Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Qupperneq 33

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Qupperneq 33
ATVINNUVEGIR. 33 ekkert bœttist við úr sjó lengi fram eptir vetrinum, og örðugt var og að fá lán hjá kaupmönnum, því að skuldir við þá voru orðnar svo miklar. J>ar á ofan bœttist það, að nokkrar skips- bafnir úr landi urðu þar veðurteptar svo að mörgum vikum skipti. Um haustið liafði verið fengið 1000 króna lán úr lands- sjóði; fyrir það hafði verið keypt korn, og dró það nú drjúgast eyjabúum. Kaupmaður nokkur í Edinborg, að nafni Róbert Smith, er hafði heyrt getið um hallærið þar á eyjunum, sendi eyjabúum að gjöf 20 sekki af hveitimjöli, og var því útbýtt meðal hinna fátœkustu þeirra. Seinni hluta vetrarins tók dá- lítið að fiskast, og greiddist þá nokkuð úr; sumarið varð þeim aptur gott, eins og fleirum, og bjargfuglaveiðin varð í betra lagi. — Fiskileysið við Faxaflóa gjörði þröngt í búi hjá mörg- um, er þar áttu hlut að. Fáir fengu þar uin veturinn og vorið iisk svo mikinn, að hann gæti orðið verzlunarvara að nokkrum mun, og þótti gott, ef að eins fjekkst í soðið til hvers máls; öðru liverju fjekkst það og, og um tíma um vorið bjargaði það mikið, að vel veiddust hrognkelsi, pó kom þar um síðir, að algjörð þrot urðu hjá mörgum hinna miður efnuðu, og horfði til stórra vandræða. J>á gat sýslunefndin loksins eptir talsverð- an rekstur útvegað sýslunni lán úr landssjóði, sem svaraði 250 korntunnum, og kom það í góðar þarfir. J>á urðu og nokkrir út í frá til að rjetta hinum bágstöddustu hjálparhönd. j'annig sendu Grímsnesingar Álptnesingum, er þóttu einna lakast stadd- ir, nokkuð skurðarfje fyrir jóhn, bæði hreppnum í heild sinni og eiiistökum mönnum; og í annan stað sýndu Ísfirðingar það rausnarbragð, að gjöra samskot handa hinum bágstöddu hjeruð- um í Gullbringusýslu; voru þau samskot orðin 2000 kr. um árslokin. Erlendir aflamenn hafa enn sem fyrri lcgið hjer við land til fiskjar. J>ar á meðal lágu Færeyingar á nokkrum skip- um fyrir Austfjörðum; öfluðu þeir vel, en með því að þar var þröngt á fiskimiðum, þóttu þeir spilla veiðinni fyrir landsbúum sjálfum, einkum í Norðfirði og Seyðisfirði. Yfir þessu hafði einn- ig verið kvartað fyrirfarandi ár, og kom það fyrir síðasta al- þingi; tókst þá landshöfðingi á hendur að flytja málið við ráð- gjafann, en það kom fyrir ekki, því að ráðgjafinn eyddi öllum Fejettie feá íslandi. 3

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.