Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Qupperneq 5
LANDSTJÓRN.
5
yfir tvö ár. £>að árið, sem eigi cr l>ingár, cru fjárlögin komin
árið á undan, en reikningsyfirlitið keniur fyrst síðar meir. Frá
fjárlögunum fyrir árin 1876—77 var stuttlega skýrt í frjettum
fyrra árs. Aptur var þetta ár (1876) 14. jan. gefið út rcikn-
ingsyfirlit yfir tekjur og útgjöld landsins 1874; er þar talið af-
gangs útgjöldum 42654 rd. 82 sk. Hvernig varið hafi verið
á næstliðnu ári fje því, er veitt var í fjárlögunum 15. okt. 1875,
er sumpart eigi enn fullkunnugt, en sumpart eigi þess eðlis,
að það sje efni almennra tíðinda eða og þörf sje að skýra frá
því á þessum stað, en þíir á mót má minnast á ýms önnur at-
riði, þau er standa beinlínis eða óbeinlínis í sambandi við fjár-
hagsmál.
Út af tilmælum, er upp voru borin á alþingi 1875, lagði
landshöfðingi það til við ráðgjafann, að sjer yrði veitt vald til
þess að lána út fje það, er árlega er borgað upp í það, sem við-
lagasjóðurinn á í láni, sem er bæði það, er hinn fyrverandi ís-
lenzki dómsmálasjóður og læknasjóðurinn hafa átt hjá einstök-
um mönnum, (að upphæð um 18000—50000 kr.) og í annan
stað það, sem sveitarfjelögum hafði verið lánað í ýmsar þarfir
(að upphæð um 70000 kr.). Taldi landshöfðingi þetta œskilegl,
bæði til þess, að fje það, er þannig yrði endurborgað, yrði sem
•fyrst aptur ávaxtað landsjóðnum, og svo til þess, að einstakir
menn gæti fengið lán til að koma fram ýmsum þarfiegum fyrir-
tœkjum; en slík lán væri örðugt að fá á annan hátt, sökum
peningaeklu í landinu og af því að þar vantar lánsstofnanir.
Káðgjafinn áleit þar á mót, að landssjóðurinn eigi mætti missa
fje það, er endurborgað yrði árlega, af lánum til sveitarfjelag-
anna, einkum nú eptir að alþingistollurinn hefði verið afnum-
inn, en laun embættismanna hækkuð; og svo væri það ísjárvert
að hafa talsverðan hluta landssjóðsins í lánum, er ekki yrði
auðnáð. En þar á mót leyfði ráðgjafinn með brjefi 28. febr. að
veita lán einstökum mönnum af eignum dómsmálasjóðsins og
læknasjóðsins gegn veði og með venjulegum lánsskilmálum. I
sambandi við þetta má geta þess — þó að það eigi snerti al-
menn fjárliagsmál — að sparisjóðir hafa enn verið stofnaðir á
nokkrum stöðum (Hafnarfirði, ísafirði og Akureyri), og hafa þeir