Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 28

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 28
28 ATVINNUVEGIR. þar sem kláðavottur fannst, voru baðanir skipaðar, og var það alls staðar gjört tregðulítið, nema í Borgarfirði. Borgfirðingar liafa lengi haft óbeit á böðunum öllum, og fóru þeir því þess á leit við amtið, að fá undanþágu frá böðununum, með því skil- yrði, að hver hreppur, sem kláði kœmi upp í, skuldbyndi sig til að skera allt sitt kláðasjúka ije endurgjaldslaust af hálfu hins opinbera; en amtið synjaði, og herti enn að nýju á baðskipun- unum; bauð það fyrst, að láta baða allt á þeim stöðum, sem kláðavart hefði orðið á síðan um haustið eða yrði framvegis, og jafnframt, að láta eitt almennt bað fara fram um alla sýsluna fyrir sumarmál. Jón ritari, er nú var einnig orðinn lögreglu- stjóri í þessu máli fyrir Borgarijarðarsýslu, brýndi þetta nú fyrir Borgfirðingum, en það tjáði eigi, og báðu þeir sig enn að nýju undanþegna frá því að láta almennt bað ganga yfir hjeraðið, fyr en sauðburður væri afstaðinn og ije komið úr ull. J'að var einsætt, að Borgfirðingar ætluðu sjer ekki að láta undan með góðu, en yfirvöldin sáu, að örðugt mundi að koma fram vald- baði, og slökuðu því til í þessu efni. Meðan stóð á þessu þrefi, var haldinn kiáðafundur mikill að Stóru Borg í Húnavatnssýslu, er sóttur var eigiað einsúr Húnavatnssýslu, heldureinnig úr sýsl- unum vestan við kláðasvæðið og svo úr Borgarfirði. Var þar rœtt um útrýming fjárkláðans og varnir við honum. Borgfirð- ingar buðu fram til skurðar gcldíje sitt í 4 cfstu hreppum sýsl- unnar, gegn skaðabótum frá Norðlendingum og Vestfirðingum; þágu fundarmenn boðið, og lofuðu að reyna að útvega þeim skaðabœtur. í annan stað vildu þeir hafa vörð, frá efri enda Skorradalsvatns upp í jökla, eptirlit með Hvítá og heimagæzlu þess §ár, er þar var fyrir ofan, sem mundi og auðveldara, er geldfjenu væri búið að lóga. Eptir þetta skáru Borgfirðingar geldíje sitt á hinu tiltekna svæði, og mun það eitt með öðru hafa stutt að því, að þeir fengu hinu almenna boði frestað til vorsins, því að þá þurfti eigi lengur að óttast, að sauðir slyppi á fjall óbaðaðir. pá hjeldu og einnig Eyfirðingar og fingeyingar fund á Akureyri um kláðamálið; meðal annars sömdu þeir frum- varp til bráðabirgðarlaga um vörð til að varna útbreiðslu fjár- kláðans; þetta frumvarp sendu þeir landshöfðingja áleiðis til kon- ungs og jafnframt því sendi landshöfðingi sjálfur annað frum-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.