Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Qupperneq 8
8
LANDSTJÓRN.
nú er venjulega talað um toll, nl. gjald, sem lagt er á verzlun-
ina. I>ó er enn að eins að tala um aðflutningsgiald af ölföngum
og tóbaki. Gjaldið af ölföngunum var fyrst í lög leitt með
tilskipun 26. febr. 1872, en brátt reyndust ýmsir agnúar
á þeirri tilskipun og var henni aptur breytt með lögum 11.
febr. 1876. J>á var og aðflutningsgjald af tóbaki í lög leitt
sama dag, og nokkru síðar (16. febr.) gaf ráðgjafi íslands út
auglýsingu um það, hvernig framfylgja skyldi þeim lögum, með
því að lögin sjálf ekki höfðu tekið það fram. Með því að hjer
er engin regluleg tollgæzla, veitir ervitt að sjá um, að tollalögum
þessum sje fyllilega hlýtt og að eigi sje farið í kringum þau,
cinkum meðan þeir eru óvanir, sem um eiga að sjá, og sumt í
lögunum ekki fullskýrt. 1 fyrsta sinn gjörði og birting lag-
anna nokkurn rugling. Svo virðist sem sums staðar hafi þau
verið þinglesin á fyrstu þingum, en aptur annars staðar hafi
verið hyllzt til, að þinglesa þau sem síðast. Hvort rjettara hafi
verið, getur menn greint á um, en þessi mismunur, eða það,
að þau urðu eigi birt alls staðar jafnsnemma, leiddi til þess, að
skip með tollaðar vörur, er áttu að fara á þann stað, er búið
var að þinglýsa lögunum, fóru fyr á annan stað þar nærri, þar
sem lögin voru óþinglesin, og lögðu þar upp vörurnar; en að
því er ölfangatollinn snertir, þá er í tilskipun 26. febr. 1872 til
tekið, að þar skuli greiða toll af öllum farminum, er skipsskjöl-
in eru sýnd eða sýna skal, en eigi þar sem affermt er, sje það
annars staðar. Sífelldar kvartanir hafa komið frá kaupmönnum,
ýmist yfir því að tollur væri ranglega tekinn, cða yfir því, að
hinar tollskyldu vörur hafi rýrnað eða skemmzt, svo að endur-
gjalda þyrfti tollinn eða nokkurn hluta hans; hafa þær sumar
reynzt á rökum byggðar, en sumar ekki. Misjafnlega vinsæl
eru þessi tollalög hjá landsmönnum; sumir líta mest á hag
landssjóðsins, og gróða þann, er hann hefur af lögum þessum;
aptur aðrir á það, að gjöldin komi maklega niður á óhófsmönn-
unum; og enn aðrir, að þau eyði óhófi, með því að minna sje
keypt, er dýrara verði; en sumum þykja allir tollar óeðlilegt
hapt á verzluninni. J>að hefur og nokkuð spillt fyrir tollinum,
að hinar tollskyldu vörur hafa sums staðar verið hækkaðar meira
í verði en tollinum hefur numið, um leið og tollhækkunin komst