Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Page 1

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Page 1
KRISTILEG SMARIT IIANDA ÍSLENDINGDM. M 6. skólakennarinn. oSvona er eg þá orðinn gamall og gráhærður í þjónustunni, og verð enn þá að búa að hinum sömu lítilfjörlegu tekjum, án þess nokkur von sé á að kjör mín verði betri». Þannig ahdvarpaði liinn góði gamli skólakennari Lebrecht Friedefeld, og leit með raunasvip á dálitla hrúgu af silfurpeningum, sem lá á viðhafnar- lausu borði, er nær því náði yfir allt liið litla herbergi lians. Honum var eitthvað þungt i skapi á þessum sunnudagsmorgni. Úti var blíðviðri og kyrrð; ekkert skóhljóð heyrðist á strælinu, er lá í gegnum þorpið; sólskinsbreiðurnar láu yfir enginu, eins kyrrar og þær væru í svefni; það mátti heyra til lækjarins, sem eins og hvíslaði að sefinu, er hann rann í gegnum; vindur- inn liafði tekið sér hvild á milli trjánna, og bærði endrum og sinnum stöku laufblað, til þess eins, að gjöra vart við hvar hann væri. AHt þetta mátti sjá út um gluggann; þar blöstu við blómin í aldingarðinum, og þaðan sást og einstaka húsgafl og reykháfur, sem reykinn lagði um upp í loptið; storkurinn gamli stóð með hátíðlegri alvörugefni á þakinu ; einnig mátti þaðan sjá hinn lága tréturn á kirkjunni, sem var til hálfs yfir- skyggð af trjánum, og á baka til við allt þetta var heið- ur himin, fagurblár, meö stöku skýhnoðrum, sem stóðu 2. ár. L

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.