Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Page 2

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Page 2
2 LANDSTJÓRN. enn ítarlegar búin undir alþingi. Slíkt hið sama gjörði og ping- vallafundur, sá er lialdinn var 2 júlí. En hvorki áskoranirnar í blöðunum nje heldur áskorun fundarins hrifu, og jók það eigi allítið tortryggni manna. Loksins tóku nokkrir alþingismenn sig saman nyrðra og gjörðu cnn að nýju áskorun, og þá leyfði ráðherra Islands um síðir, að frumvörpin yrði prentuð, og var það gjört um árslokin. Á mál þessi mun nokkuð minnzt síðar sjerstaklega. pá var og fjárkláðamálið eitt aðalmál, ermikið var um fjallað á þessu ári; varð það nú enn sem fyrr mikið þrætumál og vandræðamál, og eigi varð það enn leitt til fullra lykta. Á það mun og stuttlega minnzt síðar. Árið 1876 var ekki þingár, svo að þaðan er eigi tíðinda að vænta. Af þúngvallafundi, þeim er á var minnzt, er og lítið að segja; því að bæði var hann mjög svofámennur og stóð skammt, enda hafði hann og mestmegnis eitt mál til meðferðar, en það var ijárkláðamálið, og varð eigi heldur þar við það ráðið. Hjer verður því einkum að minnast á ýms einstök atriði, sem standa í meira eða minna sambandi við stjórn landsins. Lög, þau er alþingi 1875 samdi, voru ílest það sama ár samþykkt af konungi. Nokkur þeirra voru eigi samþykkt fyr en 1876, og skal þeirra hjer getið: 1. Lög um skipströnd, samþykkt 14. jan. 2. Lög um tilsjón með flutningum áþeimmönnum, sem íiytja sig úr landi í aðrar heimsálfur, samþ. 14. jan. 3. Lög um stofnun læknaskóla í Eeykjavík, samþ. 11. febr. 4. Lög um stofnuu barnaskóla á Ísaíirði, samþ. 11. febr. 5. Lög um að leggja skatt á útmældar lóðir á Ísaíirði, samþ. 11. febr. 6. Lög um að afnema alþingistollinn, samþ. 11. febr. 7. Lög um breyting á tilskipun um gjald á brennivíni og öðrum áfengum drykkjnm 26. febr. 1872, samþ. 11. febr. 8. Lög um aðflutningsgjald á tóbaki, samþ. 11. febr. 9. Lög um þingsköp handa alþingi íslendinga, samþ. 7. apríl. 10. Viðaukalög við Jónsbókar landsleigubálks 56. kapítula, um friðun á laxi samþ. 11. maí.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.