Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 9
LANDSTJÓRN.
9
á; cn sú verðhækkun er líklega af líkum rótum runnin og verð-
hækkunin við peningabreytinguna, sem minnzt var á hjer að
framan.
Skattamál landsíns hafa lengi verið í miklu ólagi. Skatt-
arnir hafa verið margir og margbrotnir, sumir að eins í ein-
stökum hjeruðum, og þá sumir hinna, er náðu yíir land allt,
teknir eptir mismunandi reglum í ýmsum hjeruðum. Sumir af
sköttunum voru og eigi til komnir með lögum, heldur byggðir
á fornri venju. þJar við bœttist, að ranglæti sumra skattgrein-
anna var orðið bersýnilegt, og komið mjög í bága við rjettar-
meðvitund manna á þessum tímum, og þó að sumir skattarnir
væri upphaflega rjettlátir, þá var með tímanum komin svo mikil
ringulreið á þetta mál, og það svo óljóst, að varla vissu bœnd-
ur, hvað þeim bar að gjalda á þing. Enn fremur voru ýmsar
undanþágur og gjaldfrelsi á sjerstökum eignum og stjettum, sem
enn ineir olli ójafuaði og ósamkvæmni. Juið mátti því furðu
gegna, að máli þessu ekki var fyrir löngu komið í viðunanlegra
horf. Stjórnin hafði raunar fyrir löngu sjeð, að hjer þurfti lag-
fœringar, og áður skipað nefnd til að rannsaka og undirbúa
málið. J'að var og gjört rœkilega; en síðan datt málið í dá,
hvað sem því hefur valdið, þangað til hin nýja nefnd var skip-
uð haustið 1875 eptir tillögum þings og stjórnar, og skyldi nú
loksins til skarar skríða.
Nefnd þessi rannsakaði málið allt frá rótum, og samdi síð-
an frumvörp til nýrra laga viðvíkjandi skattgjöldunum. Frum-
vörp þessi voru íjögur alls, og voru þrjú þeirra um nýja skatta.
Hið fyrsta frumvarp var um skatt á jarðir og lausafje. J>ar
var það fyrst lagt til, að afnumin yrði öfl þau manntalsbókar-
gjöld, sem nú eru, og sem eru: skattur, gjaftollur, konungstí-
und, lögmannstollur og manntalsfiskur. í stað þessara fornu
gjalda lagði nefndin til að tekið yrði upp eitt nýtt skattgjald,
er leggist jafnt á allar jarðir, hverju nafni sem nefnast, og á
allt tíundarbært lausafje; ætlaðist nefndin til, að ein alin af
hverju liundraði hvors um sig mundi nœgja og vera hœfilega
hátt gjald. Gjaldið af jörðunum skyldi ábúandi greiða, en ekki
eigandi. Allt skattgjaldið, bæði af jörðunum og lausafjenu,
skyldi greiða á manntalsþingum ár hvert í peningum, eptir mcð-