Tímarit - 01.01.1873, Side 33
33
þ /í Jakob við Búðir var faðir Jóns sýslumanns
Jakobssonar föður Espólíns sýslumanns.
10. fyrir Norðurmúlasýslu
HALLDÓR JÓNSSON, prófastur á Hofi i Vopnafirði,
og riddari dannebrogsorðunnar. Fyrri kona
hans var Gunnþóra dóttir Gunnlaugs dómkirkj-
uprests á Lambastöðum, consiftórialassessors,
Oddssonar, og konu hans frúr Þórunnar Bjöms-
dóttur frá Bólstaðahlíð; en seinni kona Haldórs
prófasts er Valgerður dóttir Ólafs yfirdómara
Hannessonar biskups Finnssonar (sjá ætt Hil-
mars stiptamtmanns) og konu Ólafs, frúr Maríu
dóttur Óla Möllers, kaupmanns í Reykjavík.
A. F ö ð u r æ 11
1. gr.
1. Jón Petursson, prófastur í Steinnesi, dó 1842,
bans faðir
2. Petur Sigurðsson á Einarsstöðum, hans faðir
3. Sigurður Tumásson á Vargá lögréltumaður,
hans faðir
4. Tumás Helgason á Sílalæk.
2. gr.
3. Sigríður Porláksdótlir hét kona Sigurðar og
móðirPéturs, var Sigurður seinni maður henn-
ar; hennar faðir
4. Þorlákur Benidiktsson á Grítubakka, hans faðir
5. Benidikt Pálsson, klausturhaldari á Möðruvöll-
um, dó 1664; Benidikt var bróðir Björns sýslu-