Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 29

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 29
ATVINNUVEGIR, 2!) varp til bráðabirgðar viðaukalaga við hin eldri kláðalög, en ráð- gjafi íslands synjaði að bera þessi frumvörp upp fyrir konungi, og fjell það mál svo niður. Margir fundir voru enn haldnir um veturinn og framan af sumrinu um þetta mál bæði á kláðasvæðinu sjálfu og í kringum það, en hjer skal að eins getið um ping- vallafundinn 2. júlí, er hafði nú þetta mál fyrir aðalumrœðu- efni sitt. Fundinn sót-tu eigi nema 10 kjörnir menn úr ýms- um hjeruðum, og auk þeirra nokkrir aðrir. En með því að hjer verður sem fljótast yfir söguna að fara, skal að eins getið úrslita málsins á fundinum, en þau voru, að vörð skyldi setja svo sem Stóru-Borgarfundurinn hafði tilætlazt, og, sem áður er umgetið, að reyna skyldi að fá alla fjáreigendur í efra hluta Borgarfjarðarsýslu til að skera allt fje sitt um haustið, gegn skaðabótum, ef kláði kœmi þar upp fyrir jólaföstu, að reyna skyldi að útvega skaðabœturnar, og enn fremur, að fara þess á leit við yfirvöldin, að skurðarfje fengist rekið yfir varðlínurnar, bæði að austan og vestan. Sumt af öllum þessum fundaálykt- unum fórst fyrir af ýmsum orsökum, en sumt gekk aptur svo sem til var ætlazt. Skoðanir höfðu farið fram allan veturinn með öruggu fylgi lögreglustjórans, en eigi fannst um vorið neinn kláði nema á þremur bœjum, sínum í hverri sveitinni: í Gríms- nesi, Kjós og Kjalarnesi. Hið almenna bað, er boðið hafði ver- ið, fór alls staðar á kláðasvæðinu fram um vorið, en þó misvand- lega. Til þess að varna því, að kláðinn breiddist út fyrir tak- mörk sín, var fyrirskipuð heimagæzla sú á fje í Borgarfjarðar- sýslu, er gjört hafði verið ráð fyrir, og jafnframt settur eptir- litsvörður meðfram Hvítá í Borgarfirði, að nokkru leyti á kostn- að vesturamtsins. pá var og vörður settur meðfram Andakílsá upp í Skorradalsvatn og frá enda þess suður í Botnsvoga. Einnig var eptir ósk Rangæinga og Árnesinga austan Hvítár settur vörður meðfram Brúará á austurtakmörkum kláðasvæð- isins. Rekstrarbann það, er árið áður hafði verið lagt á árnar kringum kláðasvæðið, hafði nú aptur um veturinn verið enn lengt um óákveðinn tíma Um haustið var bann þetta leyst á þann hátt, að reka mætti skurðarfje úr hinum heilbrigðu hjer- uðum inn á kláðasvæöið, þó með vissum, tilteknum skilyrðum og ströngu eplirliti. í haustrjettum varð hvergi vart við kláða,

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.