markmiðið sjálft," heldur Dolivo áfram. Hann er eigi að síður ekki í vafa um að menningarborgarárið hafi verið vel heppnað. „Hvað fjölda verkefna varðar fórum við langt fram úr væntingum, svo dæmi sé tekið. Verkefnin undu líka upp á sig hvert af öðru. Það er mjög jákvætt. Það kemur mér svo sem ekki á óvart. Ég starfaði sem leikhússtjóri um langt árabil, áður en ég tók þetta starf að mér, og veit að dagskrá af þessu tagi sprettur ekki fullsköpuð úr kolli stjómandans. Hún verður að fá að vaxa - hægt og bítandi." Dolivo segir Helsinki hafa lagt áherslu á náið samstarf við hinar borgimar átta. Og það gekk eftir. „Samstarfið gekk vonum framar.“ Dolivo telur það hafa verið Hels- inki í hag að vera ein af níu menning- arborgum ársins. „Við kynntum okk- ur niðurstöður menningarborgar- verkefnisins víða, með áherslu á Kaupmannahöfn, vegna nálægðar hennar við Helsinki. Kaupmanna- höfn lagði allt í sölurnar þegar hún var menningarborg, árið 1996, og bauð upp á stórglæsilega dagskrá sem tókst í alla staði mjög vel. Eigi að síður hafði fólk víðsvegar í Evr- ópu, einkum í suður- og austurhluta álfunnar ekki hugmynd um að Kaup- mannahöfn væri menningarborg ársins. Sú staðreynd að Helsinki er ein af níu menningarborgum tryggir miklu betri kynningu og meiri um- fjöllun en Kaupmannahöfn gat látið sig dreyma um, einkum í löndum hinna borganna átta. Borgirnar hafa með öðrum orðum beint athyglinni hver að annarri." Dolivo segir helsta gallann við að vera menningarborg árið 2000 sam- keppni við öll aldamótaverkefnin sem eru í gangi víðsvegar um heim. „Margar af svipmestu borgum heims hafa gengist fyrir verkefnum af þessu tagi, Lundúnir, París, Róm og fleiri. Það er ekkert grín að keppa við þessar borgir um athygli. Við höfum þó reynt að gera okkar besta.“ Dolivo er bjartsýnn á áframhald- andi samstarf borganna níu. „Það var alltaf Ijóst að hið formlega sam- starf yrði tímabundið. Böndin sem borgirnar hafa bundist liggja hins vegar ekki í fundarherbergjunum, heldur úti í borgunum, meðal fólks- ins. Það er því fólksins að ákveða hvert framhaldið verður. Ýmsir að- ilar hafa þegar tekið af skarið. Nefni ég þar samstarf sem þegar er hafið milli háskóla í nokkrum borganna." Björgvin, Noregi Betri þátt- taka en búist var við TERJE Gloppew, stjórnandi Björg- vin 2000, segir árið hafa verið gott fyrir menningarlífið í borginni. Bæði fyrir listamenn, listunnendur og fólk sem starfar að menningar- og ferðamálum. „Ég held mér sé óhætt að segja að verkefnið hafi gengið jafnvel betur en við þorð- um að vona. Það byggi ég á því að fólk hefur upplifað menningu og list- ir í stærri stfl en við eigum að venj- ast í Björgvin, sem þó var menning- arvæn borg fyrir. Ég held að fáir, ef nokkur, hafi búist við svona góðri þátttöku í verkefninu. Árið 2000 hef- ur verið mjög sérstakt í menning- arsögu Björgvinjar," segir Gloppew. Hann vonar að þessi góði árangur skili sér til framtíðar. „Auðvitað er ómögulegt að segja til um hvað ger- ist á næstu árum en við vonum svo sannarlega að áhrifin af menning- arborgarárinu eigi eftir að vara lengi.“ Gloppew segú' erfitt að meta hvort það hafi verið kostur eða galli að vera ein af níu menningarborgum árið 2000 en ekki sú eina. „Við vitum ekki og munum aldrei vita hverju ár- ið hefði skilað hefði Björgvin verið eina menningarborgin í ár. Þess vegna veltum við því ekki fyrir okk- ur. Samstarfið við hinar borgii'nar átta hefur hins vegar gengið ágæt- lega og boðið upp á ýmis tækifæri, meðal annars að taka þátt í ólíkum verkefnum, sem aldrei hefðu komið upp á borð annars. Við í Björgvin höfum lært heilmargt á þessu sam- starfi og erum nær um margt í menningu annarra borga og landa í Evrópu. Það er tvímælalaust kost- ur.“ Gloppew vonar að borgirnar níu eigi eftir að starfa saman í einhverri mynd í framtíðinni. „Á okkar dag- skrá hafa verið á milli fimmtíu og sextíu samstarfsverkefni, þar sem við höfum unnið með ýmist einni eða fleiri borgum. Það hefur gengið mjög vel og ég sé ekkert því til fyr- ii'stöðu að vinna áfram með hinum borgunum. Ég vona líka að lista- mönnum frá Björgvin hafi tekist að koma sér upp samstarfsneti af ein- hverju tagi sem nýtist þeim í fram- tíðinni. Það hefði mikla þýðingu." Hljómtæki nýrrar aldar Heimabíókerfi Hátalarar Magnarar DVD Marantz DV3100 DVD spilari AC3/dts. Kynningarverð Verð kr. 36.600.- HUÓM HLJÓMTÆKI HEIMABIÓrBlLTÆKI Ármúla 38 - Sími 588-5010 Boguslaw Sonik Georg Dolivo Teije Gloppew Hvaö er Fljúgandi ísbjörn? Marbendill? Sæskrímsli? Eða ......besti vinur þinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.