Tímarit - 01.01.1873, Qupperneq 100
100
Viðbœtir.
L e i ð r é 11 i n g v i ð 7 4. b 1 s. í 3. b i n d i1
Það sem hér er skýrt frá aðdraganda til dauðdaga
föður míns sál., er að nokkru leyti missagt, en að því
leyti rétt hermt, sem slys það, er honum vildi til, megi
álítast meðfram að hafa orðið honum að dauðameini,
þó ekki, — eins og ráða sýnist mega af skýrslunni —
strax í stað. Eg var með í ferðinni, að sönnu úngur
en þó kominn nokkuð til vits og ára, og ætti mér því
að vera með þeim kunnugri um, hvernig slisið atvik-
aðist. En það var á þessa leið:
Faðir minn sál. réðst öndverðlega á sumrinu 1815
til pínga — (ekki kaupstaðar — ferðar niður um fjörðu,
Borgar- Loðmundar- og Seyðisfjörð. í þeim fjörðum
var í þá daga enginn kaupstaður), lauk þingunum af,
og hélt síðan heim í leið. Og á þeirri heimleið var
það, sem hann staddur á Höfn í Borgarfirði, gjörði út
fiskalest sína, sem líka var á ferðinni, og lét upp ann-
ars vegar móti öðrum manni hinum megin, með því
hann var óbágur á, að rétta hönd, einkum á ferðum
til hvers sem vera skyldi, og studdi að farargreiða.
Vildi þá svo til, að hesturinn sem klyfjast átti, stóð í
halla nokkrum, eða vékst við, og faðir minn sál. neð-
an við hann, og þá var það, að hann — eins og að
framan segir — reigðist um of, til þess bagginn
festist á klakknum. Fanst honum samstundis, sem hann
1) f>ó þessi ritgjörþ nm atvikiu aí) dauþa Páls sfslumanns, sé
nokkuí) löng, einkum í samauborbi vib þab, hvab sýslumanua æf-
irnar yfir höfub ern stuttar, þá hefi eg ekki viljab neita vibtöka rit-
gjörb þessari í tímaritib, einkum þareb húu gefur lýsingu af Páli
sýslumanui, er eg ekki veit, at) meuu hafl annarstabar.