Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Page 1

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Page 1
KRISTILEG SMÁRIT HANDA ÍSLENDINCUM. JVi 4. MONIKA. í sögu guðs ríkis koma fyrir mörg eptirtekta verð dæmi þess, að miklir guðs-menn, sem með kenn- ingu og lifnaði hafa eflt sannan kristindóm, og leitt marga á guðs veg, liafa átt, — næst guði, — guð- hræddum mæðrum að þakka þá stefnu í hugarfari þeirra og líferni, sem síðan bar svo mikla og blessunarríka á- vexti fyrir sjálfa þá og aðra. í tölu slíkramæðra, sem verðskulda ást og þakklátsemi allra alda, vegna þeirra áhrifa, sem þær höfðu á sonu sína, á engin framar lieima, en hin guðhrædda Monika, móðir hins mikla kirkjuföður Árelíusar Ágústínusar. Monika var fædd árið 332 eptir Iíristsb. í Norður- Afríku, líklega í Tagasteborg í Númidíu, þar sem hún hjó síðar með manni sínum. Foreldrar hennar voru kristin, og veittu henni kristilegt uppeldi í guðrækniog góðum siðum. I*egar Monika talaði um æskuár sín, minntist hún, auk foreldra sinna, með elsku og þakk- látsemi gamallar vinnukonu, sem verið hafði fóstraföð- ur hennar, en dvaldi síðan ávalt í húsi hans, fremur sem vinkona en vinnukona, og var virt og elskuð af öllum á heimilinu. Þessum gamla kvennmanni var á liendur falið að hafa umsjón hinna ungu dætra, og leysti hún það einka vel af hendi; því hún lðt hvorki

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.