Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Page 1

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Page 1
L a n (1 s t j ó r n. Frjettir frá íslandi 1876 verða eigi langar og því síður fróðlegar, því að á þessu ári liefur fátt það við borið, er tíðindum sæti, og allra sízt nokkuð það, er sögulegt sje og gott til frásagna; flest það, er við hefur borið, hefur farið fram á venjulegan hátt og kyrrlátlega. petta á einkum og ekki sízt heima um allt það, er að landstjórnarmálum lýtur. Hin mikla stjórnarbarátta, er var fyrir nokkrum árum, bæði hjá þjóð og þingi, hefur nú um hríð að kalla engin verið, síðan stjórnarskráin kom og bœtti nokkuð úr ýmsum stjórnarháttum; þó er einsætt, að barátta þessi er alls eigi undir lok liðin að. fullu, heldur að eins orðið hlje á, og að landsmenn bíða betra tœkifœris til þess að ná full- um landsrjettindum og algjörðu sjálfsforræði. A því ári, sem lijer er um að rœða, liafa fáar raddir látið til sín heyra um þetta efni; þar á mót hafa menn fremur snúið rœðum sínum og rit- um að sjerstökum málum, er miklu varða, sumpart land allt, en sumpart einstök hjeruð. Af málum þeim, er á þessu ári var mest um fjaflað, og varða landið allt í heild sinni, má sjerstak- lega nefna skattamálið, landbúnaðarmálið og skóla- málið. Eins og kunnugt er, voru nefndir settar milli þinga til að undirbúa þessi mál undir alþingi. Landbúnaðarmálið hafði lengi verið í smíðum og nefnd skipuð í það fyrir löngu, en í skattamálið og skólamálið höfðu nefndirnar verið settar 1875, svo sem segir í þess árs frjettum. Nefndir þessar allar komu saman í Eeykjavík að áliðnum vetri 1876 og höfðu allar lokið störfum sínum í byrjun októbermánaðar og samið álitsskjöl sín og frumvörp til nýrra laga og reglugjörða um þessi efni. |>egar hjer var komið og enda fyr, tók marga að fýsa að fá að vita, hvernig nefndirnar höfðu tekið í málin. Eitstjórar blaðanna skoruðu á nefndirnar eða landshöfðingja, að birta nefndarálitin almenningi, svo að þjóðin öll eða hver sem vildi fengi því betra tœkifœri til að láta í ljós álit sitt um málin og þau yrði þannig Fr.jetiir frá íslandi. 1

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.