Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 18

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 18
18 LANDSTJÓRN. var éptir ósk hlutaðeiganda skipt í sundur. Annar þeirra var Torfastaðahreppur í Húnavatnssýslu, er skipt var í ytri og fremri Torfastaðahrepp, en hinn var Bjarnaneshreppur í Austur- Skapta- fellssýslu, er einnig var skipt í 2 hreppa: Mýrahrepp og Nesja- hrepp. Vegamál landsins hafði verið tekið fyrir á alþingi 1875 og breyting verið gjörð á hinni eldri vegalöggjöf. Lög þau, er þingið samdi um þetta efni, staðfesti konungur 15. okt. sama ár, og er þeirra getið í frjettunum í fyrra. Samkvæmt lögum þessum ákvað landshöfðingi og birti með auglýsingu 9. nóv. 1876, hverjir vegir skyldi vera fjallvegir á íslandi, milli sýslna og landsfjórðunga; voru þeir að mestu ákveðnir eptir tillögum amtsráðanna. Fjallvegir skulu ligggja yfir: 1. Grímstungnaheiði og Kalda- dal, 2. Stórasand, 3. Kjalhraun og Vatnahjalla, 4. Sprengisand, 5. Mývatnsörœfi og Dimmafjallgarð, 6. Hallgilsstaðaheiði milli pingeyjarsýslu og Norðurmúlasýslu, 7. Vestdalsheiði milli Norð- urmúlasýslu og Suðurmúlasýslu, 8. Lónsheiði milli Suðurmúla- sýslu og Austur-Ska])tafellssýslu, 9. Mælifellssand milli Skapta- fellssýslna og Rangárvallasýslu (Goðalands- eða Fjallabaksvegur), 10. Grindaskörð, 11. Lágaskarð, 12. Hellisheiði og 13. Mosfells- lieiði, allir fjórir vegir milli Árnessýslu og Gullbringu- og Kjós- arsýslu, 14. fyrir Ok milli Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, 15. Holtavörðuheiði milli Mýrasýslu og Strandasýslu, 16. Bröttu- brekku milli Mýrasýslu og Halasýslu, 17. Rauðamelsheiði milli Hnappadalssýslu og Dalasýslu, 18. Haukadalsskarð og 19. Lax- árdalsheiði, 20. Snartartunguheiði, allir þrír vegir milli Ilala- sýslu og Strandasýslu, 21. Steingrímsfjarðarheiði milli Stranda- sýslu og ísaljarðarsýslu, 22. Lorskafjaiðarhciði milli ísafjarðar- sýslu og Barðastrandarsýslu, 23. Vatnsskarð og 24. Gönguskörð, báðir milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu, 25. Öxnadals- heiði, 26. Heljardalsheiði og 27. Siglufjarðarskarð, allir þrír milli Skagafjarðarsýslu og Eyjafjarðarsýslu. Fóstgöngur hafa drjúgum aukizt. í viðbót við þær sjö landpóstferðir, er að undanförnu liafa verið, síðan hin nýja póst- skipun komst á, var nú tekin upp hin áttunda; hún var látin vera um miðjan vetur, og byrja nokkru eptir nýár; var hún

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.