Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Page 13

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Page 13
LANDSTJÓRN. 13 byggðarlag, eptir jiví sem til hagar á hverjum stað. f>á er um nýbýli, einkum um stofnun þess, rjettindi nýbýlings og sam- bandið milli hans og landeiganda. f>á er og enn ýmislegt um búnaðarmálefni, svo sem um byggingarráð á jörðu, sem er sam- eign, um skipti á landi jarðar og húsum, um Ijársamgöngur, um fleirbýli á jörðum, um skipti á landi heimajarðar og hjá- leigu, um meðferð á skógi, um það er hey berst á annars manns land, um götur heim að bœjum, um friðun fugla, um leigupen- ing, um fóðurpening o. fl. Að lyktum eru nokkrar ákvarðanir um rjettarfarið í málum, sem rísa af brotum gegn landbúnað- arlögum. Á þessu yfirliti, sem tekið er mestmegnis úr athugasemd- um meiri hluta nefndarinnar við frumvarpið, en nokkuð stytt, má sjá, hvað er efni hinna fyrirhuguðu landbúnaðarlaga, eða um hvað þau muni verða, en það hafa allflestir ekki áður haft Ijósa hugmynd um. Á jafnstuttu yfirliti sem þessu og þannig löguðu verður raunar eigi eða að minsta kosti lítið sjeð, hvað farið er fram á eða lagt til í einstökum atriðum, en bæði er það, að slikt yrði hjeroflangt mál, þar sem þessi atriði eru svo afarmörg, enda er og nær að láta það heldur bíða, þangað til lögin eru komin í kring, því að að því má ganga vísu, að frum- varpinu kunni að verða í sumu breytt, cr til þings kemur. f>ótt málið sje vel og ítarlega undirbúið, er það þó svo yfirgrips- mikið, að skoðanir um sumt hljóta að verða mismunandi. Ann- ars er frumvarp þetta eigi að því leyti nýtt, að margar ákvarð- anir þess eru teknar að nokkru leyti eptir Jónsbók, einkum úr landsleigubálki og rekabálki; sumt er og samkvæmt síðari á- kvörðunum, og sumt tekið eptir landsvenju. En hjer er því öllu komið í eina heild svo skipulega sem kostur er á, eptir hinu venjulega lagaformi. Mart í frumvarpinu er og nýmæli, og sumt af því mikilsvarðandi. Hjer má því vænta merkilegrar rjettar- bótar. þ>ess má geta, að Jón Pjetursson eigi þýddist frumvarpið þannig lagað, en gjörði þó ei við það neinar breytingaruppá- stungur. Frumvarp sitt hefur hann eigi látið koma fyrir al- menningssjónir. Skólamálið var hið þriðja merkismál, er nefnd var sett í milli þinga, og skal því einnig geta þess um leið, þótt það

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.