Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1892, Síða 41

Skírnir - 01.01.1892, Síða 41
Grein nm ísland. 41 um pörtum landsins, þjóðina alla, eptir íbúunum á. þessum hluta lands- ins. íslendingar, þjððin, er miklu betri i alla staði en þeir menn, sem yér rekumst á hér. Þeir tala kannske ekki eins vel ensku, eru heldur ekki svo kompánlegir eins og Reykvíkingar. En nærri alstaðar, og á bæjum út um landið, er kurteisum ferðamönnum sýnd hin vinsamlegaeta gestrisni, einkum ef þeir kunna dálitið í dönsku. íbúarnir gjöra sér ekki eins far um að hafa allt út úr manninum, eins og títt er annarstaðar á Norðurlöndum. Þó að ferðamaðurinn kunni hvorki dönsku né íslenzku, þá þarf hann þó sjaldan að brúka fingramál. Maður sem er nýkominn út úr Reykjavíkur latínuskóla, eða jafnvel frá Kaupmannahafnarháskóla, talar latinu við hann, nema að ferðamaðurinn sé ekki fær um að eiga samtal á dauðu máli, eða að hann beri latínuna svo undarlega fram, að hann um kvöldin á prests- setrinu neyðist til að tala skriflega við prestinn. En það er þvi að kenna, að gömlu málin skuli enn þá vera borin fram eptir enskum framburði á Englandi. ísland hefir ætið verið lærdóms- og vísindaland, og enn þann dag í dag eru lærðir íslendingar við nærri alla háskóla í Evrópu(!). Hvergi er vísindamanni gert jafn liátt undir höfði. Ferðamaðurinn finnur, að virð- ing bóndans vex mjög, ef hann heyrir að gestur hans sé „stúdjeraður“,og ef hann dvelur hjá honum nógu lengi, þá er sent boð eptir prestinum, að hann geti talað við hann, og kannske reynt, hvað djúpt Englendingurinn ristir i lærdómnum, þegar uppskátt verður, að hann er doktor frá Cam- bridge, eða prófessor frá hinum gamla háskóla, þar sem einn af hinum lærðu löndum bóndans settist að (Guðbrandr Yigfússon). Flestir íslend- ingar, sem eru nokkuð vel að sér, kunna dönsku og ensku, og þýzku eru þeir farnir að kunna almennt, enda kunna allir að lesa og skrifa. Ferða- maður, sem ekki hefir kynnzt eyjarbúum og sögu þeirra, munu furðasigá bókaeign margs bónda. í eldhúsi, sem er miklu verr úr garði gjört en eldhús ensks verkmanns, situr maður, sem er miklu fátækari en enskur bóndi. Almanakið og einhver guðsorðabók er meira en nóg til andlegr- ar fæðu fyrir enska bóndann, en hinn bóndinn á söguleg rit og visinda- legar og heimspekilegar bækur. „Forleggjarar“ á Norðurlöndum treysta ætíð, að nokkuð seljist af öllum nýjum bókum á íslandi(l), og stundum svarar það kostnaði, að gefa út íslenzkar þýðingar. Þessar þýðingar eru sjaldan skáldsögur, en helzt ritgjörðir um náttúrufræði, eða þviumlíkt, og maður, sem nýlega ferðaðist um á eyjunni, þar sem ekki er almenn um-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.