Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 21

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 21
LANDSTJÓRN. 21 13. maí hinum setta sýslumanni þar, Benedikt Sveinssyni, fyrr- um dómara í landsyfirrjettinum, og Húnavatnssýsla 2. nóv. Eggert Briem, sýslumanni í Skagafjarðarsýslu, er gegnt hafði Húnavatnssýslu mestan hluta ársins, ásarnt sinni sýslu. Enn fremur setti landshöfðingi 15. apríl samkvæmt tilmælum amt- mannsins yfir suður- og vesturamtinu Jón ritara Jónsson, til fyrst um sinn að gegna sem lögreglustjóra með dóms- og framkvæmdarvaldi á svæðinu milli Hvítánna í Borgarfirði og Arnessýslu öllum þeim störfum til upprœtingar fjárkláðans, sem sýslumennirnir í Borgarfjarðar- Kjósar- Gullbringu- og Árnes- sýslum annars ætti að hafa á hendi. Jón ritari liafði árið áður fengið þetta starf á hendur, en þá var það eigi skýrt tekið frarn, að hann hefði dómsvald, og syujaði landsyfirrjetturinn honum þess. En nú var það skýrt tekið fram, og til frokari staðfest- ingar gaf konungur sjálfur honum umboðsskrá 2G. sept. til að gegna öllum þeim dómarastörfum, framkvæmdar- störfum og fógetastörfum viðvíkjandi fjárkláðanum, sem annars hvíla á lögreglustjórum, bæði í þeim hjeruðum, sem sýkinnar hefur orðið vart, og hvar sem hún síðar kynni upp að korna. — 13. febr. setti ráðgjafi íslands examinatus juris Guðmund Páls- son til þess fyrst um sinn að hafa á hendi mátaflutnings- störf við yfirdóm landsins (í stað Jóns Guðmundssonar). —4. apríl setti landshöfðingi yfirdómara Magnús Stephenson til að endurskoða hina árlegu jarðabókarsjóðsreikninga, gegn 400 kr. þóknun, sem veitt er með fjárlögunum. Prófastar voru settir í þrjú hjeruð: í Austur-Skapta- fellssýslu Jón Jónsson, prestur að Bjarnanesi 28. apríl; í Eyjafjarðarsýslu Davíð Guðmundsson, prestur að Möðru- vallaklaustri, og í Suðurmúlasýslu porsteinn |>órarinsson, prestur að Berulirði, báðir 8. maí. J>essi prestaköll voru veitt á árinu: Grenjaðarstað- ur 21. fehr. Magnúsi Jónssyni, presti á Skorrastað; 13. maí var honum leyft að sitja kyrrum í embætti sínu á Skorrastað, og Grenjaðarstaöur aptur veittur s. d. Benedikt Kristjánssyni, presti á Helgastöðum. Reynisþing voru veitt 28. marz Brynjólfi Jóns- syni, presti í Meðallandsþingum; Svalbarð s. d. Guttormi Vigfússyni, aðstoðarpresti í Saurbœ í Eyjafirði; Bergstaðir

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.