Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 12

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 12
12 maður var sá, sem nú lá rænulaus í rúminu við hlið- ina á honum. Um nóttina svaf Danjel í flatsæng á gólfinu. Morg- uninn eptir var skipbrotsmaðurinn orðinn vel málhress, en ekki hafði Danjel þá tal af honum, því hann fór snemma út og kom ekki heim fyrri en undir kveld. Móðir Danjels þurfti þá eitlhvað að ganga frá, svo þeir urðu tveir einir; Danjel setti sig þá á rúmið hjá skip- brotsmanninum, leit á hann og mælti: «Við höfum sjezt fyrri». «Já, jeg held það, þó jeg komi því ekki fyrir mig, livar það hefur verið«. «I*að var í veitinga- húsi í Hamborg. Mannstu ekki eptir Helg.ulendingnum, sem sagði, að sig langaði til að fara til útlanda, en faðir sinn vildi það eigi. Þú sagðir honum, að hann skyldi ekkert hirða um hvað faðir hans segði; svo hefðir þú gjört; jeg hafði á móti því og sagði, að það væri guðleysi, sem þú talaðir; þú komst mér þá til að drekka frá mér vit og vilja, og skildir svo við mig dauðadrukkinn á ókunnum stað. Mcðan þetta gjörðistj andaðist faðir minn hérna f rúminu, sem þú liggur núna í». Þegar Danjel mælti þetta komu tárin fram í aug- un á honum. Hamborgarmaðurinn svaraði engu; lionum stóð fyrir hugskotssjónum, hvernig hann hafði breytt við foreldra sína og alla æfi hlaðið synd á synd ofan. Loksins mælti hann: «Jeg hefi ætlað að tortýna þér, en þú hefir frelsað líf mitt». «Kærðu þig ekki um það» mælti Danjel, «allt er gott, þegar endirinn er góður», og eg er þess fnllviss, að guð er búinn að fyrirgefa mér syndir mínar fyrir Jesúm Krist, sem fyrir mig er dáinn og upprisinn, en það þykir þér, cf til vill, hé- gómi?

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.