Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 3

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 3
LANDSTJÓRN. 3 |>á voru staðfest öll lög alþingis 1875, nema fjárkláðalögin, er konungur synjaði samþykkis síns. Frá efni þeirra laga, er hjer voru talin, er stuttlega sagt í fyrra árs frjettum, að því leyti sem það þótti nokkru varða og rúmið leyfði. Peningabreytingin, er nokkur undanfarin ár hefur verið að komast í kring, komst nú að mestu algjörlega á. 17. dag marzm. gaf konungur út tilskipun um það, áð hinir fyrri silfurpengar, sem verið hafa gjaldgengir á íslandi, en voru þó enn í gildi, skyldu eigi vera gjaldgengir frá 1. okt. 1876. Með þessari tilskipun voru úr lögum numnar þær spesíumyntir, sem getið er í tilskipun 31. júli 1818: 2/3, V2 og úr spesíu (áttmörk, hálfar spesíur og fjögur mörk), aðrar en liinar sles- vík-holsteinsku spesíur, er áður voru úr lögum numnar; sömu- leiðis allar spesíur, spesíudalir, tveggja ríkisdala peningar, ríkis- dalir og hálfir ríkisdalir. fó áttu þessir peningar að vera gjald- gengir á íslandi (og Færeyjum) þangað til 6 mánuðir væri liðnir frá þeim degi, að tilskipun þessi væri birt almenningi á venju- legan hátt. Voru þá úr lögum teknir allir hinir eldri silfur- peningar, bæði í gjöldum til ríkissjóðsins og svo manna í milli. En með því að frestur sá, er gefinn var til að koma þeim frá sjer, þótti of skammur, gaf konungur eptir tillögum fjárhags- stjórnarinnar 7. ágúst úrskurð á þá leið, að ríkissjóðurinn, að því er ísland snerti, skyldi taka við hinum eldri silfurpeningum, er fyr voru nefndir, þangað til 28. febr. 1877, og innleysa þá fyrir krónumynt, samkvæmt peningalögunum 23. maí 1873. Áður, eða 25. apríl, hafði og konungur gefið út auglýsingu um það, að allir seðlar, sem útgefnir eru af þjóðbankanum og ganga manna í milli, og miðaðir eru við 100 ríkisbankadali, 100 ríkis- dali, 50 ríkisbankadali, 50 ríkisdali, 20 ríkisbankadali, 10 ríkis- dali og 5 ríkisdali, skuli innkaliaðir fyrir árslok 1876. Seðlar þeir, er hjer um rœðir, hafa lítið verið á gangi á íslandi, og enda mjög sjaldgætir þar, og er því líklegt, að eigi hafi verið ervitt að fá þeim skipt í tœka tíð. Hins vegar gekk allt örðugra að fá skipti á hinum eldri og nýrri peningum, þrátt fyrir það þótt fresturinn væri lengdur; því að hvorki höfðu kaupmenn almennt nógar birgðir af hinum nýrri peningum, þó að þeirra væri leitað, nje heldur sýslumenn, en ervitt var fyrir flesta að 1*

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.