Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Qupperneq 15
LANDSTJÓRN.
15
kunnagefningu við prólin. pað má sjá, að nefndin býst við að
svonefndur gagnfrœðis- eða realskóli verði innan skamms stofn-
aður samhliða latínuskólanum, en hún hefur þó að öðru leyti
engar ákveðnar bendingar gefið um það efni.
j>;í hefur og nefndin gjört uppástungu um stofnun þjóðskóla
á norðurlandi, eða skóla þess, er alþingi 1875 ætlaðist til að
stofnaður yrði á Möðruvöllum í Hörgárdal, og veitti fje til í
fjárlögunum. Hefur nefndin hugsað sjer, að eigi ætti við, eptir
því sem hjer til hagar, að skóli þessi yrði realskóli í venjuleg-
um skilningi, heldur miklu fremur skóli í verklegri kunnáttu,
eða með öðrum orðum búnaðarskóli.
Skólanefndin hefur þannig kveðið upp álit sitt um þessa
8 skóla, er hjer hafa verið nefndir, en eigi hefur hún tekið með
lagaskólann og læknaskólann, nje heldur alþvðuskóla yfir höfuð
og barnaskóla. Svo hefur hún og látið ótalað um skólamál
landsins í heild sinni, og aðra menntunarvegi.
Læknaskóli með fastri skipun var nú loksins stofnaður
með lögunum 11. febr. sem fyr er sagt. Frá efni þessara laga
er stuttlega greint í frjettum fyrra árs, þar sem sagt var frá
aljiingi. Samkvæmt lögunum samdi ráðgjafi Islands reglugjörð
fyrir skóla þenna, og var hún gefin út 9. ágúst. j>ar er gjört
ráð fyrir, að kennslutíminn verði 4 ár, og að skólaárið verði hið
sama, sem að undanförnu hefur verið við prestaskólann og lat-
ínuskólann. Kennslugreinirnar eru: líkskurðarfrœði, líffœra-
frœði, efnafrœði, grasafrœði, lyfjafrœði, almenn veikindafrœði
og lækningafrœði, sjerstakleg kírúrgisk veikindafrœði og lækn-
ingafrœði, sjerstakleg medisínsk veikindafrœði og lækningafrœði,
lagaleg læknisfrœði, heilbrigðisfrœði og yfirsetufrœði. Einkum
skal þó leiða athygli að þeim atvikum, sem einkennileg eru fyrir
Island. Iðka skal lærisveina í þekkingu og lækningu sjúkdóma
bæði á spítalanum í Hcykjavík og utan spítala. Fyrir ofdrykkju
eða aðra óreglu skal lærisveinum vísað burt úr skóianum, ef
þeir skipast ekki við áminning forstöðumanns í þriðja skipti.
Til þess að hafa vakandi auga með iðni þeirra og framförum,
skulu kennararnir halda próf að minsta kosti tveim sinnum á
skólamissiri.
Kirkjumál landsins er varla að minnast á. Synodusar