Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Page 12

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Page 12
12 LANDSTJÓRN. Jietta, eins og það lá fyrir, og þótti þeim það meðal annars allt of yíirgripsmikið, er það náði yíir allt það, er hjer að lýtur, en sem þeir yildu heldur hafa í sjerstökum lögum, svo sem nánari ákvarðanir um veiði, reka, o. fl. þ>eir bjuggu því til nýtt frum- varp, miklu styttra en frumvarp Jóns Pjeturssonar, en þó að nokkru leyti byggt á því. Frumvarp meiri hluta nefndarinnar er í 13 kapítulum. Fyrst eru nokkrar almennar ákvarðanir um fasteignir, t. d. hvað til þess útheimtist, að geta átt fasteignir lijer á landi, um skipti á fasteignum m. m. Jni eru ákvarðanir um almenn landsrjett- indi: hvað landi fylgi, hvort sem eru almennar landsnytjar eða annað, og í sambandi við það almennar ákvarðanir um reka og veiði, að því leyti sem það fylgir landi. ]>á er um sameiginleg rjettindi jarða, svo sem um notkun vatns, er skilur lönd manna eða rennur gegnum lönd fleíri en einnar jarðar, um veiði í slík- um vötnum, og um reka á landamerkjum. pá er um lögkvaðir á jörðum, þá um ítök og notkun þeirra, þá um brot á lands- rjettindum, svo sem skemmdir og ólögleg afnot af annaramanna landi. Síðar koma nokkrar ákvarðanir um afsal fasteigna til nýrra eiganda, og eptir það ákvarðanir um bygging jarða og skyldur og rjettindi landsdrottna og leiguhða; þessar ákvarðanir eru einkum um skyldu eiganda til að byggja jarðir sínar, og hvað til þess þurfi, að jörð sje leigufœr, um leigutímann, um byggingarbrjef, um fardaga leiguliða, um sambandið mihi frá- faranda og viðtakanda jarðar og rjett þeirra hvors um sig, um leiguliðanot, um reka á leigujörð, um skyldur leiguliða að við- halda jörðinni að húsum og öðru, um jarðabœtur og rjett leigu- hða til endurgjalds fyrir þær, um niðurníðslu jarða, um skatt- skyldu leiguhða, um skemmdir á leiguhúsum eða leigujörð af náttúrunnar völdum, um afgjald jarða, um brot á leigumála og útbyggingu o. fl. Eptir þessar ákvarðanir, er nefndin telur hinn mest áríðanda kafla í landbúnaðarlögum, koma nokkrar ákvarð- anir um úttektir jarða og svo byggingarnefndir, sem gjört er ráð fyrir að verði stofnaðar til að hafa eptirlit með byggingum og húsaskipan allri í sveitum. þ>á koma almennar ákvarðanir um afrjetti, íjallskil, íjármörk, refaveiðar, o. fl.; en sjerstakar reglur hjer að lútandi er sýslunefndunum ætlað að scmja fyrir hvert

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.