Norðurfari - 01.01.1848, Blaðsíða 71
FRA NORÐCRALFUNNI.
71
cru J>ví einungis fátækustu mennirnir, og þeir sem tala máli
þeirra, sem æskja breitingar, en þeir gcta þú líka, cf til vill,
velgt stjórninni $ og þa5 á líka svo aft vera og mun fyrr eða
seirna fara svo að sú stjórn og þau kosningarlög, sem nú eru
á Englandi, breitist, því sannleikanum verður á endanuin að
verða framgengt, og það er sannleikur að fátæku mennirnir eigi
eins að njóta rjettar síns og þeir sem ríkari eru. Og þó
konungur á Englandi varla sje nema nafn , og ekki ráði neinu
1 raun og veru , þá getur mönnum þó aldrei annað fundist,
enn að það sje því ósæmilegra fyrir slíka þjóð, sem Bretar eru,
að hafa tekið yfir sig og ala einhverja verulausa konunglega
vofu , einungis til að geta blótað hana cins og skurðgoð. En
verði bylting á Englandi þá má ganga að því vísu að hún
verði rækileg, því það er svo mikil gjörð og vera í þjóðinni
og sálardjúp. par sem Frakkar eru eins og fjörugur ungur
oílátungur, sem opt vinnur glæsilegustu og fegurstu afreksverk,
en líka stundum ýms glappaskot, þar eru Englendingar eins og
alvarlegir menn sem ganga beina lcið að takmarki sínu, og líta
hvorki til hægri nje vinstri $ þeir tala ei margt, en eru því
raunbetri þegar á þarf að halda, og undarlegt er það að optast
hafa þeir á endanum orðið ofan á í öllum miklum byltinguin
sem orðið hafa. En hvað sem nú Englendingum líður, þá
munu þó margir með kvíða hugsa til þess að bylting verði á
Englandi, því hætt er við því að fall þess muni dragu fleira
eptir sjer, og myrkri og dimmu slá yfir alla Norðurálfu. Margir
munu því vera þeir sem heldur vilja að svo standi þar sem
nú er, og segja við sjalfa sig, hvcrnig sem svo England er,
það sem mikið enskt skáld hefur einhverstaðar sagt: —
•‘Enfrland ! with all thy faultð, I love thee still.”
En nú er lrland! og þar búast menn við uppreist, því
Irar hafa haft mikinn viðbúnað til þess, og vilja nota hvert tæki-
færi til að losa sig. J>eir hafa haft miklar vopnaæfingar og
skrifað mjög ákaft í blöðuin og tímaritum móti stjórninni en-
sku *[*, og því bar einn af stjórnarherronum fram á þinginu í
Lundúnum lagafrumvarp um , að þeim mönnum sem æstu til
óeyrða og æfðu sig í vopnaburði, niætti hegna, svo óhultara væri
saniband lrlands við England. A frumvarpið var fallist, en
Brjánn, írskur maður, mælti ákafiega á móti því: sagðist hann
ci prjedika upprcist mótí Yiktoríu drottningu, en ef það væru
landráð að hvetja Ira til óhlýðni við enska þíngið, þá játti
hann sig sekan í því, og hirðti ei um að bera það af sjer, því
* “Eugland ! með öllum ókostum þinum , egr ann þjer æ.”
•f- Sumir af daghla'ða st.jórnendnniim 1 Dyflinni hafa jafnvel farið svo
langt, að þeir hafa verið að leggja niðúr fyrir borgar mönnum með
hverju móti þcir bezt gætu hagað upphlaupi þar í bæ, t. a. m. með
þvi að fieigja glerbrotum á strætin svo hcstlið komist ci um þau, hella
Hjóðandi vatni út um glugga ofan á hermcunina o. 9. frv.