Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 31
ATVINNUVEGIR.
31
endurbœttar, og ýms ný aðferð verið inn leidd í sumum greinum
búskaparins, o. s. frv. Búnaðarfjelög þau, er sums staðar hafa
myndazt, hafa meðfram stutt að þessu, og ekki sízt búnaðarfje-
lag suðuramtsins. Búfrœðingur Sveinn Sveinsson hefur og all-
mikið gagn gjört, þar sem liann hefur ferðazt um. í þetta sinn
ferðaðist hann um sumarið um Rangárvalla- og Árnessýslur; á
þessari yfirferð sinni leitaði hann að mó á mörgum jörðum og
fann víða, þar sem menn höfðu eigi áður af honum vitað; þá
sagði hann og bœndum til með vatnsveitingar á tún og engi,
meðferð á áburði, lögun ijdsa, meðferð mjólkur, ostgjörð og ým-
islegt fleira, sem allt gat komið að góðum notum, þar sem hvorki
vantaði framkvæmd nje efni til að fara eptir fyrirmælum hans.
|>á ritaði hann og margt þarft í blöðin um ýmislegt, er búnað
snerti. Eitt af því var nm moðsuðu, eða aðferð til þess að
geyma sjóðandi mat í moðbing, þar til er maturinn væri full-
soðinn; var sú aðferð sums staðar upp tekin, og varð til sparn-
aðar, bæði á verkatíma og eldivið. Anna Pálsdóttir Melsteð úr
Keykjavík, er lært hafði meðferð mjólkur, ostgjörð og smjörgjörð
á mjólkurbúi erlendis, veitti og tilsögn í þessum greinum á nokkr-
um stöðum með góðum árangri. M tók það og að tíðkast, sem
gjört hefur verið stöku sinnum fyr, að senda unga og efnilega
menn til búnaðarskólanna í Norvegi. Fje því, er í fjárlögunum
1875 var veitt til jarðabóta, var sumpart varið til að styrkja
sveina þessa til náms, sumpart til launa handa Sveini búfrœð-
ingi, sumpart til styrktar fyrir búnaðarfjelög og jarðbótaflelög,
þau er mest kvað að,. sumpart til verðlauna fyrir gjörðar jarða-
bœtur o. fl.
Ritlingar um ýmislegt, er landbúnað snertir, voru nokkrir
gefnir út á árinu. |>ar til má telja: Um jarðrœkt og garð-
yrkju á íslandi eptir Alfred Lock, þýtt úr ensku af Jóni Hjalta-
lín í Edinborg, og gefið út af pjóðvinafjelaginu; um meðferð
mjólkur og smjörsog um ostatilbúning eptir Svein
búfrœðing Sveinsson, prentað í tímaritinu Andvara, og einnig
sjerstaklega gefið lit af pjóðvinafjelaginu. Lýsing fjárkláð-
ans, eptir Snorra dýralækni Jónsson. Umóþrifá sauðfje,
eptir sama; um bráðapestina, eptir Guðmund prófast Ein-